Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má búast við því að Netið breyti eðli og verðgildi peninga og annarra fjármuna? Gæti aðgengi manna, til dæmis fátækra þjóða, að peningum aukist með tilkomu Netsins?

Gylfi Magnússon

Margt bendir til þess að aukin útbreiðsla og notkun Netsins eigi eftir að hafa margvísleg áhrif á viðskipti og sum þeirra býsna róttæk. Ein áhrifin verða trúlega þau að notkun peninga í þeirri mynd sem við þekkjum þá, sem seðla og mynt, muni minnka og jafnvel leggjast af. Í stað þeirra komi innstæður á margs konar reikningum sem færðar eru á milli með rafrænum hætti. Þessu tengt er að eðli bankaviðskipta er að breytast og þau færast í sífellt ríkari mæli yfir á Netið en hefðbundin útibúanet bankanna skipta minna máli.

Ekki er þó augljóst að þessi þróun breyti í einhverjum skilningi eðli eða verðgildi peninga og annarra fjármuna. Peningar eru ávísanir á verðmæti og notaðir sem greiðslumiðill og mælikvarði á verðmæti og fátt bendir til að það hlutverk verði tekið af þeim þótt peningar birtist í annarri mynd en áður.

Hitt er vel hugsanlegt að aukin skilvirkni í bankaviðskiptum valdi því að auðveldara verði að fá aðgang að bankakerfi og komast til dæmis í lánsviðskipti en áður. Til að mynda kann að vera að fátæk lönd, sem hafa ekki byggt upp skilvirkt og traust bankakerfi með útibú sem eru aðgengileg fyrir þorra landsmanna, geti komið á bankaviðskiptum á Netinu með hóflegum tilkostnaði eða íbúar þeirra jafnvel leitað með aðstoð Netsins til banka í öðrum löndum með viðskipti sín. Það sama á raunar við um afskekkt héruð í löndum sem teljast rík. Hafa má í huga að nú er ekkert því til fyrirstöðu að standa í bankaviðskiptum á miðju hálendi Íslands en það hefði verið óhugsandi til skamms tíma.

Fleira hangir þó á spýtunni. Skortur á fjármagni er yfirleitt aðeins einn af mörgum þáttum sem háir fátækum löndum, þættir eins og léleg menntun, spilling og vanþróað dómskerfi skipta meiru þegar til lengri tíma er litið. Fjármagnsmarkaður þrífst illa nema í löndum þar sem slík vandamál hafa verið leyst. Því þarf meira en aðganginn að Netinu til að bæta aðgang íbúa fátækra landa að fjármagni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.5.2000

Spyrjandi

Sigurður Jón Júlíusson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Má búast við því að Netið breyti eðli og verðgildi peninga og annarra fjármuna? Gæti aðgengi manna, til dæmis fátækra þjóða, að peningum aukist með tilkomu Netsins?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=467.

Gylfi Magnússon. (2000, 26. maí). Má búast við því að Netið breyti eðli og verðgildi peninga og annarra fjármuna? Gæti aðgengi manna, til dæmis fátækra þjóða, að peningum aukist með tilkomu Netsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=467

Gylfi Magnússon. „Má búast við því að Netið breyti eðli og verðgildi peninga og annarra fjármuna? Gæti aðgengi manna, til dæmis fátækra þjóða, að peningum aukist með tilkomu Netsins?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=467>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má búast við því að Netið breyti eðli og verðgildi peninga og annarra fjármuna? Gæti aðgengi manna, til dæmis fátækra þjóða, að peningum aukist með tilkomu Netsins?
Margt bendir til þess að aukin útbreiðsla og notkun Netsins eigi eftir að hafa margvísleg áhrif á viðskipti og sum þeirra býsna róttæk. Ein áhrifin verða trúlega þau að notkun peninga í þeirri mynd sem við þekkjum þá, sem seðla og mynt, muni minnka og jafnvel leggjast af. Í stað þeirra komi innstæður á margs konar reikningum sem færðar eru á milli með rafrænum hætti. Þessu tengt er að eðli bankaviðskipta er að breytast og þau færast í sífellt ríkari mæli yfir á Netið en hefðbundin útibúanet bankanna skipta minna máli.

Ekki er þó augljóst að þessi þróun breyti í einhverjum skilningi eðli eða verðgildi peninga og annarra fjármuna. Peningar eru ávísanir á verðmæti og notaðir sem greiðslumiðill og mælikvarði á verðmæti og fátt bendir til að það hlutverk verði tekið af þeim þótt peningar birtist í annarri mynd en áður.

Hitt er vel hugsanlegt að aukin skilvirkni í bankaviðskiptum valdi því að auðveldara verði að fá aðgang að bankakerfi og komast til dæmis í lánsviðskipti en áður. Til að mynda kann að vera að fátæk lönd, sem hafa ekki byggt upp skilvirkt og traust bankakerfi með útibú sem eru aðgengileg fyrir þorra landsmanna, geti komið á bankaviðskiptum á Netinu með hóflegum tilkostnaði eða íbúar þeirra jafnvel leitað með aðstoð Netsins til banka í öðrum löndum með viðskipti sín. Það sama á raunar við um afskekkt héruð í löndum sem teljast rík. Hafa má í huga að nú er ekkert því til fyrirstöðu að standa í bankaviðskiptum á miðju hálendi Íslands en það hefði verið óhugsandi til skamms tíma.

Fleira hangir þó á spýtunni. Skortur á fjármagni er yfirleitt aðeins einn af mörgum þáttum sem háir fátækum löndum, þættir eins og léleg menntun, spilling og vanþróað dómskerfi skipta meiru þegar til lengri tíma er litið. Fjármagnsmarkaður þrífst illa nema í löndum þar sem slík vandamál hafa verið leyst. Því þarf meira en aðganginn að Netinu til að bæta aðgang íbúa fátækra landa að fjármagni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...