Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 958 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Hvernig reikna ég út mitt kolefnisspor?

Kolefnisspor er sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári. Kolefnisspor er yfirleitt gefið upp í tonnum koltvísýringsgilda (tonn CO2-ígilda). Þegar um einstaklinga er að ræða er þetta meðal annars vegna ferðalaga, matarvenja, or...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða hnapphelda er það sem sumir eru komnir í?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan er orðatiltækið að fara í „hnapphelduna“ komið? Hnapphelda er haft til að setja á framfætur hests til að koma í veg fyrir strok. Í Iðnsögu Íslendinga (II 1943:25) eru lýsingar á því hvernig hnappheldan var oftast gerð. Þær voru unnar ýmist úr hrosshári eða ullarúrga...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig verður sjálfsmynd faghópa til og hvernig má styrkja hana?

Rannsóknir á faghópum eiga sér langa hefð í félagsfræði og er sjálfsmynd faghópanna þar veigamikill þáttur. Fyrsta skeið faghóparannsókna, sem hófst á fjórða áratugnum, einkenndist af nokkurs konar flokkunar- eða skilgreiningaráráttu. Fræðimenn leituðu að hinum sönnu eiginleikum sem gerðu starfsstétt að faghópi og...

category-iconFornfræði

Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?

Svarið er já en þó er að ýmsu að gæta. Í fyrsta lagi ber að hafa varann á þegar alhæft er um Forngrikki. Fornöld var langur tími. Frá ritun Hómerskviða um miðja 8. öld f.Kr. til loka fornaldar liðu rúmlega 1200 ár. Á þessum langa tíma héldust ekki öll viðhorf óbreytt. Heimildir okkar um Aþenu eru einnig miklu ríka...

category-iconBókmenntir og listir

Er einhvers staðar fjallað um norðurljós í Íslendingasögunum?

Spurningin í fullri lengd var: Er einhvers staðar fjallað um norðurljós í Íslendingasögunum? Hvað með aðrar heimildir frá miðöldum? Á norðurljós er hvergi minnst með beinum hætti í Íslendingasögum, sem sumar hverjar fela þó í sér frásagnir af yfirnáttúrlegum eða óútskýrðum eldum. Meðal þeirra eru haugaeldar...

category-iconLögfræði

Hvers vegna er þjóðkirkja enn við lýði á Íslandi?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi? kemur fram að um miðja 19. öld hafi gild rök staðið til að hér kæmist á þjóðkirkja. Í því fólst þrátt fyrir allt trúarpólitísk tilslökun sem meðal annars kom fram í aukinni aðgreiningu milli ríkis og kirkju. Síðan þá hafa miklar brey...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er til öflugri sprenging sem er hrundið af stað af mannavöldum en kjarnorkusprenging?

Svarið er nei; menn hafa ekki smíðað öflugra vopn en vetnissprengju og sem betur fer ekki fyrirsjáanlegt að þeir muni gera það í náinni framtíð. Kjarnorkan, nánar tiltekið kjarnasamruni, er líka langöflugasta orkulind sólkerfisins. Kjarnorkusprengjur eru í meginatriðum tvenns konar. Sprengjur sem byggjast á kja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju var hætt að framleiða Wankel-vélina sem var notuð í einni gerð af Mösdu?

Felix Wankel hannaði svokallaða Wankel-vél 1954. Vélin er ólík öðrum bílvélum að því leyti að í stað stimpla er hvelfdur þríhyrningur inni í næstum sívölu rými. Þríhyrningurinn snýst þegar eldsneytið brennur í holum milli hans og innri veggja sívalingsins (sjá mynd). Wankel-vélin er fyrirferðarlítil og létt mið...

category-iconStærðfræði

Hvort eru fleiri mínus- eða plústölur í talnakerfi okkar?

Fyrir hverja jákvæða tölu er alltaf hægt að finna eina neikvæða, nefnilega með því að setja mínus fyrir framan hana. Fyrir hverja neikvæða tölu má eins finna eina jákvæða, með því að taka mínusinn burt. Auk þess fær maður aldrei sömu neikvæðu töluna fyrir tvær mismunandi jákvæðar tölur og öfugt. Þannig er hægt að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju teljast villikettir ekki til villtra spendýra á Íslandi?

Til að dýrategund teljist ný í dýrafánu hvers lands þarf hún í fyrsta lagi að geta dregið fram lífið á landsins gæðum og í öðru lagi að geta tímgast á nýja staðnum. Fræðimenn sem fjalla um þessa grein líffræðinnar gera skýran greinarmun á svokölluðum flækingum sem berast inn á ákveðin svæði og þeim dýrum sem e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var bókstafurinn 'é' tekinn upp í íslensku í stað 'je' og af hverju er 'je' enn notað í ýmsum orðum?

Bókstafurinn é var notaður í mörgum elstu handritum frá um 1200 og fram á 14. öld til þess að tákna lengd sérhljóðs. Bókstafurinn é fékk síðar framburðinn íe og síðar je og á 14. öld er farið að skrifa ie í stað é. Sú venja hélst ærið lengi. Eggert Ólafsson skrifaði stafsetningarreglur árið 1762 þar sem hann mælti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fyrir hvað stendur upphrópunarmerkið, '!', í líkindareikningi?

Í líkindareikningi, sem og öðrum greinum stærðfræðinnar, er upphrópunarmerkið notað á eftir tölu til að tákna margfeldi tölunnar sem það stendur við og allra náttúrulegra talna sem eru minni en talan sjálf. Táknið er lesið „hrópmerkt“ þannig að n! er sagt vera n hrópmerkt. Um þetta gildir til dæmis:3! = 3 · 2 · 1 ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig fer passaskoðun fram þegar strangtrúaðar múslimakonur með blæju fyrir andlitinu eiga í hlut?

Eins og kunnugt er bera sumar strangtrúaðar múslimskar konur blæju sem þekur ekki eingöngu hár þeirra og axlir heldur einnig andlit þeirra. Ef ferðamenn eru þannig til fara liggur það í hlutarins eðli að erfitt er fyrir lögreglu og útlendingaeftirlit að sannreyna að manneskjan sem fer í gegnum vegabréfsskoðunina s...

category-iconLæknisfræði

Hver er tíðni sykursýkistegundar II á Íslandi?

Sykursýki (Diabetes Mellitus) er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Sjúkdómurinn kemur fram þegar briskirtillinn framleiðir of lítið insúlín eða þegar líkaminn getur ekki nýtt sér það insúlín sem brisið framleiðir. Til eru tvær tegundir sykursýki: tegund 1 er insúlínháð sykurs...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Arban?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver var Arban? Eina sem ég veit um hann er að hann samdi tónlistarbók sem er enn notuð. Jean Babtiste Arban er frægastur fyrir að hafa veitt kornetthljóðfærinu brautargengi, bæði með snjöllum leik sínum og kennsluaðferðum sem nefnast 'aðferð Arbans'. Arban fæddist 28. feb...

Fleiri niðurstöður