Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7588 svör fundust
Hvers vegna geispum við?
Þetta efni er greinilega mörgum hugleikið. Aðrir sem hafa sent okkur sömu eða sambærilega spurningu eru Eggert Helgason, Guðmundur Þorsteinsson, Stefán Már Haraldsson, Jóhann Waage og Jónas Beck.Spurningin um hvers vegna dýr, og þar með menn, geispa er ennþá að valda vísindamönnum erfiðleikum. Þó eru til þrjár meg...
Ef báðir foreldrar falla frá ungu barni hver fær þá forsjána? Geta foreldrarnir tilnefnt guðforeldra og mundi ríkið fylgja óskum þeirra?
Hér er einnig svarað spurningu frá Kristínu Friðjónsdóttur um sama efni sem hljóðaði svona: Hvert er hlutverk guðforeldra? Eru það guðforeldrar sem annast barnið, ef báðir foreldrar falla frá? Ef ekki, eftir hverju fer það þá?Samkvæmt nýjum barnalögum sem taka gildi 1. nóvember 2003 geta forsjárforeldrar ákveðið h...
Hvað hefði gerst ef öndvegissúlurnar hefðu skolast til Grænlands?
Fyrst og fremst hefðu þrælar Ingólfs alls ekki fundið súlurnar á gönguferð sinni meðfram strönd Íslands til vesturs frá Ingólfshöfða. Þeir hefðu nefnilega hvorki getað látið sér detta í hug að sigla áfram vestur á bóginn til Grænlands né heldur hefðu þeir ráðið við það í beinu framhaldi af erfiðri ferð til Íslands...
Af hverju eru strákar svona hrifnir af brjóstum?
Frá sjónarhóli líffræðinnar er helsti tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmin. Brjóst kvenna eru þó líka eitt mest áberandi kyneinkenni þeirra. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram til að reyna að útskýra af hverju brjóst eru mun meira áberandi hjá kvenkyni manna en hjá öðrum spendýrum. Í svari Þu...
Eru mörgæsir í útrýmingarhættu?
Stofnar núlifandi mörgæsa eru misvel á sig komnir. Sumar tegundir, til dæmis macaronimörgæsin, telja nokkrar milljónir einstaklinga en öðrum tegundum hefur hrakað svo að þær eru komnar á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Í opinberum gagnabanka um dýr í útrýmingarhættu (e. Red Data Book) eru 12 mörgæsategundir...
Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?
Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að ...
Hversu stór og af hvaða ætt er kolmunni?
Kolmunni (Micromesistius poutassou, e. blue whiting) er af þorskfiskaætt (Gadidae) eins og nokkrir af þekktustu nytjafiskum Íslandsmiða, svo sem þorskur (Gadus morhua), ýsa (Melanogrammus aeglefinus), ufsi (Pollachius virens) keila (Brosme brosme) og langa (Molva molva). Kolmunni getur orðið allt að 50 cm á le...
Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða?
Líkt og á við um fjölmargar aðrar tegundir katta er hlébarðinn (Panthera pardus) tiltölulega ung tegund. Talið er að fyrir rúmlega átta milljón árum hafi orðið klofningur milli tegunda sem síðan þróuðust í tvær meginlínur stórkatta, annars vegar ættkvíslina Neofelix og hins vegar ættkvíslina Panthera. Núlifand...
Er óhætt fyrir astmasjúklinga að nota innöndunarlyf sem veikja ónæmiskerfi á meðan COVID-19-faraldurinn gengur yfir?
Daði spurði upprunalega um tvennt sem tengist sjúkdómnum COVID-19. Hér er seinni hluta spurningarinnar svarað en öll spurningin var svona: Er vitað á þessari stundu hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) auka líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu? Veikja innöndunarlyf eins og V...
Getur þú sagt mér eitthvað um kómódódreka?
Kómódódrekinn eða eyjafrýna (Varanus komodoensis, e. Komodo dragon) er kenndur við eyjuna Kómódó undan ströndum Súmötru í Indónesíu, en þar og á nokkrum nágrannaeyjum meðal annars Rinca, Padar, Flores, Gili Motang og Owadi Sami, á hann heimkynni sín. Drekinn gengur undir mörgum heitum meðal eyjaskeggja til að myn...
Mætti ég fá að vita sem allra mest um afríska villihundinn?
Fyrr á tímum náði útbreiðsla afríska villihundsins (Lycaon pictus) um alla Afríku utan þétts skóglendis og eyðimarka. Í dag takmarkast útbreiðsla hans aðallega við lönd í suðurhluta álfunnar, Namibíu, Botsvana, Mósambík, Zimbabwe, Svasíland og Suður-Afríku. Afríski villihundurinn er meðalstórt rándýr, á bilin...
Hvernig er gróðurfarið í Norður-Ameríku?
Í þessu svari er miðað við að mörkin á milli Norður- og Suður-Ameríku liggi um Panamaeiðið en stundum eru notuð önnur viðmið eins og greint er frá í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku? Í norðri nær Norður-Ameríka að heimskautaströndum Al...
Getur vatn brunnið?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju slekkur vatn eld ef vetni er eldfimt og súrefni nauðsynlegt fyrir eld? Af hverju er ekki hægt að kveikja í vatni, það er bæði hægt að kveikja í vetni og súrefni en hvers vegna ekki vatni? Vatnsameind er uppbyggð af einni súrefnisfrumeind (O) og tveimur...
Er rétt að menn reyni að þagga niður í fólki sem segjast hafa séð geimverur?
Við vitum ekki til þess að reynt sé sérstaklega að þagga niður í fólki sem segist hafa séð geimverur. Að minnsta kosti er ekki erfitt að finna frásagnir fólks sem segist hafa séð geimverur eða fljúgandi furðuhluti. Það er einfalt að finna þannig sögur með því að leita á Netinu með réttum leitarorðum. Hér eru no...
Hversu gömul varð Guðrún Ósvífursdóttir í Laxdæla sögu?
Í Íslendingasögum kemur sjaldan fram nákvæmlega hversu gamlar persónurnar urðu enda er hið kristna tímatal ekki notað að ráði í þessari bókmenntagrein. Í Laxdæla sögu er þó sagt að Snorri goði hafi orðið 67 ára og í Egils sögu kemur fram að Egill Skalla-Grímsson komst á níræðisaldur. En það er undantekning fremur ...