Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHugvísindiMálvísindi: íslenskHvort er réttara að nota orðin „tveggja og þriggja“ eða „tvennra og þrennra“ þegar menn vinna til verðlauna?
Orðið verðlaun er eitt þeirra orða sem ekki eru notuð í eintölu. Með slíkum orðum eru notaðar svonefndar fleirfaldstölur. Þær eru einir, tvennir, þrennir, fernir. Einir er fleirfaldstala um eina einingu, tvennir um tvær einingar og svo framvegis.
Sem dæmi mætti nefna: „Ég á eina skó“. Þá er átt við eitt par af skóm, en sé sagt „Ég á einn skó“ er átt við einn stakan skó. Sama gildir til dæmis um sokka þegar átt er við sokkapar: „Ég á þrenna sokka“ merkir að viðkomandi á þrjú pör af sokkum (sex stykki) en aftur á móti: „Ég fann þrjá (staka) sokka í þvottinum.“
Orðin buxur, hjón og verðlaun taka með sér fleirfaldstölur:
Ég keypti mér fernar buxur á útsölunni.
Hún fékk þrenn verðlaun á sundmótinu.
Tvenn hjón voru með í ferðinni.
Aftur á móti mætti segja: „Hún fékk þrjá verðlaunapeninga á mótinu“ þar sem orðið peningur er notað bæði í eintölu og fleirtölu.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Hvort er réttara að nota orðið „tveggja og þriggja“ eða „tvennra og þrennra“ í samhengi eins og til dæmis: „Hann/hún vann til tveggja/tvennra verðlauna“?
Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að nota orðin „tveggja og þriggja“ eða „tvennra og þrennra“ þegar menn vinna til verðlauna?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2011, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58740.
Guðrún Kvaran. (2011, 23. mars). Hvort er réttara að nota orðin „tveggja og þriggja“ eða „tvennra og þrennra“ þegar menn vinna til verðlauna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58740
Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að nota orðin „tveggja og þriggja“ eða „tvennra og þrennra“ þegar menn vinna til verðlauna?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2011. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58740>.