Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju var hætt að framleiða Wankel-vélina sem var notuð í einni gerð af Mösdu?

Páll Valdimarsson

Felix Wankel hannaði svokallaða Wankel-vél 1954. Vélin er ólík öðrum bílvélum að því leyti að í stað stimpla er hvelfdur þríhyrningur inni í næstum sívölu rými. Þríhyrningurinn snýst þegar eldsneytið brennur í holum milli hans og innri veggja sívalingsins (sjá mynd).

Wankel-vélin er fyrirferðarlítil og létt miðað við afl. Hins vegar er

brunahol hennar óheppilega lagað, yfirborð þess er mikið miðað við rúmmál (besta lögun brunahols er kúla, minnst yfirborð á rúmmálseiningu). Það þýðir að vélin krefst mikillar kælingar og eyðir miklu eldsneyti.

Oftast eru það markaðs- og peningalegar ástæður sem ráða því hvort vél er framleidd. Wankel-vélin eyðir meira en sambærileg hefðbundin stimpilvél, og framleiðir þess vegna meira af mengunarefnum og gróðurhúsagastegundum. Hún er frábrugðin hefðbundum vélum, og krefst því sérhæfðs framleiðslubúnaðar, sem aftur krefst þess að margar vélar séu framleiddar, þannig að framleiðslukostnaður verði nægjanlega lágur. Þetta þurfa kostirnir, mikið afl og létt vél, að vega upp.

Þar að auki reyndist mjög erfitt að hanna endingargóðar þéttingar við völt vélarinnar (þéttingar sem svara til stimpilhringja í hefðbundinni stimpilvél), og vildu þær gefa sig eftir stutta notkun. Allt þetta hefur orðið þess valdandi að framleiðendurnir Mazda og Audi-NSU hafa báðir sagt: hingað og ekki lengra, þetta er ekki þess virði.

[Viðbót Ritstjórnar]

Dyggur lesandi benti okkur nýlega á að Mazda hefur ekki alveg hætt að framleiða Wankel-vélar. Mazda RX-7 sportbíllinn, sem enn er framleiddur fyrir Japansmarkað, er með Wankel vél, og hugmyndir eru uppi um fjórðu kynslóð þeirra bíla. Þá stefnir fyrirtækið á að setja á markað sportbílinn RX-8 með nýrri kynslóð Wankel-véla.

Fyrir áhugasama bendum við á tengla:

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Wankel-vél - Sótt 28.07.10

Höfundur

prófessor í verkfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.11.2000

Spyrjandi

Eiríkur Böðvar Rúnarsson, f. 1986

Tilvísun

Páll Valdimarsson. „Af hverju var hætt að framleiða Wankel-vélina sem var notuð í einni gerð af Mösdu?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1189.

Páll Valdimarsson. (2000, 28. nóvember). Af hverju var hætt að framleiða Wankel-vélina sem var notuð í einni gerð af Mösdu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1189

Páll Valdimarsson. „Af hverju var hætt að framleiða Wankel-vélina sem var notuð í einni gerð af Mösdu?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1189>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju var hætt að framleiða Wankel-vélina sem var notuð í einni gerð af Mösdu?
Felix Wankel hannaði svokallaða Wankel-vél 1954. Vélin er ólík öðrum bílvélum að því leyti að í stað stimpla er hvelfdur þríhyrningur inni í næstum sívölu rými. Þríhyrningurinn snýst þegar eldsneytið brennur í holum milli hans og innri veggja sívalingsins (sjá mynd).

Wankel-vélin er fyrirferðarlítil og létt miðað við afl. Hins vegar er

brunahol hennar óheppilega lagað, yfirborð þess er mikið miðað við rúmmál (besta lögun brunahols er kúla, minnst yfirborð á rúmmálseiningu). Það þýðir að vélin krefst mikillar kælingar og eyðir miklu eldsneyti.

Oftast eru það markaðs- og peningalegar ástæður sem ráða því hvort vél er framleidd. Wankel-vélin eyðir meira en sambærileg hefðbundin stimpilvél, og framleiðir þess vegna meira af mengunarefnum og gróðurhúsagastegundum. Hún er frábrugðin hefðbundum vélum, og krefst því sérhæfðs framleiðslubúnaðar, sem aftur krefst þess að margar vélar séu framleiddar, þannig að framleiðslukostnaður verði nægjanlega lágur. Þetta þurfa kostirnir, mikið afl og létt vél, að vega upp.

Þar að auki reyndist mjög erfitt að hanna endingargóðar þéttingar við völt vélarinnar (þéttingar sem svara til stimpilhringja í hefðbundinni stimpilvél), og vildu þær gefa sig eftir stutta notkun. Allt þetta hefur orðið þess valdandi að framleiðendurnir Mazda og Audi-NSU hafa báðir sagt: hingað og ekki lengra, þetta er ekki þess virði.

[Viðbót Ritstjórnar]

Dyggur lesandi benti okkur nýlega á að Mazda hefur ekki alveg hætt að framleiða Wankel-vélar. Mazda RX-7 sportbíllinn, sem enn er framleiddur fyrir Japansmarkað, er með Wankel vél, og hugmyndir eru uppi um fjórðu kynslóð þeirra bíla. Þá stefnir fyrirtækið á að setja á markað sportbílinn RX-8 með nýrri kynslóð Wankel-véla.

Fyrir áhugasama bendum við á tengla:

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Wankel-vél - Sótt 28.07.10...