Er það málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski? Það er að segja að þegar maður verkar fiskinn sé flakið kallað kjöt.Orðið kjöt er langoftast notað í merkingunni 'hold (einkum af spendýrum)’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins ein heimild um að kjöt sé notað um fisk:
svo að kjöt fisksins ekki rifni.Hún er fengin úr blaðinu Norðanfara frá 1862. Íslensk orðabók (2000) nefnir ekki þessa notkun. Ekkert dæmi var finnanlegt í Talmálssafninu. Fáeinir sem ég hef rætt við kannast við þessa notkun og að fiskurinn sé kjötmikill ef flak er þykkt. Mynd:
- File:Sydney Chinatown fish market.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 9.03.2014).