Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 280 svör fundust
Hvernig er dýralífið í Marokkó?
Marokkó í Norður-Afríku er eitt þriggja landa í heiminum sem á strönd bæði að Atlants- og Miðjarðarhafi. Líffræðilegur fjölbreytileiki er töluvert mikill í Marokkó enda eru náttúrlegar aðstæður, landslag, veður- og gróðurfar, nokkuð ólíkar eftir því hvar í landinu borið er niður. Landið er fjalllent, í norðurhluta...
Hvað hélt fólk fyrr á tímum um orsakir norðurljósa?
Hugmyndir fólks um eðli og orsök norðurljósa hafa verið með ýmsu móti í gegnum aldirnar. Víðast hvar voru þau hinum ómenntaða meirihluta fólks innblástur sagna og hugmynda um hulda heima, en á hinn bóginn hafa menn lengi reynt að útskýra eðli þeirra með lögmálum náttúrunnar. Elstu hugmyndir norrænna manna í þessa ...
Vissu fornkappar Njálu hvernig ljón litu út?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Í Njálu stendur að Kári Sölmundarson væri með skjöld sem á væri mynd af ljóni. Hvernig átti Kári Sölmundarson að vita hvernig ljón liti út? Spurt er um eftirfarandi stað í Njálu: Skarphéðinn var fremstur. Hann var í blám stakki og hafði törguskjöld og öxi sína reidda ...
Hvenær varð íslenskt rapp til og hver er saga þess?
Rapptónlist barst afar seint til Íslands, ólíkt til að mynda íslensku dauðarokki, sem skaut rótum nánast samhliða viðlíka hræringum erlendis. Það er velþekkt staðreynd að pönkið kom seint til Íslands; hér sprakk það út 1981 en hafði þá verið í fullum gangi í Bretlandi og Bandaríkjunum fjórum árum fyrr. Íslenska ra...
Hefur trú Íslendinga á yfirnáttúrleg fyrirbæri breyst undanfarin ár?
Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem framkvæmdar voru á árunum 1974[1], 2006-2007[2] og 2023[3] virðist ljóst að trú Íslendinga á flest yfirnáttúruleg fyrirbæri (þar á meðal guð) sé stöðugt að minnka. Í nýjustu könnuninni frá 2023 var...
Eru einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa verið einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði? Er svo er, hvaða þorp eru það og hver er saga þeirra? Svarið við fyrri spurningunni er já, vissulega hafa þorp lagst í eyði. Erfitt er að segja nákvæmlega hve mörg og hvenær vegna þess að ál...
Eru skrímsli til?
Fljótt á litið kann einfalda svarið að virðast vera: Nei, skrímsli eru ekki til í raun og veru. Hið rétta er að svarið er flóknara en svo og öllu áhugaverðara. Það er nokkuð á reiki hvaða eiginleikum lífvera þarf að vera búin til að teljast skrímsli því þeir eiginleikar eru breytilegir frá einum tíma til annars...
Hvers vegna eru fríhafnir til?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði? Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanl...
Hvaða hvalastofnar eru í mestri útrýmingarhættu?
Af 93 hvalategundum á lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) eru fimm tegundir taldar í bráðri hættu á aldauða (e. critically endangered – CR) en það þýðir að eindregnar líkur eru á að viðkomandi tegundir deyi út í náinni framtíð samkvæmt tilteknum forsendum. Auk þess telja samtökin að tólf hvalategundir...
Hvað getið þið sagt mér um jarðfræði Landmannalauga?
Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti áfangastaðurinn á hálendi Íslands og einn sá mest ljósmyndaði. Svæðið umhverfis Laugar er enda eitt það fjölbreyttasta og litríkasta á hálendinu. Landmannalaugasvæðið er þekkt fyrir margbreytilega og býsna flókna jarðfræði. Eldvirknin við Landmannalaugar tengist mikilli meg...
Hversu margir væru Íslendingar ef allar þessar hamfarir hefðu ekki gengið yfir okkur frá landnámi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver væri mannfjöldi á Íslandi í dag ef ekki hefðu verið allar þessar hamfarir, fjöldaflutningur fólks til útlanda, smitsjúkdómar o.s.frv., frá landnámi? I Það er freistandi að velta vöngum yfir spurningunni um hver fólksfjöldaþróun á Íslandi hefði orðið ef engin st...
Hvaða áhrif hefur eldfjallaaska á lífríkið?
Í Eyjafjallajökulsgosinu í apríl 2010 gafst einstakt tækifæri til að rannsaka tvístrun kviku af sömu efnasamsetningu sem sundraðist í snertingu við jökulbráðvatn fyrstu daga gossins en síðar við tvístrun kviku í andrúmslofti þegar gígbarmarnir héldu vatni frá gosrásinni og hraun rann niður Gígjökul. Engin sýru...
Hvað eru íþróttir og hvað skilgreinir þær?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það sem Íþróttasamband Íslands tekur tillit til þegar það leyfir / viðurkennir íþróttir? Skilgreining íþrótta er ekki náttúrulega gefin staðreynd, heldur ræðst hún af sögulegum, félagslegum, menningarlegum og pólitískum forsendum á hverjum stað á hverjum tíma. Það er þv...
Hverjar eru nýjustu hugmyndir um aldur landnámslagsins og Eldgjárhrauna?
Í stuttu máli myndaðist landnámslagið um 877 og Eldgjárhraun um 939 e.Kr. Í framhaldinu er saga þessara aldursgreininga rakin stuttlega. Landnámslagið Þegar fornleifafræðingar voru að grafa upp rústir á Stöng og víðar í Þjórsárdal árið 1939 var Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi falið að freista þess að ákvarð...
Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?
Spyrjandi lét einnig fylgja með spurningunni: Það sem ég geri þegar ég er óviss um stafsetningu, er að slá því inn í Google. Fyrirfram er með 1,4 milljónir dæmi, fyrir fram með miklu færri. Hér verður gerð tilraun til að gefa þrjú möguleg svör við spurningunni en leggja verður áherslu á orðin „tilraun“ og „...