Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?

Garðar Árnason

Michel Foucault (1926–1984) var franskur heimspekingur, en verk hans hafa haft mikil áhrif á margar greinar hug- og félagsvísinda, langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault fæddist í Poiters í Frakklandi 15. október 1926. Hann stundaði nám í París við École normale supérieure og lauk þaðan prófum í heimspeki og sálfræði. Foucault þótti afburðasnjall námsmaður, en hann þjáðist mjög af þunglyndi á námsárum sínum. Kynni hans af geðlæknum og sálfræðingum sem sjúklingur vöktu áhuga hans á tengslum sjúklings og læknis, og tengslum geðveikinnar við samfélag, vísindi og siðferði.

Foucault yfirgaf Frakkland árið 1955 og hélt til Uppsala í Svíþjóð. Auk þess að veita Frönsku menningarmiðstöðinni, Maison de France, forstöðu og kenna frönsku við Háskólann í Uppsölum, vann hann að doktorsritgerð um sögu geðveikinnar frá lokum miðalda og fram á nítjándu öld. Ritgerðina varði Foucault við École normale supérieure og hún kom út árið 1961 undir titlinum Sturlun og óskynsemi: Saga sturlunar á nýöld (Folie et déraison: Histoire de la folie à l'âge classique).

Michel Foucault (1926-1984).

Foucault varð prófessor í heimspeki við Háskólann í Clermont-Ferrand árið 1962. Á næstu árum birtust tvær bækur eftir hann, Fæðing spítalans: Fornminjafræði hins læknisfræðilega sjónarhorns (Naissance de la clinique: Une archéologie du regard médical) og Orð og hlutir: Fornminjafræði mannvísindanna (Les mots et les choses: Une archéologie des sciences humaines), auk smærri rita og greina. Orð og hlutir, sem er mikill doðrantur um orðræðu mannvísinda á upplýsingaröldinni, varð óvænt metsölubók í Frakklandi.

Í þessum þrem helstu ritum Foucaults á sjöunda áratugnum þróaðist einhvers konar aðferð eða nálgun sem Foucault nefndi „fornminjafræði“. Fornminjafræðin er greining á sögulegum skilyrðum og gerð fræðilegrar orðræðu og vísindalegrar þekkingar. Fræðileg orðræða er yfirborðsþekking (fr. connaissance) sem hvílir á dýpri þekkingu (fr. savoir). Þessi dýpri þekking er söguleg skilyrði fyrir því að ákveðin þekking, og um leið vísindagrein, sé möguleg. Hún skilgreinir hvers konar hugtök og viðföng vísindagreinin getur haft og hvernig hægt er að tala um þau. Þannig geta tvær vísindakenningar einungis stangast á ef þær hvíla á sömu djúpþekkingu. Þegar djúpþekkingin tekur stakkaskiptum verða ný vísindi möguleg og um leið verða kenningar til sem ekki er hægt að bera saman við eldri kenningar, því kenningarnar beinast ekki að sömu viðföngunum, nota ekki sömu hugtökin og fara ekki eftir sömu leikreglum, ef svo má segja. Það myndast því óbrúanleg gjá á milli vísinda sem hvíla á ólíkri djúpþekkingu.

Þessar hugmyndir um söguleg skilyrði vísinda og hyldýpisgjár í vísindasögunni eiga sér þó nokkra samsvörun í hugmyndum bandaríska vísindaheimspekingsins Thomasar Kuhn um gerð vísindalegra byltinga. Foucault gerði misheppnaða tilraun til þess að setja fornminjafræðina fram á fræðilegan og kerfisbundinn hátt í Fornminjafræði þekkingarinnar (L‘archéologie du savoir), sem birtist árið 1969.

Við lok sjöunda áratugarins var mikill umbrotatími í Frakklandi, eins og annars staðar á Vesturlöndum. Foucault hafði tekið sér leyfi frá stöðu sinni í Clermont-Ferrand og dvaldi tvö ár, 1966 til 1968, í Túnis. Hann var því víðs fjarri því byltingarástandi sem skapaðist í París 1968. Sú umbylting sem varð í frönsku samfélagi og háskólum á þessum tíma fór þó ekki fram hjá Foucault. Eftir dvöl sína í Túnis sneri Foucault aftur til Frakklands og árið 1969 hlaut hann kosningu í Collège de France, æðstu menntastofnun Frakklands. Hann nefndi prófessorsstöðu sína „sögu hugsanakerfa“, sem vísar í fornminjafræðirannsóknir hans, en áhugi hans hafði snúist frá sögulegum skilyrðum vísindalegrar þekkingar og að hugmyndinni um vald.

Á áttunda áratugnum birti Foucault allmargar greinar sem tengjast valdahugtakinu, sem og tvær bækur: Gæsla og refsing: Fæðing fangelsisins (Surveiller et punir: Naissance de la prison) og Sögu kynferðisins I: Þekkingarviljinn (Histoire de la sexualité I: La volonté de savoir). Í fyrstu tengdi hann vald við þvingun, höft, bælingu og kúgun. Foucault taldi þessa hefðbundnu hugmynd um vald koma skýrast fram í valdi konungsins eða valdhafans yfir þegnum sínum. Þessi hefðbundna hugmynd um vald dugar ágætlega til að skýra valdatengsl í konungsríkjum fyrri tíma, en hún á síður við um valdatengsl í þróuðum samfélögum nútímans.

Samkvæmt sögulegri greiningu Foucaults varð til ný tegund af valdi á 17. öld, sem þróaðist og breiddist út á Vesturlöndum á næstu öldum. Þessi nýja tegund af valdi er ekki lóðrétt vald konungsins yfir þegnum sínum, heldur er valdið „lárétt“ í neti valdatengsla sem liggja um samfélagið allt. Vald er ekki eitthvað sem einhver hefur, það er enginn valdhafi, heldur liggur valdið í athöfnunum sjálfum, nánar tiltekið í athöfnum sem miða beint eða óbeint að því að hafa áhrif á athafnir annarra. Um leið myndast sterk tengsl milli valds og þekkingar.

„Eftirlit, gæsla og fangelsun verða tæki til að hafa stjórn á einstaklingum og samfélaginu."

Þannig gjörbreyttust refsingar á 17. og 18. öld, frá opinberum, líkamlegum refsingum sem sýndu vald konungsins, til refsinga á sálinni, sem fara fram bókstaflega fyrir luktum dyrum. Eftirlit, gæsla og fangelsun verða tæki til að hafa stjórn á einstaklingum og samfélaginu. Aflsmunir lögreglu og fangavarða, og múrar fangelsisins, eru ekki það sem mestu skiptir, heldur dreifing eftirlits og gæslu út um allt samfélagið og um leið inn í sál eða huga einstaklinganna. Þeir fara að fylgjast með sér sjálfir, því þeir vita aldrei hver er að fylgjast með þeim, hvar eða hvenær. Þekking gegnir hér einnig grundvallarhlutverki, því til þess að bregðast við glæpum og afbrotum, og til þess að vita hvernig eigi að meðhöndla þá sem brjóta af sér, þarf þekkingu bæði á glæpum í samfélaginu og á þeim tegundum fólks sem fremur tilteknar tegundir af glæpum.

Saga kynferðisins átti að verða margra binda verk um tengsl valds og þekkingar í þeim breytingum sem orðið hafa á eðli kynferðisins í samfélögum okkar í gegnum aldirnar. Fyrsta bindið var einungis inngangur að þessu metnaðarfulla verki. Foucault var þá farinn að beina sjónum sínum meira að einstaklingnum og því hvernig hann mótar sjálfan sig og líf sitt. Þessar hugmyndir Foucaults, sem afmarka þriðja skeiðið á ferli hans, eru oft felldar undir lykilorðið „siðfræði“. Þær snúast um það hvernig maður skapar sjálfan sig og líf sitt sem nokkurs konar listaverk, ef til vill má nefna það fagurfræði sjálfsins. Annað og þriðja bindi Sögu kynferðisins snúast um þessi efni fremur en vald, en þau birtust að Foucault látnum. Foucault lést af völdum alnæmis í París 25. júní 1984.

Myndir:

Höfundur

heimspekingur

Útgáfudagur

9.12.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Garðar Árnason. „Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61451.

Garðar Árnason. (2011, 9. desember). Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61451

Garðar Árnason. „Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61451>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?
Michel Foucault (1926–1984) var franskur heimspekingur, en verk hans hafa haft mikil áhrif á margar greinar hug- og félagsvísinda, langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault fæddist í Poiters í Frakklandi 15. október 1926. Hann stundaði nám í París við École normale supérieure og lauk þaðan prófum í heimspeki og sálfræði. Foucault þótti afburðasnjall námsmaður, en hann þjáðist mjög af þunglyndi á námsárum sínum. Kynni hans af geðlæknum og sálfræðingum sem sjúklingur vöktu áhuga hans á tengslum sjúklings og læknis, og tengslum geðveikinnar við samfélag, vísindi og siðferði.

Foucault yfirgaf Frakkland árið 1955 og hélt til Uppsala í Svíþjóð. Auk þess að veita Frönsku menningarmiðstöðinni, Maison de France, forstöðu og kenna frönsku við Háskólann í Uppsölum, vann hann að doktorsritgerð um sögu geðveikinnar frá lokum miðalda og fram á nítjándu öld. Ritgerðina varði Foucault við École normale supérieure og hún kom út árið 1961 undir titlinum Sturlun og óskynsemi: Saga sturlunar á nýöld (Folie et déraison: Histoire de la folie à l'âge classique).

Michel Foucault (1926-1984).

Foucault varð prófessor í heimspeki við Háskólann í Clermont-Ferrand árið 1962. Á næstu árum birtust tvær bækur eftir hann, Fæðing spítalans: Fornminjafræði hins læknisfræðilega sjónarhorns (Naissance de la clinique: Une archéologie du regard médical) og Orð og hlutir: Fornminjafræði mannvísindanna (Les mots et les choses: Une archéologie des sciences humaines), auk smærri rita og greina. Orð og hlutir, sem er mikill doðrantur um orðræðu mannvísinda á upplýsingaröldinni, varð óvænt metsölubók í Frakklandi.

Í þessum þrem helstu ritum Foucaults á sjöunda áratugnum þróaðist einhvers konar aðferð eða nálgun sem Foucault nefndi „fornminjafræði“. Fornminjafræðin er greining á sögulegum skilyrðum og gerð fræðilegrar orðræðu og vísindalegrar þekkingar. Fræðileg orðræða er yfirborðsþekking (fr. connaissance) sem hvílir á dýpri þekkingu (fr. savoir). Þessi dýpri þekking er söguleg skilyrði fyrir því að ákveðin þekking, og um leið vísindagrein, sé möguleg. Hún skilgreinir hvers konar hugtök og viðföng vísindagreinin getur haft og hvernig hægt er að tala um þau. Þannig geta tvær vísindakenningar einungis stangast á ef þær hvíla á sömu djúpþekkingu. Þegar djúpþekkingin tekur stakkaskiptum verða ný vísindi möguleg og um leið verða kenningar til sem ekki er hægt að bera saman við eldri kenningar, því kenningarnar beinast ekki að sömu viðföngunum, nota ekki sömu hugtökin og fara ekki eftir sömu leikreglum, ef svo má segja. Það myndast því óbrúanleg gjá á milli vísinda sem hvíla á ólíkri djúpþekkingu.

Þessar hugmyndir um söguleg skilyrði vísinda og hyldýpisgjár í vísindasögunni eiga sér þó nokkra samsvörun í hugmyndum bandaríska vísindaheimspekingsins Thomasar Kuhn um gerð vísindalegra byltinga. Foucault gerði misheppnaða tilraun til þess að setja fornminjafræðina fram á fræðilegan og kerfisbundinn hátt í Fornminjafræði þekkingarinnar (L‘archéologie du savoir), sem birtist árið 1969.

Við lok sjöunda áratugarins var mikill umbrotatími í Frakklandi, eins og annars staðar á Vesturlöndum. Foucault hafði tekið sér leyfi frá stöðu sinni í Clermont-Ferrand og dvaldi tvö ár, 1966 til 1968, í Túnis. Hann var því víðs fjarri því byltingarástandi sem skapaðist í París 1968. Sú umbylting sem varð í frönsku samfélagi og háskólum á þessum tíma fór þó ekki fram hjá Foucault. Eftir dvöl sína í Túnis sneri Foucault aftur til Frakklands og árið 1969 hlaut hann kosningu í Collège de France, æðstu menntastofnun Frakklands. Hann nefndi prófessorsstöðu sína „sögu hugsanakerfa“, sem vísar í fornminjafræðirannsóknir hans, en áhugi hans hafði snúist frá sögulegum skilyrðum vísindalegrar þekkingar og að hugmyndinni um vald.

Á áttunda áratugnum birti Foucault allmargar greinar sem tengjast valdahugtakinu, sem og tvær bækur: Gæsla og refsing: Fæðing fangelsisins (Surveiller et punir: Naissance de la prison) og Sögu kynferðisins I: Þekkingarviljinn (Histoire de la sexualité I: La volonté de savoir). Í fyrstu tengdi hann vald við þvingun, höft, bælingu og kúgun. Foucault taldi þessa hefðbundnu hugmynd um vald koma skýrast fram í valdi konungsins eða valdhafans yfir þegnum sínum. Þessi hefðbundna hugmynd um vald dugar ágætlega til að skýra valdatengsl í konungsríkjum fyrri tíma, en hún á síður við um valdatengsl í þróuðum samfélögum nútímans.

Samkvæmt sögulegri greiningu Foucaults varð til ný tegund af valdi á 17. öld, sem þróaðist og breiddist út á Vesturlöndum á næstu öldum. Þessi nýja tegund af valdi er ekki lóðrétt vald konungsins yfir þegnum sínum, heldur er valdið „lárétt“ í neti valdatengsla sem liggja um samfélagið allt. Vald er ekki eitthvað sem einhver hefur, það er enginn valdhafi, heldur liggur valdið í athöfnunum sjálfum, nánar tiltekið í athöfnum sem miða beint eða óbeint að því að hafa áhrif á athafnir annarra. Um leið myndast sterk tengsl milli valds og þekkingar.

„Eftirlit, gæsla og fangelsun verða tæki til að hafa stjórn á einstaklingum og samfélaginu."

Þannig gjörbreyttust refsingar á 17. og 18. öld, frá opinberum, líkamlegum refsingum sem sýndu vald konungsins, til refsinga á sálinni, sem fara fram bókstaflega fyrir luktum dyrum. Eftirlit, gæsla og fangelsun verða tæki til að hafa stjórn á einstaklingum og samfélaginu. Aflsmunir lögreglu og fangavarða, og múrar fangelsisins, eru ekki það sem mestu skiptir, heldur dreifing eftirlits og gæslu út um allt samfélagið og um leið inn í sál eða huga einstaklinganna. Þeir fara að fylgjast með sér sjálfir, því þeir vita aldrei hver er að fylgjast með þeim, hvar eða hvenær. Þekking gegnir hér einnig grundvallarhlutverki, því til þess að bregðast við glæpum og afbrotum, og til þess að vita hvernig eigi að meðhöndla þá sem brjóta af sér, þarf þekkingu bæði á glæpum í samfélaginu og á þeim tegundum fólks sem fremur tilteknar tegundir af glæpum.

Saga kynferðisins átti að verða margra binda verk um tengsl valds og þekkingar í þeim breytingum sem orðið hafa á eðli kynferðisins í samfélögum okkar í gegnum aldirnar. Fyrsta bindið var einungis inngangur að þessu metnaðarfulla verki. Foucault var þá farinn að beina sjónum sínum meira að einstaklingnum og því hvernig hann mótar sjálfan sig og líf sitt. Þessar hugmyndir Foucaults, sem afmarka þriðja skeiðið á ferli hans, eru oft felldar undir lykilorðið „siðfræði“. Þær snúast um það hvernig maður skapar sjálfan sig og líf sitt sem nokkurs konar listaverk, ef til vill má nefna það fagurfræði sjálfsins. Annað og þriðja bindi Sögu kynferðisins snúast um þessi efni fremur en vald, en þau birtust að Foucault látnum. Foucault lést af völdum alnæmis í París 25. júní 1984.

Myndir:...