Í vetnissprengjum fer hins vegar fram kjarnasamruni. Vetniskjarnar renna saman og mynda þyngri kjarna, svo sem helín. Orkan sem losnar er hlutfallslega meiri en í úransprengjum og því eru þessar sprengjur öflugri. Auk þess þarf úransprengju eða klofnunarsprengju til að setja vetnissprengju af stað. Kjarnasamruni er sú orkulind sem setur mestan svip á alheiminn því að þaðan fá langflestar sólstjörnur orku sína. Hins vegar verða stundum hamfarir eins og þegar sprengistjarna springur og þá verður orkuframleiðsla enn miklu meiri en í venjulegum stjörnum. En þó að slíkar orkulindir séu til í óravíddum geimsins er engan veginn líklegt að mönnum takist að höndla þær eða beisla í fyrirsjáanlegri framtíð. Mynd:
- Wikipedia - Nuclear Weapon. Sótt 28. 6. 2011.