Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við með fljótandi gengi?

Gylfi Magnússon

Sagt er að gengi gjaldmiðils fljóti ef það ræðst á markaði á hverjum tíma, það er fer eftir því hve mikið markaðsaðilar eru reiðubúnir að greiða fyrir viðkomandi gjaldmiðil í erlendri mynt. Andstaðan við fljótandi gengi er fast gengi. Þá er gengið ákveðið af einhverjum, oftast seðlabanka viðkomandi ríkis.

Þrátt fyrir að gengi gjaldmiðils teljist fljótandi þá reyna opinberir aðilar, sérstaklega seðlabanki, oft að hafa áhrif á gengið. Þá er talað um stýrt flot. Íslenska krónan hefur verið fljótandi undanfarna tvo áratugi en allt til ársins 2001 reyndi Seðlabanki Íslands að stýra flotinu, það er hafa áhrif á markaðinn fyrir krónuna, þannig að gengi hennar gagnvart myntum helstu viðskiptalanda héldist innan ákveðinna viðmiðunarmarka. Frá því í mars 2001 hefur Seðlabankinn ekki haft það sem sérstakt markmið að halda genginu innan ákveðinna marka. Gengi krónunnar hefur þó eftir sem áður talsverð áhrif á aðgerðir bankans því að það skiptir miklu í baráttu hans við verðbólgu, sem er nú helsta markmið bankans.


Talað er um að gengi gjaldmiðils fljóti ef það ræðst á markaði á hverjum tíma. Andstaðan við fljótandi gengi er fast gengi. Þá er gengið ákveðið af einhverjum, oftast seðlabanka viðkomandi ríkis.

Frá 1870 til 1914 voru allir helstu gjaldmiðlar heims með fast gengi. Það byggðist á gulli. Á bak við hvern gjaldmiðil var loforð útgefandans um að skipta seðlunum út fyrir gull ef þess væri óskað, í tilteknum hlutföllum. Sagt var að þessir gjaldmiðlar væru á gullfæti. Vegna þessa áttu seðlabankar heims mikinn gullforða.

Við upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar brotnaði þetta kerfi niður. Eftir síðari heimsstyrjöldina var aftur reynt að koma á alþjóðlegu fastgengiskerfi. Það byggði óbeint á gulli, því að gengi allra helstu gjaldmiðla var fest gagnvart Bandaríkjadollar, sem var á gullfæti. Þetta kerfi liðaðist smám saman í sundur á sjöunda áratug síðustu aldar. Árið 1971 gáfust Bandaríkjamenn upp á gullfætinum og í kjölfarið var horfið endanlega frá þessu alþjóðlega fastgengiskerfi.

Víðtækasta fastgengiskerfi heims er nú á vegum Evrópusambandsins. Í aðdraganda þess að evran var tekin í notkun í ársbyrjun 1999 var víðtækt samstarf í gengismálum innan Evrópusambandsins. Þau núverandi eða tilvonandi Evrópusambandslönd sem nú stefna að því að taka upp evruna byrja á því að halda gengi gjaldmiðils síns nokkuð föstu gagnvart evrunni. Síðan er gengið fest alveg og loks tekin upp evra. Nú eru allmörg lönd í Austur-Evrópu í þessu ferli og er miðað við að þau taki upp evru á næstu árum. Þrjú lönd í Evrópusambandinu hafa hins vegar engar áætlanir um að taka upp evru, Bretland, Danmörk og Svíþjóð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
Nú er mikið talað um að krónan hafi verið sett á „flot“ og að íslenska krónan sé „flotgjaldmiðill“. Hvað meina menn með þessu?

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.4.2008

Spyrjandi

Stefán Örn Einarsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er átt við með fljótandi gengi?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2008, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7301.

Gylfi Magnússon. (2008, 3. apríl). Hvað er átt við með fljótandi gengi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7301

Gylfi Magnússon. „Hvað er átt við með fljótandi gengi?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2008. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7301>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með fljótandi gengi?
Sagt er að gengi gjaldmiðils fljóti ef það ræðst á markaði á hverjum tíma, það er fer eftir því hve mikið markaðsaðilar eru reiðubúnir að greiða fyrir viðkomandi gjaldmiðil í erlendri mynt. Andstaðan við fljótandi gengi er fast gengi. Þá er gengið ákveðið af einhverjum, oftast seðlabanka viðkomandi ríkis.

Þrátt fyrir að gengi gjaldmiðils teljist fljótandi þá reyna opinberir aðilar, sérstaklega seðlabanki, oft að hafa áhrif á gengið. Þá er talað um stýrt flot. Íslenska krónan hefur verið fljótandi undanfarna tvo áratugi en allt til ársins 2001 reyndi Seðlabanki Íslands að stýra flotinu, það er hafa áhrif á markaðinn fyrir krónuna, þannig að gengi hennar gagnvart myntum helstu viðskiptalanda héldist innan ákveðinna viðmiðunarmarka. Frá því í mars 2001 hefur Seðlabankinn ekki haft það sem sérstakt markmið að halda genginu innan ákveðinna marka. Gengi krónunnar hefur þó eftir sem áður talsverð áhrif á aðgerðir bankans því að það skiptir miklu í baráttu hans við verðbólgu, sem er nú helsta markmið bankans.


Talað er um að gengi gjaldmiðils fljóti ef það ræðst á markaði á hverjum tíma. Andstaðan við fljótandi gengi er fast gengi. Þá er gengið ákveðið af einhverjum, oftast seðlabanka viðkomandi ríkis.

Frá 1870 til 1914 voru allir helstu gjaldmiðlar heims með fast gengi. Það byggðist á gulli. Á bak við hvern gjaldmiðil var loforð útgefandans um að skipta seðlunum út fyrir gull ef þess væri óskað, í tilteknum hlutföllum. Sagt var að þessir gjaldmiðlar væru á gullfæti. Vegna þessa áttu seðlabankar heims mikinn gullforða.

Við upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar brotnaði þetta kerfi niður. Eftir síðari heimsstyrjöldina var aftur reynt að koma á alþjóðlegu fastgengiskerfi. Það byggði óbeint á gulli, því að gengi allra helstu gjaldmiðla var fest gagnvart Bandaríkjadollar, sem var á gullfæti. Þetta kerfi liðaðist smám saman í sundur á sjöunda áratug síðustu aldar. Árið 1971 gáfust Bandaríkjamenn upp á gullfætinum og í kjölfarið var horfið endanlega frá þessu alþjóðlega fastgengiskerfi.

Víðtækasta fastgengiskerfi heims er nú á vegum Evrópusambandsins. Í aðdraganda þess að evran var tekin í notkun í ársbyrjun 1999 var víðtækt samstarf í gengismálum innan Evrópusambandsins. Þau núverandi eða tilvonandi Evrópusambandslönd sem nú stefna að því að taka upp evruna byrja á því að halda gengi gjaldmiðils síns nokkuð föstu gagnvart evrunni. Síðan er gengið fest alveg og loks tekin upp evra. Nú eru allmörg lönd í Austur-Evrópu í þessu ferli og er miðað við að þau taki upp evru á næstu árum. Þrjú lönd í Evrópusambandinu hafa hins vegar engar áætlanir um að taka upp evru, Bretland, Danmörk og Svíþjóð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
Nú er mikið talað um að krónan hafi verið sett á „flot“ og að íslenska krónan sé „flotgjaldmiðill“. Hvað meina menn með þessu?
...