Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2942 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?

Michel Foucault (1926–1984) var franskur heimspekingur, en verk hans hafa haft mikil áhrif á margar greinar hug- og félagsvísinda, langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault fæddist í Poiters í Frakklandi 15. október 1926. Hann stundaði nám í París við École normale supérieure og lauk þaðan prófum í heimspeki og ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Hannes Finnsson?

Hannes Finnsson (1739-1796) fæddist í Reykholti í Borgarfirði. Hann var sonur Guðríðar Gísladóttur (1707-1766) og Finns Jónssonar (1704-1789). Guðríður var sonardóttir Jóns Vigfússonar (Bauka-Jóns, 1643-1690) sem varð biskup á Hólum eftir nokkuð ævintýralegan feril sem sýslumaður. Finnur var af prestaætt sem lengi...

category-iconVeirur og COVID-19

Er gagnlegt að eyða COVID-veirunni með því að úða fjórgildum efnasamböndum á skrifstofum og víðar?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Vinna sótthreinsunarefni með fjórgildum efnasamböndum á COVID-veirunni? Þá er ég að hugsa um hvort það sé gagnlegt að úða þoku með fjórgildum efnasamböndum á skrifstofum, heilsurækt, og matsal. Ég er látin gera þetta en efast mikið um gagnsemi gegn COVID-19. (Þetta er n...

category-iconJarðvísindi

Hvaða gastegundir koma upp úr gosinu í Geldingadölum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn, hvaða gastegundir eru að koma upp úr gosinu á Fagradalsfjalli. Hvaða gastegundir berast til höfuðborgarsvæðisins, er það flúoríð, klóríð? Hvaða áhrif hafa slíkar lofttegundir á mannfólkið? Eru þær krabbameinsvaldandi etc.? Eru slík gös mæld í loftgæðamælistöðvum á höfu...

category-iconHeimspeki

Hvað er slaufun og hvað er slaufunarmenning?

Á undanförnum árum hefur orðið ákveðin samfélagsvakning í þeim skilningi að framfaraskref hafa verið tekin í málefnum ýmissa jaðarsettra hópa. Þar má til dæmis nefna réttindi hinsegin fólks og vaxandi umræðu um kynþáttahyggju. Eins og flest hafa orðið vör við hefur umræða um kynferðisofbeldi og áreitni sem og kynb...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er innbyrðis hreyfing?

Innbyrðis hreyfing er það hvernig einn hlutur hreyfist miðað við annan tiltekinn hlut. Hún er til dæmis engin ef báðir eru kyrrstæðir og líka ef þeir hreyfast báðir eins, það er að segja með jafnmiklum hraða í sömu stefnu. En ef hlaupari fer fram úr mér þar sem ég er í gönguferð þá erum við, ég og hlauparinn, á in...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?

Ýmislegt má tína til þegar spurt er um algengar villur en sumar virðast þó algengari en aðrar. Sennilega er ein hin algengasta að nota myndina vill af sögninni að vilja í fyrstu persónu eintölu, ég vill í stað ég vil. Þar er um að ræða áhrif frá þriðju persónu hann/hún vill. Algengt er að benda á sagnirnar lang...

category-iconHugvísindi

Hvað gerir spurningu heimspekilega?

Þessari spurningu er afar erfitt að svara. Sennilega er best að segja að spurning sé heimspekileg ef hún krefst þess að við stundum heimspeki til þess að svara henni. Ein og sama spurningin getur jafnvel verið heimspekileg eða ekki eftir því í hvaða tilgangi hún er borin upp. Hvers konar spurning er til dæmis s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið skrípó?

Orðið skrípó er stytting á lýsingarorðinu skrípalegur. Það er myndað með viðskeytinu –ó sem oftast er notað til að stytta lýsingarorð sem enda á –legur, einkum í talmáli, til dæmis púkó af púkalegur, huggó af huggulegur, sveitó af sveitalegur, en einnig önnur lýsingarorð eins og spennó af spennandi og rómó af róma...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er ekki hægt að nota stafrænar segulbandsspólur og hátæknirafhlöður í stafrænar myndavélar?

Upphaflegur texti frá spyrjanda er sem hér segir:Nýlega fór ég að skoða stafrænar myndavélar og vega og meta kosti þeirra og galla. Mér sýnist að helstu gallarnir séu lítið minni (sumar nota gömlu 1.44mb disklingana), rándýrt aukaminni og lítil ending á rafhlöðum. - Spurning mín er sú, hvort ekki mætti nota stafræ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Sé bil á milli róteindar og rafeindar, er þá ekki fræðilegur möguleiki að tveir einstaklingar fari í gegn þegar þeir hlaupa hvor á annan?

Hér er væntanlega vísað til þess að massi atóms er nær allur í kjarna þess, en hann er aðeins mjög lítill hluti af stærð þess. Því finnst okkur við fyrstu sýn að atómin séu næstum tóm (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?) og þau ættu að geta runn...

category-iconHeimspeki

Hvernig er sönnun Pascals á því að betra sé að trúa á Guð?

Í riti sínu Pensées (grein 418) segir Blaise Pascal (1623-1662): Annað hvort er Guð til eða hann er ekki til. En hvort eigum við að halda? Skynsemin getur ekki skorið úr. Á milli þessara tveggja kosta er ginnungagap og úti í óendanleikanum er hlutkesti varpað. Hvor hliðin kemur upp? Á hvað ætlar þú að veðja? S...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig kveiktu „fornmenn“ á Íslandi eld?

Spurningin í heild sinni hljóðar svo:Hvernig kveiktu „fornmenn“ á Íslandi eld? Hvers vegna þurfti Grettir að „sækja eld“ úr Drangey; og höfðu brennumenn eld með sér til að kveikja í Bergþórshvoli? Að hafa vald á eldinum er eitt af því sem aðgreinir manninn frá öðrum dýrum. Að geta kveikt eld og stjórnað honum e...

category-iconStærðfræði

Eru líkur óháðar kastfjölda þegar peningi er kastað?

Upphafleg spurning var í heild sem hér segir: Ef ég kasta krónupeningi einu sinni upp þá eru 50% líkur á því að ég fái bergrisann. Ef ég kasta krónupeningnum upp 1000 sinnum hljóta að vera 100% líkindi fyrir því að ég fái bergrisann upp að minnsta kosti einu sinni. Af hverju er þá alltaf talað um að líkur séu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að nota orðin „tveggja og þriggja“ eða „tvennra og þrennra“ þegar menn vinna til verðlauna?

Orðið verðlaun er eitt þeirra orða sem ekki eru notuð í eintölu. Með slíkum orðum eru notaðar svonefndar fleirfaldstölur. Þær eru einir, tvennir, þrennir, fernir. Einir er fleirfaldstala um eina einingu, tvennir um tvær einingar og svo framvegis. Sem dæmi mætti nefna: „Ég á eina skó“. Þá er átt við eitt par af...

Fleiri niðurstöður