Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 722 svör fundust
Hvort er betra að reykja rafrettur eða sígarettur?
Nánast allt er skaðminna en að halda áfram að reykja. Í því ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið. Rafrettan er að öllum líkindum mun skárri kostur en sígarettur en enn er of stuttur tími síðan þær komu á markað...
Hvað er líkt með atferli hunda og úlfa?
Úlfar (Canis lupus) og hundar eru náskyldar tegundir enda eru margir dýrafræðingar á því að hundurinn sé deilitegund úlfsins og beri því fræðiheitið Canis lupus familiaris. Aðrir dýrafræðingar vilja hins vegar flokka hundinn sem sérstaka tegund innan ættkvíslarinnar Canis en þá er tegundarheitið Canis familiaris. ...
Hver verða endalok sólarinnar og hvert förum við í kjölfarið?
Sólin okkar varð til fyrir um 4,6 milljörðum ára. Sólin er gríðarstór og er orkuforði hennar nægjanlegur til þess að hún skíni skært næstu fimm milljarða ára eða svo. Þegar kemur að endalokunum mun sólin í fyrstu umbreyta helíni í þyngri frumefni á borð við kolefni, nitur og súrefni og þenjast við það út. Þega...
Hvernig ganga reikistjörnur um sólir í tvístirna sólkerfum?
Tvístirni samanstendur af tveimur sólstjörnum sem snúast um sameiginlega massamiðju sína. Mögulegar brautir reikistjarna í tvístirnum fer mikið eftir fjarlægðinni á milli sólstjarnanna sem getur verið allt frá því að vera minni en braut jarðar um sólu upp í mörg hundruð sinnum sú fjarlægð. Tvær tegundir af bra...
Hvað er fullveldi?
Fullveldi er oftast notað yfir stjórnskipulegt sjálfstæði – með öðrum orðum það að vald til að taka ákvarðanir sé hjá innlendum stofnunum og aðilum sem sæki valdið ekkert annað. Þetta er líka hægt að orða þannig að fullvalda ríki fari með æðsta vald í öllum málum á yfirráðasvæði sínu og sæki það ekki til neins an...
Dreymir dýr? Eru til rannsóknir á draumum dýra?
Rannsóknir á svefni dýra eru fyrst og fremst byggðar á atferlisathugunum en einnig, þar sem því verður við komið, á beinum mælingum. Þá eru mældir ýmsir lífeðlisfræðilegir þættir, þar á meðal heilarit, vöðvaspenna, öndun og hjartarit. Aðeins lítið brot af fjölskrúðugri tegundamergð dýraríkisins hefur verið sko...
Hvernig er hægt að rökstyðja þá fullyrðingu að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni?
Nógu langur tími er liðinn frá því að Jón Arason var uppi til þess að engin ástæða er til að draga þessa fullyrðingu í efa. Ef hver afkomandi Jóns á að meðaltali 3 börn sem eignast aftur börn, og tvítalningar eru undanskildar, þá gengur dæmið þokkalega upp. Hér verður að sinni fjallað um þessa spurningu...
Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt?
Af samhengi má ráða að spyrjandi á við jarðvarma þegar hann talar um orku jarðarinnar. Meginástæðan er sennilega sú hve ódýr olían er enn þá. Þegar olíukreppan reið yfir á 8. áratugnum jókst mjög áhugi Vesturlandabúa á endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem vindorku, sólarorku og fleira. Þegar svo tókst að knýja olíu...
Hvað getið þið sagt mér um gráa forneskju sem var á undan frumlífsöld og upphafsöld?
Við höfum fjallað töluvert um ýmis tímabil og tímaskeið á Vísindavefnum, allt frá upphafi alheimsins með Miklahvelli og inn í framtíðina, til dæmis í svörum við spurningunum Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar? og Er líklegt að hægt verði að smíða flugbíla í framtíðinni? Um sum tímaskeið er a...
Hvernig getur þú soðið egg í nákvæmlega 9 mínútur með tveimur stundaglösum þar sem annað mælir 4 mínútur og hitt 7 mínútur?
Ætla má að spyrjandi hafi ekki í huga að sjóða egg með þessari aðferð, heldur sé spurningin frekar hugsuð sem heilabrot. Í svarinu verður þess vegna gengið út frá eftirfarandi: Sandurinn í stundaglösunum rennur alltaf niður með sama hraða. Hægt er að snúa stundaglösunum við „óendanlega hratt“, án þess að nokku...
Heyra fiskar hljóð og hafa þeir eitthvað jafnvægisskyn?
Fiskar hafa kvarnir eða eyrnasteina en það eru litlar steinagnir sem finnast í pokalaga líffærum eða skjóðum í innra eyra allra beinfiska (Osteichthyes). Kvarnirnar eru í þremur vökvafylltum hólfum í innri eyrunum beggja megin við aftari hluta heilans og eru því sex talsins (þrjú pör). Veggir hólfanna eru alsettir...
Hvað er nóróveira?
Hugtakið nóróveirur er notað sem samheiti yfir nokkrar gerðir af skyldum veirum sem valda iðrasýkingum í mönnum. Þessar veirur hafa einnig verið kallaðar Norwalk-veirur. Nóróveira greindist fyrst eftir að hafa valdið faraldri iðrasýkinga í skóla í Norwalk í Ohio í Bandaríkjunum árið 1968. Í kjölfar þessa greindust...
Geta lýs fylgt nýju parketi?
Svonefnd parketlús (Dorypteryx domestica) lifir alfarið innanhúss, í híbýlum, og er á ferli allt árið á öllum þroskastigum. Hún lifir á myglusveppum öðru fremur, einkum í nýbyggðum húsum þar sem parket hefur verið lagt á gólf fyrr en skynsamlegt er. Skilyrði skapast fyrir sveppagróður undir parketi þar sem það hef...
Hvað geta ísbirnir lifað lengi án matar?
Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru afskaplega harðgerðar skepnur og geta lifað lengi án matar. Hversu lengi fer þó að nokkru eftir því hversu gott líkamlegt ástand bjarndýrsins er við upphaf föstu. Helsta fæða hvítabjarna eru selir sem þeir veiða á ís. Fæða getur því verið af mjög skornum skammti yfir sumar- og...
Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið, af hverju höldum við jólin ekki þá?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið en af hverju eru jólin ekki þá? Af hverju tók kirkjan yfir þessa vetrarhátíð? Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist og gerir kirkjan ekkert endilega ráð fyrir því að það hafi verið 25. desember. Heimildir dygðu engan veginn til að ákvar...