Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru kindur settar á afrétt?

Jón Már Halldórsson

Helsta ástæðan fyrir því að bændur reka sauðfé á afrétt á hverju sumri og sækja það að hausti snýr að nýtingu lands og beitarstjórnun.

Tún bænda gætu aldrei borið beit sauðfjár heilt sumar þar sem lífmassaaukningin er geysileg hjá þeim hundruð þúsunda lamba sem fæðast á hverju vori og taka út mikinn vöxt yfir sumarið. Afleiðingin yrði ofbeit með tilheyrandi tjóni fyrir sauðfjárrækt.

Kindur á leið til fjalla.

Á afréttarlöndunum sem bændur nota fyrir sauðfé er yfirleitt nóg af næringarríkum plöntum auk þess sem oft er um mjög stór svæði að ræða þannig að yfirleitt er ekki gengið of nærri gróðrinum. Afréttarlönd eru aðallega á hálendinu og á milli dala og fjarða á Norður- og Vesturlandi. Þess má geta að stranglega er bannað að beita á afrétti á veturna og vorin því gróðurinn þarf að fá tíma til að jafna sig að fullu áður en sauðfé er hleypt að nýju á þessi svæði.

Þó minna beitarálag á tún sé helsti kosturinn við að nýta heiðalöndin þá er fleira sem mælir með þessu fyrirkomulagi. Meðal annars er það mat margra að afréttabeit auki gæði kjötsins og gefi því yfirbragð villibráðar sem geri íslenskt lambakjöt eins gott og raun ber vitni.

Mynd: Kindur.is. Sótt 24. 9. 2009.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.9.2009

Síðast uppfært

22.2.2021

Spyrjandi

Sigríður Þorvaldsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru kindur settar á afrétt?“ Vísindavefurinn, 28. september 2009, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53659.

Jón Már Halldórsson. (2009, 28. september). Af hverju eru kindur settar á afrétt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53659

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru kindur settar á afrétt?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53659>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru kindur settar á afrétt?
Helsta ástæðan fyrir því að bændur reka sauðfé á afrétt á hverju sumri og sækja það að hausti snýr að nýtingu lands og beitarstjórnun.

Tún bænda gætu aldrei borið beit sauðfjár heilt sumar þar sem lífmassaaukningin er geysileg hjá þeim hundruð þúsunda lamba sem fæðast á hverju vori og taka út mikinn vöxt yfir sumarið. Afleiðingin yrði ofbeit með tilheyrandi tjóni fyrir sauðfjárrækt.

Kindur á leið til fjalla.

Á afréttarlöndunum sem bændur nota fyrir sauðfé er yfirleitt nóg af næringarríkum plöntum auk þess sem oft er um mjög stór svæði að ræða þannig að yfirleitt er ekki gengið of nærri gróðrinum. Afréttarlönd eru aðallega á hálendinu og á milli dala og fjarða á Norður- og Vesturlandi. Þess má geta að stranglega er bannað að beita á afrétti á veturna og vorin því gróðurinn þarf að fá tíma til að jafna sig að fullu áður en sauðfé er hleypt að nýju á þessi svæði.

Þó minna beitarálag á tún sé helsti kosturinn við að nýta heiðalöndin þá er fleira sem mælir með þessu fyrirkomulagi. Meðal annars er það mat margra að afréttabeit auki gæði kjötsins og gefi því yfirbragð villibráðar sem geri íslenskt lambakjöt eins gott og raun ber vitni.

Mynd: Kindur.is. Sótt 24. 9. 2009....