Sólin Sólin Rís 07:38 • sest 19:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:49 • Sest 07:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:05 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:03 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:38 • sest 19:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:49 • Sest 07:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:05 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:03 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Tyrkir og hvað þýðir þetta mannsnafn?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað þýðir nafnið Tyrkir? Nafn Þjóðverjans sem fann vínberin á Vínlandi með Leifi Eiríkssyni.

Tyrkir hét fóstri Leifs heppna Eiríkssonar og segir frá honum í fjórða kafla Grænlendinga sögu. Hann var sagður suðurmaður sem er annað heiti yfir Þjóðverja. Kvöld nokkurt fannst hann ekki og kom ekki strax fram við leit en að lokum kom hann á móti þeim. Leifur ávarpaði hann en hann svaraði fyrst á þýsku og skildi hann enginn. Þá talaði hann við þá á norrænu og sagðist hafa fundið vínvið og vínber og reyndist drukkinn. Ekki getur það verið rétt því að nýtínd vínber eru ekki áfeng.

Fornleifar sem hafa verið grafnar upp á Nýfundnalandi sanna að norrænir menn byggðu þar hús. Tyrkir var fóstri Leifs heppna Eiríkssonar og í fjórða kafla Grænlendinga sögu segir að hann hafi fundið vínvið og vínber og verið drukkinn.

Skýring á nafninu er engin til örugg. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:1077) getur sér þess til að norræna heitið Tyrkir sé ummyndun á einhverju þýsku mannsnafni. Þjóðarheitið Tyrkir mun koma fyrst fyrir á 16. öld.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.3.2025

Spyrjandi

Örn Hrafnsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver var Tyrkir og hvað þýðir þetta mannsnafn?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2025, sótt 17. mars 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87128.

Guðrún Kvaran. (2025, 4. mars). Hver var Tyrkir og hvað þýðir þetta mannsnafn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87128

Guðrún Kvaran. „Hver var Tyrkir og hvað þýðir þetta mannsnafn?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2025. Vefsíða. 17. mar. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87128>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Tyrkir og hvað þýðir þetta mannsnafn?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað þýðir nafnið Tyrkir? Nafn Þjóðverjans sem fann vínberin á Vínlandi með Leifi Eiríkssyni.

Tyrkir hét fóstri Leifs heppna Eiríkssonar og segir frá honum í fjórða kafla Grænlendinga sögu. Hann var sagður suðurmaður sem er annað heiti yfir Þjóðverja. Kvöld nokkurt fannst hann ekki og kom ekki strax fram við leit en að lokum kom hann á móti þeim. Leifur ávarpaði hann en hann svaraði fyrst á þýsku og skildi hann enginn. Þá talaði hann við þá á norrænu og sagðist hafa fundið vínvið og vínber og reyndist drukkinn. Ekki getur það verið rétt því að nýtínd vínber eru ekki áfeng.

Fornleifar sem hafa verið grafnar upp á Nýfundnalandi sanna að norrænir menn byggðu þar hús. Tyrkir var fóstri Leifs heppna Eiríkssonar og í fjórða kafla Grænlendinga sögu segir að hann hafi fundið vínvið og vínber og verið drukkinn.

Skýring á nafninu er engin til örugg. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:1077) getur sér þess til að norræna heitið Tyrkir sé ummyndun á einhverju þýsku mannsnafni. Þjóðarheitið Tyrkir mun koma fyrst fyrir á 16. öld.

Heimildir og myndir:

...