Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1528 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvort kemur Kertasníkir til byggða aðfaranótt aðfangadags eða jóladags?

Stekkjastaur, fyrsti jólasveinninn, kemur til byggða aðfaranótt 12. desember. Svo fylgja bræður hans einn og einn í senn þar til Kertasníkir, sá síðasti, skilar sér aðfaranótt aðfangadags, 24. desember. Vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana sem margir kannast við virðast þó rugla einhverja í ríminu þegar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu líklegt er að það verði hvít jól?

Það er ýmsan fróðleik að finna á heimasíðu Veðurstofunnar sem gaman er að skoða. Meðal annars má þar finna upplýsingar um snjóhulu og snjódýpt í Reykjavík kl. 9 að morgni 25. desember allt frá árinu 1921 til 2008. Á þessu tímabili var 37 sinnum alhvít jörð á jóladag í Reykjavík. Ef aðeins er horft á þessa tölf...

category-iconFélagsvísindi

Borgar forsetinn og maki hans skatt af tekjum sínum?

Til eru sérstök lög um launakjör forseta Íslands, nr. 10/1990. Í þeim kemur fram að launakjör hans eru ákveðin af kjararáði. Ákvæði um skattfrelsi forsetans var fellt niður árið 2000 með breytingu á fyrrnefndum lögum. Fyrir þann tíma var forsetinn "undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum". Forseti Ísland...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Stinga holugeitungar án ástæðu eða þarf maður að gera þeim eitthvað fyrst?

Holugeitungar (Paravespula vulgaris) stinga þegar þeim finnst sér ógnað. Sá sem verður fyrir stungu holugeitungs þarf ekki endilega að ógna honum á neinn hátt, frá sínum bæjardyrum séð, þótt geitungurinn meti aðstæður á annan hátt. Skilningur á kringumstæðum getur verið mjög misjafn eftir því hver á í hlut, hvort ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru kindur settar á afrétt?

Helsta ástæðan fyrir því að bændur reka sauðfé á afrétt á hverju sumri og sækja það að hausti snýr að nýtingu lands og beitarstjórnun. Tún bænda gætu aldrei borið beit sauðfjár heilt sumar þar sem lífmassaaukningin er geysileg hjá þeim hundruð þúsunda lamba sem fæðast á hverju vori og taka út mikinn vöxt yfir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið leyfi?

Öll spurningin hljóðaði svona: LEYFI -- Hvaðan kemur þetta orð? Ég væri þakklát fyrir einhverja upplýsingu - fyrirfram þakkir - Vera Heimann í Hamburg/Þýskalandi. Nafnorðið leyfi er dregið af sögninni leyfa ‘gefa leyfi til, heimila einhverjum eitthvað’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:559) er bent á skyldleik...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hættulegt að gefa garðfuglum rúsínur?

Þau sem hafa fóðrað garðfugla svo sem svartþresti (Turdus merula) og skógarþresti (Turdus iliacus) á rúsínum hafa tekið eftir því hversu hrifnir þeir eru af þessum þurrkuðu vínberjum. Rúsínur eru á engan hátt skaðlegar fyrir fugla og því er í lagi að fóðra þá á þeim. Margar fuglategundir eru sólgnar í ávexti e...

category-iconJarðvísindi

Af hverju ryðja ár sig?

Að ár ryðji sig merkir að þær bjóti af sér ísinn.[1] Ár og læki leggur iðulega í vetrarfrostum. Þegar hlýnar byrjar ísinn að bráðna, vatnið sem bundið var í ís og snjó fer af stað, áin bólgnar, brýtur upp frekari ís og ber jaka og íshröngl með sér niður farveginn. Í bók sinni Vatns er þörf [2] lýsir Sigurjón Rist ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar gor er í gormánuði?

Með orðinu gor er átt við hálfmelta fæðu í innyflum dýra, einkum jórturdýra. Þetta er gamalt samgermanskt orð, samanber færeysku gor ‛þarmasaur’, sænsku gårr, gorr í sömu merkingu, nýnorsku gor ‛innyflasaur; fiskslóg’, fornensku gor ‛mykja’ og fornháþýsku gor ‛mykja, mýrarfen’. Gormánuður e...

category-iconTrúarbrögð

Hvert fer sálin þegar maður deyr?

Þetta svar er samið frá sjónarhóli guðfræðinnar og segir aðeins frá hugmyndum kristinna manna um tilveru eftir dauðann. -- Í kristinni trú þykir ljóst að menn munu eftir dauðann, að lokum, hafna ýmist í helvíti eða himnaríki. Yfirleitt er svo litið á að þangað fari maðurinn allur, sál hans og líkami, sem óaðskilja...

category-iconLögfræði

Erum við heima hjá okkur þegar við sitjum undir stýri?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hver er skilgreiningin á einkabifreið? Hefur maður sömu réttindi þar eins og heima hjá sér (er maður „heima hjá sér" undir stýri)? Bifreið er skilgreind svo í 2. gr. umferðarlaga nr. 50/1987: a. Vélknúið ökutæki sem ekki telst torfærutæki og aðallega er ætlað til fólks- eða ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru nagladekk öruggasti kosturinn í umferðinni?

Ótal þættir hafa áhrif á öryggi í umferðinni, bæði tæknilegir og ekki síður mannlegir. Umferðarmannvirki eru yfirleitt hönnuð til að leiða umferðina sem um þau fer á öruggan og skilvirkan hátt. Það á við um alla vegbygginguna (burðarlög, slitlög og axlir), halla og legu vegarins, umferðarmerkingar svo og öryggisma...

category-iconBókmenntir og listir

Er Elvis Presley á lífi?

Áhugi Vísindavefsins á því hvort Elvis Presley sé látinn eða á lífi er nær eingöngu menningarfræðilegur (næringarfræðin gæti einnig spilað inn í miðað við síðustu æviár Elvis). Ábyrgir fjölmiðlar og aðrir sem vilja láta taka sig alvarlega, skipta sér yfirleitt ekki af þessari spurningu sem þó leitar á fjölmarga. ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er háfjallaveiki?

Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð (oftast yfir 2.400 metra), einkum þá sem búa að öllu jöfnu við sjávarmál. Í þessum hópi eru meðal annars fjallgöngumenn, aðrir göngugarpar og skíðamenn. Orsakir og einkenni Orsakir háfjallaveiki eru minni loftþrýstingur og lítill...

category-iconLæknisfræði

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis sólhattur virki?

Sólhattur er náttúruvara, það er að segja hann flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til ...

Fleiri niðurstöður