Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju ryðja ár sig?

Sigurður Steinþórsson

Að ár ryðji sig merkir að þær bjóti af sér ísinn.[1] Ár og læki leggur iðulega í vetrarfrostum. Þegar hlýnar byrjar ísinn að bráðna, vatnið sem bundið var í ís og snjó fer af stað, áin bólgnar, brýtur upp frekari ís og ber jaka og íshröngl með sér niður farveginn. Í bók sinni Vatns er þörf [2] lýsir Sigurjón Rist sjö tegundum flóða í ám, þeirra á meðal þrepahlaupum sem mætti kalla öfgafullt dæmi um það þegar á ryður sig:

Þrepahlaup, flóðategund nr. 5, eru skyndileg flóð í frostum á vetrum. Meðan ár er að leggja, koma ísgarðar, eins konar ísstíflur, þvert yfir farvegi breiðra, en grunnra áa á klapparbotni og ofan við ísgarðinn safnast vatnsfylla. Ef ísgarður brestur er þeim næsta neðan við hætt, og þannig koll af kolli. Mikil flóðalda getur þannig myndast. Þetta eru þrepahlaup. Þeirra er hvað helst von er dregur úr frosti eða slær yfir til þíðu.

Ísstífla í Ölfusá.

Tilvísanir:
  1. ^ Íslenzk orðabók Menningarsjóðs.
  2. ^ Sigurjón Rist. Vatns er þörf. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1990.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

25.4.2023

Spyrjandi

Ólafur Héðinsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju ryðja ár sig?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2023, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84523.

Sigurður Steinþórsson. (2023, 25. apríl). Af hverju ryðja ár sig? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84523

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju ryðja ár sig?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2023. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84523>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju ryðja ár sig?
Að ár ryðji sig merkir að þær bjóti af sér ísinn.[1] Ár og læki leggur iðulega í vetrarfrostum. Þegar hlýnar byrjar ísinn að bráðna, vatnið sem bundið var í ís og snjó fer af stað, áin bólgnar, brýtur upp frekari ís og ber jaka og íshröngl með sér niður farveginn. Í bók sinni Vatns er þörf [2] lýsir Sigurjón Rist sjö tegundum flóða í ám, þeirra á meðal þrepahlaupum sem mætti kalla öfgafullt dæmi um það þegar á ryður sig:

Þrepahlaup, flóðategund nr. 5, eru skyndileg flóð í frostum á vetrum. Meðan ár er að leggja, koma ísgarðar, eins konar ísstíflur, þvert yfir farvegi breiðra, en grunnra áa á klapparbotni og ofan við ísgarðinn safnast vatnsfylla. Ef ísgarður brestur er þeim næsta neðan við hætt, og þannig koll af kolli. Mikil flóðalda getur þannig myndast. Þetta eru þrepahlaup. Þeirra er hvað helst von er dregur úr frosti eða slær yfir til þíðu.

Ísstífla í Ölfusá.

Tilvísanir:
  1. ^ Íslenzk orðabók Menningarsjóðs.
  2. ^ Sigurjón Rist. Vatns er þörf. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1990.

Mynd:...