Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Rússland er eitt af fáum löndum í heiminum sem er í tveimur heimsálfum. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? eru mörkin milli Evrópu og Asíu yfirleitt talin liggja um Úralfjöll. Þannig lendir sá hluti Rússlands sem er vestan Úralfjalla í Evrópu en austurhlutinn í Asíu.
***
Af öðrum ríkjum sem teljast þannig til tveggja heimsálfa má nefna Tyrkland en skiki af því er fyrir norðan Bosporus-sund og tilheyrir Evrópu en að öðru leyti telst landið til Asíu. Egyptaland er annað dæmi um land sem telst til tveggja heimsálfa þar sem Sínaí-skagi, norðaustasti hluti landsins, er austan við Súes-skurðinn sem venjulega er talinn skilja á milli Afríku og Asíu. Landfræðilega er því Sínaí-skaginn í Asíu þó að Egyptaland sé í Afríku.
Þá má nefna Spán vegna Kanaríeyja sem teljast landfræðilega til Afríku en heyra stjórnarfarslega undir Spánarkonung. Svo getum við líka litið okkur nær og nefnt konungsríkið Danmörku sem á land í Ameríku, gríðarlegt flæmi sem nefnist Grænland. Á sama hátt munu nokkur önnur fyrrverandi nýlenduveldi í Evrópu enn eiga land í öðrum heimsálfum.
Heimild:
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Í hvaða heimsálfu er Rússland?“ Vísindavefurinn, 28. september 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2743.
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 28. september). Í hvaða heimsálfu er Rússland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2743
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Í hvaða heimsálfu er Rússland?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2743>.