Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða gastegundir koma upp úr gosinu í Geldingadölum?

JGÞ

Öll spurningin hljóðaði svona:
Góðan daginn, hvaða gastegundir eru að koma upp úr gosinu á Fagradalsfjalli. Hvaða gastegundir berast til höfuðborgarsvæðisins, er það flúoríð, klóríð? Hvaða áhrif hafa slíkar lofttegundir á mannfólkið? Eru þær krabbameinsvaldandi etc.? Eru slík gös mæld í loftgæðamælistöðvum á höfuðborgarsvæðinu?

Eins og fjallað er um í svari eftir Níels Óskarsson við spurningunni Hvaða gastegundir koma upp í eldgosi? er uppistaðan í eldfjallagasi tvíefna sambönd (oxíð) frumefnanna vetnis, kolefnis og brennisteins. Í svarinu segir þetta um algengustu lofttegundirnar:

Algengustu loftegundirnar eru vatn (H2O), vetni (H2), koltvíoxíð (CO2), kolsýringur (CO) og brennisteinstvíoxíð (SO2), en magn þeirra getur náð tugum hundraðshluta af rúmtaki gassins (mól%). Aðrar sameindir aðalefnanna, svo sem brennisteinsvetni (H2S), brennisteinn (S2) og metangas (CH4), og einnig klórsýra (HCl) og flúorsýra (HF), eru ávallt til staðar en gjarnan langt undir einum hundraðshluta af rúmtaki.

Mynd af gosinu í Geldingadölum 23.3.2021.

Mikill munur getur verið á heildarmagni lofttegunda eftir kvikugerð og hægt er að lesa meira um það í svari við spurningunni Er einhver munur á gasmagni í kviku eftir tegund hennar?

Eldfjallagös leita annað hvort upp eða niður þegar þau koma út í lofhjúpinn. Massatölur eldfjallagasa segja til um hvert gösin leita eftir að þau koma úr gosrásinni. Gösin sem eru á undan andrúmslofti í töflunni hér fyrir neðan fara upp en hin leita niður.

Gastegund
Efnatákn
Massatala
Vetni
H2
2
Metan
CH2
16
Flúorsýra
HF
20
Kolsýringur
CO
28
Andrúmsloft
N2 og O2
29
Brennisteinsvetni
H2S
32
Saltsýra (klórsýra)
HCl
36,5
Koltvísýringur
CO2
44
Brennisteinn
S2
64
Brennisteinstvíoxíð
SO2
64
Gösin sem eru á undan andrúmsloftinu í töflunni leita upp þegar þau koma út í lofthjúpinn en hin leita niður, í kvosir í landslaginu. Þessi áhrif eru þeim mun meiri sem massatalan víkur lengra frá massatölu andrúmsloftsins, 29.

Um hættuna sem stafar af eldfjallagösum er fjallað í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er eldfjallagas þungt eða létt? Þar segir meðal annars þetta:

Rétt er að vara við því að flest efnin í töflunni ganga greiðlega í efnasamband, þau eru þess vegna það sem kallast hvarfgjörn og þannig hættuleg mönnum, dýrum og jafnvel plöntum. Má þar einkum nefna HF, CO, H2S, HCl, S2 og SO2. Önnur eru ekki sérlega hvarfgjörn en þau sem eru verulega þyngri en loft leita niður á við og ryðja burt súrefni og geta því stöðvað eða hamlað öndun lífvera á svæðinu. Þetta á einkum við um koltvísýring, CO2.

Þetta er ástæðan fyrir því að þegar gengið er að gosstöðvum eiga menn alltaf að hafa vindinn í bakið og forðast allar lægðir og dældir í landslagi.

Sérstaklega er fjallað um áhrif brennisteinsmengunar í svari við spurningunni Hvaða áhrif hefur brennisteinsmengun frá eldgosi á heilsu fólks? Þar segir meðal annars: „Engin merki eru hins vegar um að SO2 valdi krabbameini en spurning hvort mengunin geti valdið hækkuðum blóðþrýstingi og ófrjósemi en það er ekki alveg ljóst.“

Spyrjandi spyr einnig um mælingar á loftgæðum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar eldgos standa yfir hefur sóttvarnalæknir varað við áhrifum gosefna eftir því sem þurfa þykir. Allar upplýsingar um slíkt er hægt að nálgast á vef Landlæknisembættisins á síðunni: Eldgos á Reykjanesi.

Mynd:
  • Ritstjórn Vísindavefsins.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.3.2021

Síðast uppfært

30.3.2021

Spyrjandi

Hanna Dóra Hólm Másdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvaða gastegundir koma upp úr gosinu í Geldingadölum?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81435.

JGÞ. (2021, 25. mars). Hvaða gastegundir koma upp úr gosinu í Geldingadölum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81435

JGÞ. „Hvaða gastegundir koma upp úr gosinu í Geldingadölum?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81435>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða gastegundir koma upp úr gosinu í Geldingadölum?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Góðan daginn, hvaða gastegundir eru að koma upp úr gosinu á Fagradalsfjalli. Hvaða gastegundir berast til höfuðborgarsvæðisins, er það flúoríð, klóríð? Hvaða áhrif hafa slíkar lofttegundir á mannfólkið? Eru þær krabbameinsvaldandi etc.? Eru slík gös mæld í loftgæðamælistöðvum á höfuðborgarsvæðinu?

Eins og fjallað er um í svari eftir Níels Óskarsson við spurningunni Hvaða gastegundir koma upp í eldgosi? er uppistaðan í eldfjallagasi tvíefna sambönd (oxíð) frumefnanna vetnis, kolefnis og brennisteins. Í svarinu segir þetta um algengustu lofttegundirnar:

Algengustu loftegundirnar eru vatn (H2O), vetni (H2), koltvíoxíð (CO2), kolsýringur (CO) og brennisteinstvíoxíð (SO2), en magn þeirra getur náð tugum hundraðshluta af rúmtaki gassins (mól%). Aðrar sameindir aðalefnanna, svo sem brennisteinsvetni (H2S), brennisteinn (S2) og metangas (CH4), og einnig klórsýra (HCl) og flúorsýra (HF), eru ávallt til staðar en gjarnan langt undir einum hundraðshluta af rúmtaki.

Mynd af gosinu í Geldingadölum 23.3.2021.

Mikill munur getur verið á heildarmagni lofttegunda eftir kvikugerð og hægt er að lesa meira um það í svari við spurningunni Er einhver munur á gasmagni í kviku eftir tegund hennar?

Eldfjallagös leita annað hvort upp eða niður þegar þau koma út í lofhjúpinn. Massatölur eldfjallagasa segja til um hvert gösin leita eftir að þau koma úr gosrásinni. Gösin sem eru á undan andrúmslofti í töflunni hér fyrir neðan fara upp en hin leita niður.

Gastegund
Efnatákn
Massatala
Vetni
H2
2
Metan
CH2
16
Flúorsýra
HF
20
Kolsýringur
CO
28
Andrúmsloft
N2 og O2
29
Brennisteinsvetni
H2S
32
Saltsýra (klórsýra)
HCl
36,5
Koltvísýringur
CO2
44
Brennisteinn
S2
64
Brennisteinstvíoxíð
SO2
64
Gösin sem eru á undan andrúmsloftinu í töflunni leita upp þegar þau koma út í lofthjúpinn en hin leita niður, í kvosir í landslaginu. Þessi áhrif eru þeim mun meiri sem massatalan víkur lengra frá massatölu andrúmsloftsins, 29.

Um hættuna sem stafar af eldfjallagösum er fjallað í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er eldfjallagas þungt eða létt? Þar segir meðal annars þetta:

Rétt er að vara við því að flest efnin í töflunni ganga greiðlega í efnasamband, þau eru þess vegna það sem kallast hvarfgjörn og þannig hættuleg mönnum, dýrum og jafnvel plöntum. Má þar einkum nefna HF, CO, H2S, HCl, S2 og SO2. Önnur eru ekki sérlega hvarfgjörn en þau sem eru verulega þyngri en loft leita niður á við og ryðja burt súrefni og geta því stöðvað eða hamlað öndun lífvera á svæðinu. Þetta á einkum við um koltvísýring, CO2.

Þetta er ástæðan fyrir því að þegar gengið er að gosstöðvum eiga menn alltaf að hafa vindinn í bakið og forðast allar lægðir og dældir í landslagi.

Sérstaklega er fjallað um áhrif brennisteinsmengunar í svari við spurningunni Hvaða áhrif hefur brennisteinsmengun frá eldgosi á heilsu fólks? Þar segir meðal annars: „Engin merki eru hins vegar um að SO2 valdi krabbameini en spurning hvort mengunin geti valdið hækkuðum blóðþrýstingi og ófrjósemi en það er ekki alveg ljóst.“

Spyrjandi spyr einnig um mælingar á loftgæðum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar eldgos standa yfir hefur sóttvarnalæknir varað við áhrifum gosefna eftir því sem þurfa þykir. Allar upplýsingar um slíkt er hægt að nálgast á vef Landlæknisembættisins á síðunni: Eldgos á Reykjanesi.

Mynd:
  • Ritstjórn Vísindavefsins.
...