Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er merkingin á bak við orðatiltækið ‘að hleypa í brýnnar’?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að hleypa í brýnnar er notað um að láta í ljós óánægju eða reiði með því að draga saman augabrúnirnar. Einnig er talað um að hleypa brúnum í sömu merkingu.

Ýmsar aðrar sagnir eru notaðar til að lýsa óánægju eða reiði með einhvers konar augngrettum. Vel er þekkt að yggla brýnnar og setja í brýnnar og eins að láta síga í brýnnar. Eldra og minna þekkt er að bretta brún eða bretta brýnnar.

Í heimild frá 17. öld í seðlasafni Orðabókar Háskólans segir til dæmis: ,,Ungdómurinn ... brettir brún og bregður grön, hversu lítið sem ei fellur að skapi“. Að bregða grön merkir að ‘geifla varirnar (í þrjóskugrettu eða glotti)’.

Að hvessa brýnnar er einnig notað um að láta í ljós óánægju og sömuleiðis að hrukka brýnnar. Ef einhverjum síga brýnnar er hann reiður eða óánægður með eitthvað og það er einnig sá sem lætur síga brún á nef.

Frekara lesefni og mynd

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.7.2006

Spyrjandi

Sigurður Sigurðsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er merkingin á bak við orðatiltækið ‘að hleypa í brýnnar’?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6042.

Guðrún Kvaran. (2006, 1. júlí). Hver er merkingin á bak við orðatiltækið ‘að hleypa í brýnnar’? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6042

Guðrún Kvaran. „Hver er merkingin á bak við orðatiltækið ‘að hleypa í brýnnar’?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6042>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er merkingin á bak við orðatiltækið ‘að hleypa í brýnnar’?
Orðasambandið að hleypa í brýnnar er notað um að láta í ljós óánægju eða reiði með því að draga saman augabrúnirnar. Einnig er talað um að hleypa brúnum í sömu merkingu.

Ýmsar aðrar sagnir eru notaðar til að lýsa óánægju eða reiði með einhvers konar augngrettum. Vel er þekkt að yggla brýnnar og setja í brýnnar og eins að láta síga í brýnnar. Eldra og minna þekkt er að bretta brún eða bretta brýnnar.

Í heimild frá 17. öld í seðlasafni Orðabókar Háskólans segir til dæmis: ,,Ungdómurinn ... brettir brún og bregður grön, hversu lítið sem ei fellur að skapi“. Að bregða grön merkir að ‘geifla varirnar (í þrjóskugrettu eða glotti)’.

Að hvessa brýnnar er einnig notað um að láta í ljós óánægju og sömuleiðis að hrukka brýnnar. Ef einhverjum síga brýnnar er hann reiður eða óánægður með eitthvað og það er einnig sá sem lætur síga brún á nef.

Frekara lesefni og mynd

...