Þrepahlaup, flóðategund nr. 5, eru skyndileg flóð í frostum á vetrum. Meðan ár er að leggja, koma ísgarðar, eins konar ísstíflur, þvert yfir farvegi breiðra, en grunnra áa á klapparbotni og ofan við ísgarðinn safnast vatnsfylla. Ef ísgarður brestur er þeim næsta neðan við hætt, og þannig koll af kolli. Mikil flóðalda getur þannig myndast. Þetta eru þrepahlaup. Þeirra er hvað helst von er dregur úr frosti eða slær yfir til þíðu.

Ísstífla í Ölfusá.
- ^ Íslenzk orðabók Menningarsjóðs.
- ^ Sigurjón Rist. Vatns er þörf. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1990.
- Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands - Facebook. Birt með góðfúslegu leyfi. (Sótt 29.3.2023).