Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?

Geir Þ. Þórarinsson

Svarið er já en þó er að ýmsu að gæta. Í fyrsta lagi ber að hafa varann á þegar alhæft er um Forngrikki. Fornöld var langur tími. Frá ritun Hómerskviða um miðja 8. öld f.Kr. til loka fornaldar liðu rúmlega 1200 ár. Á þessum langa tíma héldust ekki öll viðhorf óbreytt. Heimildir okkar um Aþenu eru einnig miklu ríkari en heimildir okkar um önnur grísk borgríki. Af þessum sökum verður ávallt að alhæfa varlega um Grikkland hið forna. Í öðru lagi þarf að gæta að því nákvæmlega hvað átt er við með "ástarsambandi við unga drengi".


"Með ástarsambandi við unga drengi er ekki átt við ástarsamband við barnunga drengi, heldur ástarsamband fullorðins manns sem var frjáls borgari og kynþroska unglingspilts eða yngri manns sem var oftast einnig frjálsborinn." Mynd á grísku leirkeri frá því um 480 f.Kr.

Þegar talað er um ástarsambönd við unga drengi eða svokallaðar sveinaástir (paiderastia) í Grikklandi hinu forna tekur sú umræða einatt mið af sveinaástum í Aþenu á klassískum tíma, það er 479-323 f.Kr. Flestar ritaðar heimildir um sveinaástir eru frá Aþenu frá 5. og 4. öld f.Kr. Þar ber einkum að nefna rit höfunda á borð við Aristófanes, Xenofon, Platon, Æskínes og Aristóteles, sem bjó og starfaði lengst af í Aþenu þótt hann væri ekki sjálfur Aþeningur. Myndskreytingar á leikerum sýna einnig sveinaástir en oftast eru leirkerin frá Aþenu.

Sveinaástir tíðkuðust auðvitað víðar, eins og kemur meðal annars fram í Samdrykkjunni eftir Platon (182B), þar á meðal í Spörtu, Elis og Böótíu. Platon segir einnig að víða í Jóníu hafi sveinaástir talist skammarlegar, enda hafi borgir þar margar hverjar verið undir útlendri stjórn og útlendingarnir hafi þótt þessir grísku siðir andstyggilegir.

Það er ekki ljóst hvenær eða hvaðan þessir siðir breiddust út um Grikkland. Á klassískum tíma var farið að túlka samband Akkillesar og Patróklosar í Ilíonskviðu Hómers sem kynferðislegt ástarsamband en þó er alls ekki ljóst af lestri Ilíonskviðu að samband þeirra hafi verið þess eðlis. Eigi að síður er ljóst að sveinaástir hafi verið algengar og viðurkenndar nokkuð snemma víða um Grikkland.

Með ástarsambandi við unga drengi er ekki átt við ástarsamband við barnunga drengi, heldur ástarsamband fullorðins manns sem var frjáls borgari og kynþroska unglingspilts eða yngri manns sem var oftast einnig frjálsborinn. Hárvöxtur þótti óaðlaðandi svo að þegar piltinum fór að vaxa skegg eða líkamshár var hann of gamall til að eldri karlar ættu í sambandi við hann. Ástarsamband milli tveggja fullorðinna, skeggjaðra karla var talið hlægilegt eða jafnvel ósómi. Menn sem áttu í ástarsambandi við pilta voru hins vegar gjarnan kvæntir og höfðu hneigðir til kvenna líka. Hér er því ekki endilega um samkynhneigð í nútímaskilningi að ræða heldur ákveðnar félagslegar venjur sem gegndu meðal annars uppeldislegu hlutverki. Og um þær giltu ákveðnar leikreglur.


"Endaþarmsmök þóttu hinum elskaða ekki til sóma en í staðinn mátti elskandinn setja getnaðarliminn milli læra hans." Grískt leirker sem sýnir nakta menn.

Hlutverk elskhuganna voru álitin ólík og sjaldan eða aldrei voru höfð hlutverkaskipti. Sá eldri var nefndur elskandinn (erastes) en pilturinn var nefndur hinn elskaði (eromenos). Litið var svo á að elskandinn væri haldinn losta (eros) í garð piltsins sem væri viðfang lostans en bæri ekki slíkan losta í garð elskandans. Elskandinn var álitinn gerandi í sambandinu en sá elskaði þolandi. Það var einnig litið svo á að piltur sem léti eftir elskanda sínum ætti ekki að gera það vegna kynferðislegrar löngunar eða ánægju af neinu tagi, heldur frekar af virðingu fyrir elskandanum, þakklæti eða væntumþykju (filia) eða einfaldlega til að koma sér í mjúkinn hjá honum, vinna sér inn greiða og koma sér áfram.

Endaþarmsmök þóttu hinum elskaða ekki til sóma en í staðinn mátti elskandinn setja getnaðarliminn milli læra hans (diamerizein). Munnmök þóttu líka mjög niðurlægjandi fyrir þann sem veitti þau. Elskandinn varð sér þó aldrei til minnkunnar svo lengi sem hann var gerandinn í sambandinu. Hann gat aftur á móti áunnið sér virðingu að vissu marki með því að ná sér í myndarlegan pilt. Samband þeirra var ekki eingöngu kynferðislegt heldur einnig uppeldislegt því að elskandinn veitti hinum elskaða leiðsögn og kenndi honum þá siði sem hann varð að læra. Þegar öllu var á botninn hvolft var pilturinn verðandi borgari eins og elskandinn sjálfur.

Frekara lesefni:
  • Davidson, J.N., Courtesans and Fishcakes: The Consuming Passions of Classical Athens (London: Harper Collins, 1997).
  • Dover, K.J., Greek Homosexuality (Cambridge, MA: Harvard Univeristy Press, 1978).
  • Fisher, N., “Introduction”, í Aeschines, Against Timarchos (Oxford: Oxford University Press, 2001).
  • Goldhill, S., Love, Sex & Tragedy: Why Classics Matters (London: John Murray, 2004).
  • Halperin, D.M., “Homosexuality” hjá S. Hornblower og A. Spawforth (ritstj.), The Oxford Classical Dictionary, 3. Útg. (Oxford: Oxford University Press, 1999).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

24.10.2007

Spyrjandi

Júlía Alexandersdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?“ Vísindavefurinn, 24. október 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6865.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 24. október). Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6865

Geir Þ. Þórarinsson. „Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6865>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?
Svarið er já en þó er að ýmsu að gæta. Í fyrsta lagi ber að hafa varann á þegar alhæft er um Forngrikki. Fornöld var langur tími. Frá ritun Hómerskviða um miðja 8. öld f.Kr. til loka fornaldar liðu rúmlega 1200 ár. Á þessum langa tíma héldust ekki öll viðhorf óbreytt. Heimildir okkar um Aþenu eru einnig miklu ríkari en heimildir okkar um önnur grísk borgríki. Af þessum sökum verður ávallt að alhæfa varlega um Grikkland hið forna. Í öðru lagi þarf að gæta að því nákvæmlega hvað átt er við með "ástarsambandi við unga drengi".


"Með ástarsambandi við unga drengi er ekki átt við ástarsamband við barnunga drengi, heldur ástarsamband fullorðins manns sem var frjáls borgari og kynþroska unglingspilts eða yngri manns sem var oftast einnig frjálsborinn." Mynd á grísku leirkeri frá því um 480 f.Kr.

Þegar talað er um ástarsambönd við unga drengi eða svokallaðar sveinaástir (paiderastia) í Grikklandi hinu forna tekur sú umræða einatt mið af sveinaástum í Aþenu á klassískum tíma, það er 479-323 f.Kr. Flestar ritaðar heimildir um sveinaástir eru frá Aþenu frá 5. og 4. öld f.Kr. Þar ber einkum að nefna rit höfunda á borð við Aristófanes, Xenofon, Platon, Æskínes og Aristóteles, sem bjó og starfaði lengst af í Aþenu þótt hann væri ekki sjálfur Aþeningur. Myndskreytingar á leikerum sýna einnig sveinaástir en oftast eru leirkerin frá Aþenu.

Sveinaástir tíðkuðust auðvitað víðar, eins og kemur meðal annars fram í Samdrykkjunni eftir Platon (182B), þar á meðal í Spörtu, Elis og Böótíu. Platon segir einnig að víða í Jóníu hafi sveinaástir talist skammarlegar, enda hafi borgir þar margar hverjar verið undir útlendri stjórn og útlendingarnir hafi þótt þessir grísku siðir andstyggilegir.

Það er ekki ljóst hvenær eða hvaðan þessir siðir breiddust út um Grikkland. Á klassískum tíma var farið að túlka samband Akkillesar og Patróklosar í Ilíonskviðu Hómers sem kynferðislegt ástarsamband en þó er alls ekki ljóst af lestri Ilíonskviðu að samband þeirra hafi verið þess eðlis. Eigi að síður er ljóst að sveinaástir hafi verið algengar og viðurkenndar nokkuð snemma víða um Grikkland.

Með ástarsambandi við unga drengi er ekki átt við ástarsamband við barnunga drengi, heldur ástarsamband fullorðins manns sem var frjáls borgari og kynþroska unglingspilts eða yngri manns sem var oftast einnig frjálsborinn. Hárvöxtur þótti óaðlaðandi svo að þegar piltinum fór að vaxa skegg eða líkamshár var hann of gamall til að eldri karlar ættu í sambandi við hann. Ástarsamband milli tveggja fullorðinna, skeggjaðra karla var talið hlægilegt eða jafnvel ósómi. Menn sem áttu í ástarsambandi við pilta voru hins vegar gjarnan kvæntir og höfðu hneigðir til kvenna líka. Hér er því ekki endilega um samkynhneigð í nútímaskilningi að ræða heldur ákveðnar félagslegar venjur sem gegndu meðal annars uppeldislegu hlutverki. Og um þær giltu ákveðnar leikreglur.


"Endaþarmsmök þóttu hinum elskaða ekki til sóma en í staðinn mátti elskandinn setja getnaðarliminn milli læra hans." Grískt leirker sem sýnir nakta menn.

Hlutverk elskhuganna voru álitin ólík og sjaldan eða aldrei voru höfð hlutverkaskipti. Sá eldri var nefndur elskandinn (erastes) en pilturinn var nefndur hinn elskaði (eromenos). Litið var svo á að elskandinn væri haldinn losta (eros) í garð piltsins sem væri viðfang lostans en bæri ekki slíkan losta í garð elskandans. Elskandinn var álitinn gerandi í sambandinu en sá elskaði þolandi. Það var einnig litið svo á að piltur sem léti eftir elskanda sínum ætti ekki að gera það vegna kynferðislegrar löngunar eða ánægju af neinu tagi, heldur frekar af virðingu fyrir elskandanum, þakklæti eða væntumþykju (filia) eða einfaldlega til að koma sér í mjúkinn hjá honum, vinna sér inn greiða og koma sér áfram.

Endaþarmsmök þóttu hinum elskaða ekki til sóma en í staðinn mátti elskandinn setja getnaðarliminn milli læra hans (diamerizein). Munnmök þóttu líka mjög niðurlægjandi fyrir þann sem veitti þau. Elskandinn varð sér þó aldrei til minnkunnar svo lengi sem hann var gerandinn í sambandinu. Hann gat aftur á móti áunnið sér virðingu að vissu marki með því að ná sér í myndarlegan pilt. Samband þeirra var ekki eingöngu kynferðislegt heldur einnig uppeldislegt því að elskandinn veitti hinum elskaða leiðsögn og kenndi honum þá siði sem hann varð að læra. Þegar öllu var á botninn hvolft var pilturinn verðandi borgari eins og elskandinn sjálfur.

Frekara lesefni:
  • Davidson, J.N., Courtesans and Fishcakes: The Consuming Passions of Classical Athens (London: Harper Collins, 1997).
  • Dover, K.J., Greek Homosexuality (Cambridge, MA: Harvard Univeristy Press, 1978).
  • Fisher, N., “Introduction”, í Aeschines, Against Timarchos (Oxford: Oxford University Press, 2001).
  • Goldhill, S., Love, Sex & Tragedy: Why Classics Matters (London: John Murray, 2004).
  • Halperin, D.M., “Homosexuality” hjá S. Hornblower og A. Spawforth (ritstj.), The Oxford Classical Dictionary, 3. Útg. (Oxford: Oxford University Press, 1999).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...