Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Arban?

Unnar Árnason

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver var Arban? Eina sem ég veit um hann er að hann samdi tónlistarbók sem er enn notuð.
Jean Babtiste Arban er frægastur fyrir að hafa veitt kornetthljóðfærinu brautargengi, bæði með snjöllum leik sínum og kennsluaðferðum sem nefnast 'aðferð Arbans'. Arban fæddist 28. febrúar 1825 í Lyons í Frakklandi og lést í París 8. apríl 1889.

Kornettið er tiltölulega nýtt hljóðfæri í tónlistarsögunni. Um það leyti sem Arban fæddist var verið að þróa hljóðfærið úr fyrirrennaranum kornópean (e. cornopean) sem er millistigshljóðfæri milli trompets og fransks horns. Raunar er nútímakornett mun þróaðra hljóðfæri en það sem Arban lék á, afrakstur samvinnu tónlistarmanna og hljóðfærasmiða í rúmlega eina og hálfa öld. Arban þurfti því að yfirvinna ýmsa galla hljóðfærisins til að ná því stigi í leik þess sem hann sóttist eftir.

Frá unga aldri heillaðist Arban af tónlist, sérstaklega tónlist herlúðrasveita. Eftir stíft nám í tónfræðum lagði hann fyrir sig kornópean og reyndi eftir megni að yfirfæra aðferðir og áhrif flautuleiks á hljóðfærið. Árið 1842 kom Adolph Sax, sá sem fann upp saxófóninn, fram með nýja og betrumbætta útgáfu af kornetti sem lúðrasveitir franska og breska herinn tóku strax upp, og Arban færði sig yfir á það hljóðfæri. Markmið hans var hið sama, að ná fram blæbrigðum flautunnar við leik á kornett, hljóðfæri sem flestir töldu of klunnalegt til þess.

Með rannsóknum og æfingum tókst Arban að gera kornettinu svo góð skil að það kom flestum á óvart. Sem einleikari kom hann því á stall með vinsælustu hljóðfærum samtímans. Það kom í hlut Arbans að kenna á hljóðfærið við Tónlistarskólann í París (Paris Conservatoire), þar sem hann var ráðinn prófessor 1857, en það var mesti frami sem kornettleikari gat náð á þessum tíma.

Arban þótti frábær kennari og metnaðarfullur, jafnt fyrir sína hönd og nemenda sinna. Þegar við bættist skortur á kennsluefni, veigraði Arban sér ekki við að setja saman mikla kennslubók, byggða á eigin tækni og kennsluaðferðum. Bókin sem heitir fullu nafni La grande méthode complète de cornet à piston et de saxhorn par Arban varð lykilrit í málmblástursfræðum. Enn þann dag í dag er stuðst við þessa bók við kennslu á kornett og trompet eða hún nýtt við að þróa nýjar æfingar.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

28.1.2003

Spyrjandi

Einar Eysteinsson, f. 1988

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hver var Arban?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3075.

Unnar Árnason. (2003, 28. janúar). Hver var Arban? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3075

Unnar Árnason. „Hver var Arban?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3075>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Arban?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hver var Arban? Eina sem ég veit um hann er að hann samdi tónlistarbók sem er enn notuð.
Jean Babtiste Arban er frægastur fyrir að hafa veitt kornetthljóðfærinu brautargengi, bæði með snjöllum leik sínum og kennsluaðferðum sem nefnast 'aðferð Arbans'. Arban fæddist 28. febrúar 1825 í Lyons í Frakklandi og lést í París 8. apríl 1889.

Kornettið er tiltölulega nýtt hljóðfæri í tónlistarsögunni. Um það leyti sem Arban fæddist var verið að þróa hljóðfærið úr fyrirrennaranum kornópean (e. cornopean) sem er millistigshljóðfæri milli trompets og fransks horns. Raunar er nútímakornett mun þróaðra hljóðfæri en það sem Arban lék á, afrakstur samvinnu tónlistarmanna og hljóðfærasmiða í rúmlega eina og hálfa öld. Arban þurfti því að yfirvinna ýmsa galla hljóðfærisins til að ná því stigi í leik þess sem hann sóttist eftir.

Frá unga aldri heillaðist Arban af tónlist, sérstaklega tónlist herlúðrasveita. Eftir stíft nám í tónfræðum lagði hann fyrir sig kornópean og reyndi eftir megni að yfirfæra aðferðir og áhrif flautuleiks á hljóðfærið. Árið 1842 kom Adolph Sax, sá sem fann upp saxófóninn, fram með nýja og betrumbætta útgáfu af kornetti sem lúðrasveitir franska og breska herinn tóku strax upp, og Arban færði sig yfir á það hljóðfæri. Markmið hans var hið sama, að ná fram blæbrigðum flautunnar við leik á kornett, hljóðfæri sem flestir töldu of klunnalegt til þess.

Með rannsóknum og æfingum tókst Arban að gera kornettinu svo góð skil að það kom flestum á óvart. Sem einleikari kom hann því á stall með vinsælustu hljóðfærum samtímans. Það kom í hlut Arbans að kenna á hljóðfærið við Tónlistarskólann í París (Paris Conservatoire), þar sem hann var ráðinn prófessor 1857, en það var mesti frami sem kornettleikari gat náð á þessum tíma.

Arban þótti frábær kennari og metnaðarfullur, jafnt fyrir sína hönd og nemenda sinna. Þegar við bættist skortur á kennsluefni, veigraði Arban sér ekki við að setja saman mikla kennslubók, byggða á eigin tækni og kennsluaðferðum. Bókin sem heitir fullu nafni La grande méthode complète de cornet à piston et de saxhorn par Arban varð lykilrit í málmblástursfræðum. Enn þann dag í dag er stuðst við þessa bók við kennslu á kornett og trompet eða hún nýtt við að þróa nýjar æfingar.

Heimildir og myndir: