Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1320 svör fundust
Hvenær verður næsti sólmyrkvi?
Þetta svar er birt 10. janúar 2001. Kvöldið áður var glæsilegur og langvinnur almyrkvi á tungli og viðraði vel á Reykjavíkursvæðinu til að fylgjast með honum. Tunglmyrkvar verða á fullu tungli og sjást frá allri þeirri hlið jarðar sem þá snýr að tungli og frá sól, með öðrum orðum frá næturhliðinni. Vegna þess að j...
Hvað getið þið sagt mér um jarðíkorna?
Smellið á myndina til að heyra í jarðíkornanum. Jarðíkornar heita chipmunks á ensku og til þeirra teljast 25 tegundir innan ættarinnar Sciuridae. Þeir finnast í Norður-Ameríku og Evrasíu. Sameiginleg einkenni þeirra eru meðal annars feldurinn sem er rauðbrúnn og með hvítri og svartri rönd eftir bakinu og rófan se...
Hvað þýðir SDR í gengisskráningu og hvernig er gengi þess fundið?
SDR er skammstöfun á reiknieiningu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund, IMF) notar. Á ensku er fullt heiti Special Drawing Rights og hefur það verið þýtt sem sérstök dráttarréttindi á íslensku. Gildi SDR er reiknað út frá gengi tiltekinnar körfu þeirra gjaldmiðla sem helst eru notaðir í ...
Hvað er Grikkland stórt og hvað búa margir þar?
Grikkland nær yfir syðsta hluta Balkanskaga og á landamæri í norðri að Albaníu, Makedóníu, Búlgaríu og Tyrklandi. Eitt af einkennum Grikklands er nálægð við sjóinn, en haf umlykur landið á þrjá vegu. Í austri liggur Grikkland að Eyjahafi, að Miðjarðarhafi í suðri og Jónahafi í vestri. Hvergi á Grikklandi eru meir...
Af hverju eru uglur tákn um visku?
Uglan var eitt af kennitáknum viskugyðjunnar Aþenu í grískri goðafræði. Aþena átti að sögn að hafa hrifist af hátíðlegu og íbyggnu yfirbragði uglunnar og þess vegna gert hana að sínu kennitákni. Aþena var einnig stríðsgyðja, gyðja handiðnar og skynsemi. Hún var líka verndari grísku borgarinnar Aþenu. Öll grísk...
Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka?
Hafi bú einstaklings verið tekið til gjaldþrotaskipta kallast sá einstaklingur þrotamaður samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Íslenskur úrskurður um gjaldþrotaskipti gildir almennt ekki í öðrum löndum með sama hætti og hér á landi, sbr. 1. mgr. 6. gr. nefndra laga. Þar kemur fram að heimilt s...
Úr hverju er stál?
Stál er blanda járns og kolefnis og stundum fleiri frumefna. Kolefnisinnihald í stáli er á bilinu 0,1% - 2%. Ef kolefnisinnihald í blöndunni fer yfir 2% kallast efnið steypujárn, pottur eða pottjárn. Þá er það stökkt og ekki er hægt að hamra það til eins og stál og járn. Stál hefur margþætt notagildi, það er no...
Hver er vatnsmesta á Íslands?
Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á rennsli vatnsfalla víðs vegar um landið. Þar kemur fram að meðalrennsli Ölfusár við Selfoss er 400 rúmmetrar á sekúndu (m3/s) á 44 ára tímabili. Næst vatnsmesta á landsins er Þjórsá en samkvæmt sömu heimil...
Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins?
Á fána Evrópusambandsins eru tólf gull-litaðar stjörnur sem mynda hring á bláum fleti. Það er almennur misskilningur að stjörnurnar tákni aðildarlönd sambandsins en það er ekki rétt enda eru löndin nú 28 talsins. *** Fáninn á að tákna sameiningu Evrópu en ekki aðeins aðildarlandanna. Hringurinn er tákn eini...
Hver var þjóðsagnapersónan Ugluspegill?
Till Ugluspegill eða Till Eulenspiegel eins og hann nefnist á frummálinu, er söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Hann var hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið uppi á fyrri hluta 14. aldar. Elsta varðveitta prentaða bókin um Ugluspegil er á þýsku frá árinu 1515 og nefnist hún Skemmtileg saga um T...
Hver er merkingin á bak við orðatiltækið ‘að hleypa í brýnnar’?
Orðasambandið að hleypa í brýnnar er notað um að láta í ljós óánægju eða reiði með því að draga saman augabrúnirnar. Einnig er talað um að hleypa brúnum í sömu merkingu. Ýmsar aðrar sagnir eru notaðar til að lýsa óánægju eða reiði með einhvers konar augngrettum. Vel er þekkt að yggla brýnnar og setja í brýnnar...
Hvað geta gullfiskar orðið gamlir?
Gullfiskar (Carassius auratus) lifðu upphaflega villtir í Austur-Asíu, en tegundin er nú einnig á meðal algengustu skrautfiska sem menn halda í fiskabúrum. Villtir gullfiskar eru yfirleitt ekki gulllitaðir, heldur fremur dökkgráir eða ólífugrænir. Aftur á móti hafa menn ræktað ýmis afbrigði, þar á meðal fiska af h...
Er það rétt að sögnin að nenna sé aðeins til í fáum tungumálum?
Sögnin að nenna ‘hafa dug eða vilja til, vera ólatur við’ kemur þegar fyrir í fornmáli. Hún er til í öðrum Norðurlandamálum og er í færeysku nenna ‘fá sig til einhvers’, nýnorsku nenna í sömu merkingu, í eldri sænsku nänna, nännas ‘hafa hugrekki eða vilja til’, í sænskum mállýskum er merkingin ‘fella sig við, hafa...
Er málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Er það málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski? Það er að segja að þegar maður verkar fiskinn sé flakið kallað kjöt. Orðið kjöt er langoftast notað í merkingunni 'hold (einkum af spendýrum)’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins ein heimild um að kjöt sé...
Hvaðan er forskeytið húna í Húnaflóa komið?
Í heild hljóðar spurningin svona:Er til skýring á því hvaðan forskeytið húna er komið svo úr varð Húnaþing, Húnaver og Húnaflói? Orðið húnn ‚bjarndýrsungi‘ er talið vera í forlið þessara nafna. Í Landnámabók segir frá því að Ingimundur gamli „fann beru (það er birnu) ok húna tvá hvíta á Húnavatni“. „því kallaði...