Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til?

Vignir Már Lýðsson

Samkvæmt opinberum fyrirtækjaskrám í Þýskalandi er miðað við að fyrirtækið Bayerische Motoren Werke (BMW) hafi verið stofnað þann 7. mars árið 1916. Það hét þó ekki BMW í fyrstu heldur BFW sem stóð fyrir Bayernische Flugzeugwerke (Flugvélaverksmiðja Bæjaralands). Árið 1922 keypti fjárfestirinn Camillo Castiglioni hreyflaverksmiðju fyrirtækis sem borði hafði nafnið BMW frá árinu 1917 og sameinaði BFW undir nafninu BMW.

Þótt miðað sé við að BMW hafi verið stofnað árið 1916 má rekja upphaf fyrirtækisins allt aftur til ársins 1913 þegar Karl Rapp stofnaði fyrirtækið Rapp Motoren werke (RM) í München, höfuðborg sambandslandsins Bæjaralands í Þýskalandi. Árið 1917 var nafni þess breytti BMW. Ári síðar var fyrirtækið sett á markað undir nafninu BMW AG en skammstöfunin AG stendur fyrir Aktiengesellschaft eða hlutafélag (Hf).

Höfuðstöðvar BMW eru í líki fjögurra strokka vélar og eru staðstettar í München.

Í upphafi fyrri heimsstyrjaldar hóf fyrirtæki Karls Rapps samstarf við flugvélahreyflafyrirtækið Gustav Otto Flugmaschinenwerke (GOF) sem var í eigu flugvélasmiðsins Gustav Otto (1883-1926). GOF lenti í fjárhagskröggum en með aðkomu nýrra fjárfesta var stofnað nýtt fyrirtæki þann 7. mars 1916 og fékk það nafnið Bayerische Flugzeugwerke (BFW). Það breyttist þó 1922 þegar fjárfestirinn Camillo Castiglioni, sem átti meirihluta í BFW og hafði áður átt hlut í BMW en losað sig við hann, keypti aftur hlut í BMW. Nafnið og vörumerkið fylgdu með í kaupunum og flutti Castiglioni það yfir á BFW en hið gamla BMW (sem upphaflega var RM) hét eftir þetta Süddeutsche Bremsen.

Í upphafi framleiddi BMW hið eldra aðeins flugvélahreyfla. Árið 1917 komst verkfræðingurinn Max Friz (1883-1966) til metorða hjá fyrirtækinu með þróun nýs þrýstiloftshreyfils. Flugvél með þessum hreyfli bætti þáverandi heimsmet í háflugi en hún komst upp í 9.760 metra hæð. Fyrri heimsstyrjöldin var fyrirtækinu bæði happ og ólán, það byggðist upp í kringum framleiðslu á flugvélahreyflum fyrir þýska herinn en með Versalasamningnum sem undirritaður var árið 1919 skuldbundu Þjóðverjar sig til þess að hætta allri flugvélaframleiðslu næstu fimm árin. Flugvélahreyflar voru eina framleiðsluvara BMW og varð fyrirtækið því að færa sig inn á aðrar brautir. Það var hins vegar flugvélahreyflahlutinn sem Castiglioni tók með sér yfir til BFW þegar hann klauf fyrirtækið árið 1922.

R32, fyrsta mótorhjólið frá BMW kom fram árið 1923.

Þegar Castiglioni sameinaði sinn hluta BMW við BFW undir fyrra nafninu fylgdu með nokkrir lykilmenn BMW með, þeirra á meðal áðurnefndur Max Friz. Flugvélaiðnaðurinn hafði verið í lægð með tilheyrandi áhrifum á fyrirtækið en árið kom Max Friz fyrirtækinu til bjargar með þróun fyrsta mótorhjóls BMW og nefndist það R32. Árið eftir var flugvélasmíðibanninu aflétt af Þjóðverjum og hélt fyrirtækið þá áfram framleiðslu þeirra.

Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1929 að fyrsti bíllinn frá BMW, 3/15 PS, kom á markað. Hann var í raun ekki BMW bíll því hönnun hans var keypt af Austin Motor fyrirtækinu. Þessi gerð var útfærð frekar af BMW og kom á markað árið 1932 undir heitinu AM1 (Automobilkonstruktion München Nr. 1). Fyrsti bíllinn sem að öllu leyti var hannaður af verkfræðingum BMW kom ári síðar eða 1933. Hönnuður hans var Fritz Fiedler (1899–1972) en sama ár dró fyrirtækið úr framleiðslu bíla og mótorhjóla en jók flugvélahreyflaframleiðsluna.

Þrátt fyrir minni áherslu á bílahönnun litu nokkrir nýir bílar dagsins ljós. Á árunum 1935-1937 komu þrjár nýjar gerðir BMW bíla á markað, meðal annars hin byltingakennda 328 gerð. Hún átti góðu gengi að fagna í kappakstri og með tilkomu hennar festi BMW sig í sessi sem sportbílaframleiðandi. Lausleg talning Vísindavefsins leiddi í ljós að frá upphafi hafa tæplega 100 gerðir BMW bifreiða komið á markað.

BMW 328.

Þýskir bílar eru þekktir um heim allan og hér á landi eru þeir allvinsælir. Fyrir utan BMW má nefna Mercedes-Benz, Audi, Opel, Porsche, Smart, Maybach og Volkswagen en í þessu svari má lesa sögu Volkswagenbjöllunnar. Tvisvar á ári gerir félagið ADAC sem er eins konar félag þýskra bifreiðaeigenda viðhorfskönnun meðal þýskra bílanotenda. Þar kemur meðal annars fram að Mercedes-Benz hefur sterkustu tegundarímyndina en fast á hæla hans koma Audi og BMW. Þessar tegundir eru einnig þær tæknilega fullkomnustu samkvæmt könnuninni ásamt því að bilanatíðni í þeim er minnst. Volkswagen er algengasti bíllinn í Þýskalandi. Eigendur asískra bíla virðast hins vegar ánægðustu bíleigendurnir því sex af níu efstu bílum í þeim flokki eru asískir.

Stærstu bílaframleiðendur Þýskalands.

Frekara lesefni á Vísindavefnum um bíla:

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

30.6.2008

Síðast uppfært

7.6.2018

Spyrjandi

Viktor Marinó Alexandersson

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson. „Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30388.

Vignir Már Lýðsson. (2008, 30. júní). Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30388

Vignir Már Lýðsson. „Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30388>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til?
Samkvæmt opinberum fyrirtækjaskrám í Þýskalandi er miðað við að fyrirtækið Bayerische Motoren Werke (BMW) hafi verið stofnað þann 7. mars árið 1916. Það hét þó ekki BMW í fyrstu heldur BFW sem stóð fyrir Bayernische Flugzeugwerke (Flugvélaverksmiðja Bæjaralands). Árið 1922 keypti fjárfestirinn Camillo Castiglioni hreyflaverksmiðju fyrirtækis sem borði hafði nafnið BMW frá árinu 1917 og sameinaði BFW undir nafninu BMW.

Þótt miðað sé við að BMW hafi verið stofnað árið 1916 má rekja upphaf fyrirtækisins allt aftur til ársins 1913 þegar Karl Rapp stofnaði fyrirtækið Rapp Motoren werke (RM) í München, höfuðborg sambandslandsins Bæjaralands í Þýskalandi. Árið 1917 var nafni þess breytti BMW. Ári síðar var fyrirtækið sett á markað undir nafninu BMW AG en skammstöfunin AG stendur fyrir Aktiengesellschaft eða hlutafélag (Hf).

Höfuðstöðvar BMW eru í líki fjögurra strokka vélar og eru staðstettar í München.

Í upphafi fyrri heimsstyrjaldar hóf fyrirtæki Karls Rapps samstarf við flugvélahreyflafyrirtækið Gustav Otto Flugmaschinenwerke (GOF) sem var í eigu flugvélasmiðsins Gustav Otto (1883-1926). GOF lenti í fjárhagskröggum en með aðkomu nýrra fjárfesta var stofnað nýtt fyrirtæki þann 7. mars 1916 og fékk það nafnið Bayerische Flugzeugwerke (BFW). Það breyttist þó 1922 þegar fjárfestirinn Camillo Castiglioni, sem átti meirihluta í BFW og hafði áður átt hlut í BMW en losað sig við hann, keypti aftur hlut í BMW. Nafnið og vörumerkið fylgdu með í kaupunum og flutti Castiglioni það yfir á BFW en hið gamla BMW (sem upphaflega var RM) hét eftir þetta Süddeutsche Bremsen.

Í upphafi framleiddi BMW hið eldra aðeins flugvélahreyfla. Árið 1917 komst verkfræðingurinn Max Friz (1883-1966) til metorða hjá fyrirtækinu með þróun nýs þrýstiloftshreyfils. Flugvél með þessum hreyfli bætti þáverandi heimsmet í háflugi en hún komst upp í 9.760 metra hæð. Fyrri heimsstyrjöldin var fyrirtækinu bæði happ og ólán, það byggðist upp í kringum framleiðslu á flugvélahreyflum fyrir þýska herinn en með Versalasamningnum sem undirritaður var árið 1919 skuldbundu Þjóðverjar sig til þess að hætta allri flugvélaframleiðslu næstu fimm árin. Flugvélahreyflar voru eina framleiðsluvara BMW og varð fyrirtækið því að færa sig inn á aðrar brautir. Það var hins vegar flugvélahreyflahlutinn sem Castiglioni tók með sér yfir til BFW þegar hann klauf fyrirtækið árið 1922.

R32, fyrsta mótorhjólið frá BMW kom fram árið 1923.

Þegar Castiglioni sameinaði sinn hluta BMW við BFW undir fyrra nafninu fylgdu með nokkrir lykilmenn BMW með, þeirra á meðal áðurnefndur Max Friz. Flugvélaiðnaðurinn hafði verið í lægð með tilheyrandi áhrifum á fyrirtækið en árið kom Max Friz fyrirtækinu til bjargar með þróun fyrsta mótorhjóls BMW og nefndist það R32. Árið eftir var flugvélasmíðibanninu aflétt af Þjóðverjum og hélt fyrirtækið þá áfram framleiðslu þeirra.

Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1929 að fyrsti bíllinn frá BMW, 3/15 PS, kom á markað. Hann var í raun ekki BMW bíll því hönnun hans var keypt af Austin Motor fyrirtækinu. Þessi gerð var útfærð frekar af BMW og kom á markað árið 1932 undir heitinu AM1 (Automobilkonstruktion München Nr. 1). Fyrsti bíllinn sem að öllu leyti var hannaður af verkfræðingum BMW kom ári síðar eða 1933. Hönnuður hans var Fritz Fiedler (1899–1972) en sama ár dró fyrirtækið úr framleiðslu bíla og mótorhjóla en jók flugvélahreyflaframleiðsluna.

Þrátt fyrir minni áherslu á bílahönnun litu nokkrir nýir bílar dagsins ljós. Á árunum 1935-1937 komu þrjár nýjar gerðir BMW bíla á markað, meðal annars hin byltingakennda 328 gerð. Hún átti góðu gengi að fagna í kappakstri og með tilkomu hennar festi BMW sig í sessi sem sportbílaframleiðandi. Lausleg talning Vísindavefsins leiddi í ljós að frá upphafi hafa tæplega 100 gerðir BMW bifreiða komið á markað.

BMW 328.

Þýskir bílar eru þekktir um heim allan og hér á landi eru þeir allvinsælir. Fyrir utan BMW má nefna Mercedes-Benz, Audi, Opel, Porsche, Smart, Maybach og Volkswagen en í þessu svari má lesa sögu Volkswagenbjöllunnar. Tvisvar á ári gerir félagið ADAC sem er eins konar félag þýskra bifreiðaeigenda viðhorfskönnun meðal þýskra bílanotenda. Þar kemur meðal annars fram að Mercedes-Benz hefur sterkustu tegundarímyndina en fast á hæla hans koma Audi og BMW. Þessar tegundir eru einnig þær tæknilega fullkomnustu samkvæmt könnuninni ásamt því að bilanatíðni í þeim er minnst. Volkswagen er algengasti bíllinn í Þýskalandi. Eigendur asískra bíla virðast hins vegar ánægðustu bíleigendurnir því sex af níu efstu bílum í þeim flokki eru asískir.

Stærstu bílaframleiðendur Þýskalands.

Frekara lesefni á Vísindavefnum um bíla:

Heimildir:

Myndir:

...