- Að eldur liggi um þau höf og vötn sem renni yst um jarðarkringluna og að norðurljósin stafi af slíkum eldi.
- Að norðurljósin stafi af sólargeislum sem nái upp á yfirborð jarðar á nóttunni, utarlega (samanber í norðri) þar sem „brekkuhvelið“ er minna en annars staðar á jörðinni.
- Að frost og ís norðursins dragi í sig svo mikið afl að af því geisli.

Danski listmálarinn Harald Moltke (1871-1960) málaði fjölmargar myndir af norðurljósum snemma á 20. öld.
... að þegar sólargeislarnir sundri þeim ógurlegu ísum ... þá lýsi þeir himininn með afturkasti sínu og valdi þessum afar hvikulu og óstöðugu leifturhreyfingum í upphæðum, vegna ókyrrðarkviks hafbylgjanna við ísrekið, – rétt eins og þegar ker eða krukka full af vatni er látin í sólargeisla við húsdyr; þá kemur afturkast geislanna sýnilega í ljós efst í lofti hússins, hreyfist, þegar vatnið hefur hreyfzt, en staðnar, þegar vatnið hefur staðnað. Verð eg að láta stjörnufræðingunum eftir að íhuga, hvað treysta megi á þetta.Þótt fleiri menn frá sömu öld lýsi norðurljósum yfir Íslandi og geti um áhrif þeirra á veðurfar, reyna þeir ekki að skilgreina fyrirbærið frekar. Á 18. öld eru þeir hins vegar í auknum mæli farnir að velta fyrir sér eðli norðurljósanna, líkt og fram kemur í riti Johanns Andersons frá árinu 1748, en hann taldi norðurljósin stafa af brennisteinsgufum sem kvikni í loftinu. Hann segir eðlilegt að mikið sé um norðurljós yfir Íslandi, þar sem brennisteinsgufur stígi upp frá eldfjöllunum. Anderson segir að í heimskautslöndunum kvikni ekki í slíkum gufum fyrr en þær hafi þjappast saman efst í lofthvolfinu, og sé það vegna kulda. Í heitum löndum kvikni aftur á móti í slíkum gufum niður við jörðu og verði þær að hrævareldi og eldingum þar, en ekki norðurljósum.[4] Um hugmyndir manna á 18. öld má einnig lesa í Íslandsriti Nielsar Horrebows frá 1752, en hann framkvæmdi athuganir sínar á veðurfari á Íslandi á árunum 1749–51.[5] Að auki getur Magnús Stephensen dómstjóri þess í riti sínu „Um Meteora, edr Vedráttufar, Loptsiónir, og adra náttúrliga tilburdi á sió og landi“ frá 1783, að þá þegar hafi menn verið farnir að mæla norðurljósin með segulnál.[6] Ekki verður betur séð af skrifum Magnúsar en að menn á hans tímum hafi haft miklar og þó misjafnar skoðanir á norðurljósunum. Einna umfangsmestar eru þó líklega athuganir Sveins Pálssonar sem mældi tíðni þeirra,[7] og Eggerts Ólafssonar sem lýsti norðurljósunum víða um land og aðgreindi þau frá annars konar loftljósum.[8]

Fyrstu ljósmyndirnar af norðurljósum voru teknar í janúar árið 1892. Það var þýski eðlis- og stjörnufræðingurinn Martin Brendel (1862-1939) sem tók þær.
- … tengdust rafkrafti (jafnvel í formi afhleðslu rafmagns milli jarðar og himins).
- … tilheyrðu hring eða belti sem lægi umhverfis pólinn.
- … tengdust segulsviði jarðar.
- … væru nokkurs konar lýsigas.[9]
- ^ Ólafur Halldórsson 1978: 128.
- ^ Oddur Einarsson 1971: 63.
- ^ Gísli Oddsson 1942: 60, sbr. latneskan texta í Halldór Hermannsson 1916: 34.
- ^ Anderson 1748: 104-5.
- ^ Horrebow 1752: 391-478.
- ^ Magnús Stephensen 1783: 162-63.
- ^ Sveinn Pálsson 1945: 46, 161-62. Um rannsóknarsögu, sjá einnig Þorsteinn Sæmundsson 2012b.
- ^ Eggert Ólafsson 1981: I 6, 71, 177, 228, II 20, 184-86. Sérstaklega nákvæmar eru lýsingarnar á bls. II 184-86.
- ^ Brekke og Egeland 1983: 53-86.
- Anderson, Johann. 1748. Efterretninger om Island, Grönland og Strat Davis. Kiøbenhavn: Gabriel Christian Rothe.
- Brekke, Asgeir og Alv Egeland. 1983. The Northern Lights: From Mythology to Space Research. Berlin, Heidelberg, New York, Tokyo: Springer-Verlag.
- Eggert Ólafsson. 1974. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752–1757 I–II. Reykjavík: Örn og Örlygur.
- Gísli Oddsson. 1942. Íslenzk annálabrot [Annalium in Islandia farrago] og Undur Íslands [De mirabilibus Islandiæ]. Þýð. Jónas Rafnar. Akureyri: Þorsteinn M. Jónsson.
- Hauksbók udgiven efter de Arnamagnæanske håndskrifter no. 371, 544 og 675, 4°. 1892–94. København: Thieles bogtrykkeri.
- Halldór Hermannsson. 1916. Icelandic books of the sixteenth century (1534–1600). Islandica IX. Ithaca, N.Y.: Cornell Unicersity Library.
- Horrebow, Niels. 1752. Tilforladelige Efterretninger om Island. København: s.n.
- Magnús Stephensen. 1783. Um Meteora, edr Vedráttufar, Loptsiónir, og adra náttúrliga tilburdi á sió og landi. Rit þess íslenzka Lærdóms-lista felags III. Kaupmannahöfn: Jóhann Rúdólph Thiele. Bls. 122-92.
- Oddur Einarsson. 1971. Íslandslýsing: Qualiscunque descriptio Islandiae. Útg. Jakob Benediktsson. Þýð. Sveinn Pálsson. Reykjavík: Menningarsjóður.
- Ólafur Halldórsson. 1978. Grænland í miðaldaritum. Reykjavík: Sögufélag.
- Sveinn Pálsson. 1945. Ferðabók Sveins Pálssonar: Dagbækur og riterðir 1791–1797. Reykjavík: Snælands útgáfan.
- The Northern Lights Route - The northern lights. (Sótt 24.4.2018).
- 1892: First Auroral Photography – Cosmic Reflections. (Sótt 24.04.2018).