Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Till Ugluspegill eða Till Eulenspiegel eins og hann nefnist á frummálinu, er söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Hann var hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið uppi á fyrri hluta 14. aldar.
Elsta varðveitta prentaða bókin um Ugluspegil er á þýsku frá árinu 1515 og nefnist hún Skemmtileg saga um Till Ugluspegil. Þættir úr þessari bók voru nokkuð þýddir á 16. öld, meðal annars á ensku um 1520, á frönsku árið 1532 og á latínu árið 1558.
Sögurnar af Ugluspegli eru skyldar svonefndum skálkasögum sem einnig eru nefndar prakkarasögur og eiga upphaf sitt á Spáni á 16. öld.
Skálkurinn er oftast flækingur og form sagnanna er yfirleitt fyrstu persónu frásögn af ævi hans í laustengdum frásagnarþáttum. Stundum eru ævintýrin þó rakin af persónu sem segist hafa komist yfir æviatriði prakkarans. Kunnar skálkasögur er til dæmis Lazarus frá Tormes og Don Kíkóti sem Guðbergur Bergsson hefur þýtt á íslensku.
Sögur af Ugluspegli hafa komið út í íslenskri þýðingu, árin 1934 og 1956. Hér er hægt að lesa Skemmtilega sögu um Till Ugluspegil á þýsku.
Heimild og mynd: