Hvað þýðir nafnið Tyrkir? Nafn Þjóðverjans sem fann vínberin á Vínlandi með Leifi Eiríkssyni.Tyrkir hét fóstri Leifs heppna Eiríkssonar og segir frá honum í fjórða kafla Grænlendinga sögu. Hann var sagður suðurmaður sem er annað heiti yfir Þjóðverja. Kvöld nokkurt fannst hann ekki og kom ekki strax fram við leit en að lokum kom hann á móti þeim. Leifur ávarpaði hann en hann svaraði fyrst á þýsku og skildi hann enginn. Þá talaði hann við þá á norrænu og sagðist hafa fundið vínvið og vínber og reyndist drukkinn. Ekki getur það verið rétt því að nýtínd vínber eru ekki áfeng.

Fornleifar sem hafa verið grafnar upp á Nýfundnalandi sanna að norrænir menn byggðu þar hús. Tyrkir var fóstri Leifs heppna Eiríkssonar og í fjórða kafla Grænlendinga sögu segir að hann hafi fundið vínvið og vínber og verið drukkinn.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Grænlendinga saga. Íslenzk fornrit IV. bindi, bls. 252. Hið íslenzka fornritafélag 1935.
- Yfirlitsmynd: Leiv Eirikson oppdager Amerika. Málverk eftir Chistian Krogh (1952-1925). Wikimedia Commons. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Christian-krohg-leiv-eriksson.jpg
- L'Anse aux Meadows (Illustration) - World History Encyclopedia. (Sótt 4.03.2025).