Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði?Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanleg fyrir hvern og einn einstakling en koma íbúum viðkomandi ríkis vel. Til almannagæða teljast til dæmis utanríkismál, heilsugæsla, löggæsla, samgöngumál, menntamál og svo framvegis. Kjörnir fulltrúar ákveða hvernig framboði almannagæða skuli háttað og í fjárlögum hvers árs er skilgreint hve stórt hlutfall hið opinbera tekur af landsframleiðslunni til að standa undir almannagæðum. Fjármál hins opinbera snúast einkum um það hvernig byrðinni skuli skipt milli borgaranna og hvort hægt sé að afla tekna með öðru móti en skattheimtu eigin borgara, svo sem með erlendri fjárfestingu eða með aukinni verslun skattborgara annarra landa, til dæmis með því að bjóða upp á afslátt af tollum og vörugjöldum eða með því að draga úr umstangi við endurútflutning innfluttrar vöru. Fríhafnir (e. duty-free stores) og frísvæði (e. tax-free zones, free trade zone, export processing zones) eru svæði sem eru utan tollsvæðis ríkis eða ríkja, að hluta eða að öllu leyti. Hlutverk frísvæða er að veita innlendum og erlendum fyrirtækjum aðstöðu til þess að geyma vörur í vörugeymslum, með það í huga að dreifa þeim síðan til annarra landa. Frísvæði eru sett upp til að draga úr umstangi sem innheimta tolla hefur á starfsemi innflytjenda og útflytjenda. Ávinningur af tollfrjálsu svæði er fyrst og fremst sá að ekki er nauðsynlegt að tollafgreiða viðkomandi vörur inn í innflutningslandið fyrr en innflytjandinn telur að markaðurinn geti tekið við þeim. Fjárhagslegt hagræði af geymslu varnings á slíkum svæðum er meðal annars að koma má í veg fyrir mikla fjármagnsbindingu og vaxtakostnað, til dæmis vegna greiðslu á tollum en þannig sparast fjármagnskostnaður.

Fríhafnir (e. duty-free stores) og frísvæði (e. tax-free zones, free trade zone, export processing zones) eru svæði sem eru utan tollsvæðis ríkis eða ríkja, að hluta eða að öllu leyti. Myndin sýnir fríhöfn á alþjóðaflugvellinum í Dubai.

Svalbarði er hluti af Konungsríkinu Noregi. Um Svalbarða gildir sérstök skattalöggjöf. Á myndinni sést ein þeirra eyja sem tilheyrir Svalbarða.

Fyrsta fríhöfnin var stofnuð á Shannon-flugvelli á Írlandi árið 1947 en við það jukust vinsældir flugvallarins og þar með flugumferðin um völlinn.
- ^ Rason Special Economic Zone - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 27.07.2016).
- ^ Tölvupóstsamskipti við Tom Venstad í Skattelovavdelingen, Finansdepartementet, Oslo, 12.07.2016.
- ^ Shannon Airport - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 27.07.2016).
- ^ Duty-free shop - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 27.07.2016).
- ^ Jóhannes Hraunfjörð Karlsson (2014). Moulding the Icelandic Tax System. Primary-Industry-Based Special Interest Groups, Taxation, Tax Expenditure, Direct and Indirect State Support, and the Shaping of Tax Rules. (MSc-ritgerð í hagfræði skrifuð undir leiðsögn Þórólfs Matthíassonar), Háskóli Íslands, Reykjavík. Aðgengileg í Skemmunni. (Skoðað 27.07.2016).
- ^ Alþingistíðindi 1957 B, d: 809-814.
- Shannon Airport - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 27.07.2016).
- Prins Karls Forland - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 12.08.2016).
- Duty-free shop - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 27.07.2016).
Hvers vegna eru fríhafnir til? Það er að segja hvers vegna fá menn að sleppa við að borga skatta landa ef menn ferðast á milli þeirra?