Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er betra að reykja rafrettur eða sígarettur?

Lára G. Sigurðardóttir

Nánast allt er skaðminna en að halda áfram að reykja. Í því ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið.

Rafrettan er að öllum líkindum mun skárri kostur en sígarettur en enn er of stuttur tími síðan þær komu á markaðinn til að draga afdráttarlausar ályktanir. Rannsóknir hafa sýnt að aðrir nikótíngjafar eru ekki síðri til árangurs til að skipta út fyrir sígarettureykingar. Fólk er því hvatt til að reyna frekar aðrar leiðir en rafrettur þegar það ákveður að hætta að reykja. Ef allt annað þrýtur, er betra að nota rafrettur en sígarettur.

Rafrettur eru aðallega notaðar í þeim tilgangi að koma í staðinn fyrir sígarettur en þar sem enn eru ekki nægileg vitneskja um öryggi þeirra er enn mælt með að nota önnur nikótínlyf frekar en rafrettur.

Mikilvægt er að hafa í huga aðeins er rúmur áratugur síðan rafrettur komu fyrst á markað í Kína og enn styttra síðan þær urðu fáanlegar í vestrænum löndum. Það er því allt of snemmt að segja til um mögulega skaðsemi þeirra. Ætla má að það taki að minnsta kosti tuttugu ár til viðbótar áður en langtíma heilsufarsafleiðingar af notkunar rafretta koma í ljós. Rétt er að hafa í huga að sígarettur voru taldar skaðlausar þegar notkun þeirra jókst í seinni heimstyrjöldinni.

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru rafrettur hættulegar? hafa fundist krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni í rafrettuvökvum. Styrkur þessara efna er þó mun minni en í sígarettureyk en meiri en í nikótínlyfjum.

Ef tilgangurinn með rafrettureykingum er ekki nikótínfíkn heldur félagslegur eða að maður hafi þörf fyrir að hafa eitthvað í munninum þá er mun hollara að naga rör eða gulrót!

Mynd:

Höfundur

Lára G. Sigurðardóttir

læknir og doktor í lýðheilsuvísindum

Útgáfudagur

22.2.2016

Síðast uppfært

13.9.2017

Spyrjandi

Jónína Petra Úlfsdóttir

Tilvísun

Lára G. Sigurðardóttir. „Hvort er betra að reykja rafrettur eða sígarettur?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71637.

Lára G. Sigurðardóttir. (2016, 22. febrúar). Hvort er betra að reykja rafrettur eða sígarettur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71637

Lára G. Sigurðardóttir. „Hvort er betra að reykja rafrettur eða sígarettur?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71637>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er betra að reykja rafrettur eða sígarettur?
Nánast allt er skaðminna en að halda áfram að reykja. Í því ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið.

Rafrettan er að öllum líkindum mun skárri kostur en sígarettur en enn er of stuttur tími síðan þær komu á markaðinn til að draga afdráttarlausar ályktanir. Rannsóknir hafa sýnt að aðrir nikótíngjafar eru ekki síðri til árangurs til að skipta út fyrir sígarettureykingar. Fólk er því hvatt til að reyna frekar aðrar leiðir en rafrettur þegar það ákveður að hætta að reykja. Ef allt annað þrýtur, er betra að nota rafrettur en sígarettur.

Rafrettur eru aðallega notaðar í þeim tilgangi að koma í staðinn fyrir sígarettur en þar sem enn eru ekki nægileg vitneskja um öryggi þeirra er enn mælt með að nota önnur nikótínlyf frekar en rafrettur.

Mikilvægt er að hafa í huga aðeins er rúmur áratugur síðan rafrettur komu fyrst á markað í Kína og enn styttra síðan þær urðu fáanlegar í vestrænum löndum. Það er því allt of snemmt að segja til um mögulega skaðsemi þeirra. Ætla má að það taki að minnsta kosti tuttugu ár til viðbótar áður en langtíma heilsufarsafleiðingar af notkunar rafretta koma í ljós. Rétt er að hafa í huga að sígarettur voru taldar skaðlausar þegar notkun þeirra jókst í seinni heimstyrjöldinni.

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru rafrettur hættulegar? hafa fundist krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni í rafrettuvökvum. Styrkur þessara efna er þó mun minni en í sígarettureyk en meiri en í nikótínlyfjum.

Ef tilgangurinn með rafrettureykingum er ekki nikótínfíkn heldur félagslegur eða að maður hafi þörf fyrir að hafa eitthvað í munninum þá er mun hollara að naga rör eða gulrót!

Mynd:

...