Er til skýring á því hvaðan forskeytið húna er komið svo úr varð Húnaþing, Húnaver og Húnaflói?Orðið húnn ‚bjarndýrsungi‘ er talið vera í forlið þessara nafna. Í Landnámabók segir frá því að Ingimundur gamli „fann beru (það er birnu) ok húna tvá hvíta á Húnavatni“. „því kallaði hann þat Húnavatn“ (Ísl. fornrit I:219 og nm.). Þórhallur Vilmundarson sá hinsvegar húnana í landslaginu við Húnaflóa. Heimild og mynd:
- Íslenzk fornrit I. Íslendingabók. Landnámabók. Reykjavík 1968.
- Free stock photo: Polar Bear, Female, Cubs, Wildlife - Free Image on Pixabay - 674001, sótt 3. 6. 2016.