Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar gor er í gormánuði?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Með orðinu gor er átt við hálfmelta fæðu í innyflum dýra, einkum jórturdýra. Þetta er gamalt samgermanskt orð, samanber færeysku gor ‛þarmasaur’, sænsku gårr, gorr í sömu merkingu, nýnorsku gor ‛innyflasaur; fiskslóg’, fornensku gor ‛mykja’ og fornháþýsku gor ‛mykja, mýrarfen’. Gormánuður er fyrsti mánuður vetrar og hefst á laugardegi, fyrsta vetrardag, á bilinu 21.-28. október.

Með orðinu gor er átt við hálfmelta fæðu í innyflum dýra, einkum jórturdýra.

Hann ber nafn af því að sláturtíð hófst í þeim mánuði. Tengsl við slátrun má sjá í dæmasafni Orðabókar Háskólans:
  • Gormánudr tekr nafn af slaatrun Fenadar.
  • Gamlir menn kölluðu þennan mánuð [það er nóvember] gormánuð og slátruðu aldrei fyr en hann var byrjaður.
  • fylgdu margvíslegar annir: sauma slagvefjur, raka gærur, spýta skinn eða blásteinslita og önnur störf gormánaðar.

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðasifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.5.2013

Síðast uppfært

27.10.2024

Spyrjandi

Lára Óskarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar gor er í gormánuði?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2013, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64391.

Guðrún Kvaran. (2013, 7. maí). Hvers konar gor er í gormánuði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64391

Guðrún Kvaran. „Hvers konar gor er í gormánuði?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2013. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64391>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar gor er í gormánuði?
Með orðinu gor er átt við hálfmelta fæðu í innyflum dýra, einkum jórturdýra. Þetta er gamalt samgermanskt orð, samanber færeysku gor ‛þarmasaur’, sænsku gårr, gorr í sömu merkingu, nýnorsku gor ‛innyflasaur; fiskslóg’, fornensku gor ‛mykja’ og fornháþýsku gor ‛mykja, mýrarfen’. Gormánuður er fyrsti mánuður vetrar og hefst á laugardegi, fyrsta vetrardag, á bilinu 21.-28. október.

Með orðinu gor er átt við hálfmelta fæðu í innyflum dýra, einkum jórturdýra.

Hann ber nafn af því að sláturtíð hófst í þeim mánuði. Tengsl við slátrun má sjá í dæmasafni Orðabókar Háskólans:
  • Gormánudr tekr nafn af slaatrun Fenadar.
  • Gamlir menn kölluðu þennan mánuð [það er nóvember] gormánuð og slátruðu aldrei fyr en hann var byrjaður.
  • fylgdu margvíslegar annir: sauma slagvefjur, raka gærur, spýta skinn eða blásteinslita og önnur störf gormánaðar.

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðasifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Mynd:...