Góðan daginn, hvaða gastegundir eru að koma upp úr gosinu á Fagradalsfjalli. Hvaða gastegundir berast til höfuðborgarsvæðisins, er það flúoríð, klóríð? Hvaða áhrif hafa slíkar lofttegundir á mannfólkið? Eru þær krabbameinsvaldandi etc.? Eru slík gös mæld í loftgæðamælistöðvum á höfuðborgarsvæðinu?Eins og fjallað er um í svari eftir Níels Óskarsson við spurningunni Hvaða gastegundir koma upp í eldgosi? er uppistaðan í eldfjallagasi tvíefna sambönd (oxíð) frumefnanna vetnis, kolefnis og brennisteins. Í svarinu segir þetta um algengustu lofttegundirnar:
Algengustu loftegundirnar eru vatn (H2O), vetni (H2), koltvíoxíð (CO2), kolsýringur (CO) og brennisteinstvíoxíð (SO2), en magn þeirra getur náð tugum hundraðshluta af rúmtaki gassins (mól%). Aðrar sameindir aðalefnanna, svo sem brennisteinsvetni (H2S), brennisteinn (S2) og metangas (CH4), og einnig klórsýra (HCl) og flúorsýra (HF), eru ávallt til staðar en gjarnan langt undir einum hundraðshluta af rúmtaki.
Vetni | ||
Metan | ||
Flúorsýra | ||
Kolsýringur | ||
Andrúmsloft | ||
Brennisteinsvetni | ||
Saltsýra (klórsýra) | ||
Koltvísýringur | ||
Brennisteinn | ||
Brennisteinstvíoxíð |
Rétt er að vara við því að flest efnin í töflunni ganga greiðlega í efnasamband, þau eru þess vegna það sem kallast hvarfgjörn og þannig hættuleg mönnum, dýrum og jafnvel plöntum. Má þar einkum nefna HF, CO, H2S, HCl, S2 og SO2. Önnur eru ekki sérlega hvarfgjörn en þau sem eru verulega þyngri en loft leita niður á við og ryðja burt súrefni og geta því stöðvað eða hamlað öndun lífvera á svæðinu. Þetta á einkum við um koltvísýring, CO2.Þetta er ástæðan fyrir því að þegar gengið er að gosstöðvum eiga menn alltaf að hafa vindinn í bakið og forðast allar lægðir og dældir í landslagi. Sérstaklega er fjallað um áhrif brennisteinsmengunar í svari við spurningunni Hvaða áhrif hefur brennisteinsmengun frá eldgosi á heilsu fólks? Þar segir meðal annars: „Engin merki eru hins vegar um að SO2 valdi krabbameini en spurning hvort mengunin geti valdið hækkuðum blóðþrýstingi og ófrjósemi en það er ekki alveg ljóst.“ Spyrjandi spyr einnig um mælingar á loftgæðum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar eldgos standa yfir hefur sóttvarnalæknir varað við áhrifum gosefna eftir því sem þurfa þykir. Allar upplýsingar um slíkt er hægt að nálgast á vef Landlæknisembættisins á síðunni: Eldgos á Reykjanesi. Mynd:
- Ritstjórn Vísindavefsins.