Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær verður næsti sólmyrkvi?

ÖJ

Þetta svar er birt 10. janúar 2001. Kvöldið áður var glæsilegur og langvinnur almyrkvi á tungli og viðraði vel á Reykjavíkursvæðinu til að fylgjast með honum. Tunglmyrkvar verða á fullu tungli og sjást frá allri þeirri hlið jarðar sem þá snýr að tungli og frá sól, með öðrum orðum frá næturhliðinni. Vegna þess að jörðin snýst meðan á myrkvanum stendur sést hann frá meira en helmingi jarðarinnar.

Sólmyrkvar verða hins vegar þegar tungl er nýtt. Alskuggi tunglsins hittir þá jörðina og nær þar yfir takmarkað svæði í senn, en þetta svæði færist eftir jörðinni meðan á myrkvanum stendur. Meginatriðið er að hver sólmyrkvi nær aðeins yfir ákveðið svæði eða belti á yfirborði jarðar.

Næsti sólmyrkvi á jörðinni verður 21. júní 2001. Hann verður almyrkvi og sést á belti sem nær þvert yfir Suður-Atlantshafið, Angólu, Zambíu, Zimbabwe, Mozambique og Madagaskar. Í kringum þetta belti mun sjást deildarmyrkvi.

Í þessu svari á Vísindavefnum er sagt frá næsta sólmyrkva á Íslandi.

Heimild: NASA

Mynd: High Moon

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

10.1.2001

Spyrjandi

Árdís Jónsdóttir

Tilvísun

ÖJ. „Hvenær verður næsti sólmyrkvi?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2001, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1269.

ÖJ. (2001, 10. janúar). Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1269

ÖJ. „Hvenær verður næsti sólmyrkvi?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2001. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1269>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær verður næsti sólmyrkvi?
Þetta svar er birt 10. janúar 2001. Kvöldið áður var glæsilegur og langvinnur almyrkvi á tungli og viðraði vel á Reykjavíkursvæðinu til að fylgjast með honum. Tunglmyrkvar verða á fullu tungli og sjást frá allri þeirri hlið jarðar sem þá snýr að tungli og frá sól, með öðrum orðum frá næturhliðinni. Vegna þess að jörðin snýst meðan á myrkvanum stendur sést hann frá meira en helmingi jarðarinnar.

Sólmyrkvar verða hins vegar þegar tungl er nýtt. Alskuggi tunglsins hittir þá jörðina og nær þar yfir takmarkað svæði í senn, en þetta svæði færist eftir jörðinni meðan á myrkvanum stendur. Meginatriðið er að hver sólmyrkvi nær aðeins yfir ákveðið svæði eða belti á yfirborði jarðar.

Næsti sólmyrkvi á jörðinni verður 21. júní 2001. Hann verður almyrkvi og sést á belti sem nær þvert yfir Suður-Atlantshafið, Angólu, Zambíu, Zimbabwe, Mozambique og Madagaskar. Í kringum þetta belti mun sjást deildarmyrkvi.

Í þessu svari á Vísindavefnum er sagt frá næsta sólmyrkva á Íslandi.

Heimild: NASA

Mynd: High Moon ...