Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er einhver munur á gasmagni í kviku eftir tegund hennar?

Níels Óskarsson

Flest efnasambönd sem ætla verður að séu alltaf í eldfjallagasi eru þar í smáum mæli. Þess er þó að geta að eituráhrif sumra lofttegunda eru mikil þótt styrkur þeirra sé lítill. Reginmunur er á heildarmagni lofttegunda í mismunandi kvikum. Basalt er allajafna snautt af gasi (0,2-0,5%), en kísilrík kvika, svo sem ríólít, er vatnsrík, allt að 5%. Fulla vitneskju um gasmagn í kviku er einungis unnt að fá með því að kanna gasmagn í innlyksum í kristöllum. Slík gögn eru fágæt, en fer þó fjölgandi. Nú er ljóst að vatnsgufa er ríkjandi hluti gashamsins í öllum algengustu kvikugerðum.

Gasrík þeytigos geta haft mikil umhverfisáhrif. Á myndinni sést gosmökkur í Eyjafjallajökli árið 2010.

Íslenskar eldstöðvar framleiða langflestar basalt, þannig að ætla mætti að umhverfisáhrif þeirra væru lítil. Á móti kemur hins vegar að basaltgos geta verið stór og langvinn, samanber Skaftárelda. Þróuð gasrík kvika, eins og úr Heklu, veldur miklum umhverfisáhrifum, einkum vegna mikillar dreifingar gasmengaðrar ösku, jafnvel þótt sum gosin séu lítil og skammvinn. Það er því vert að telja eldgos í megineldstöðvum eins og Öskju, Bárðarbungu, Heklu, Eyjafjallajökli, Kötlu, Öræfajökli, Torfajökulssvæðinu og sunnanverðum Vatnajökli mestu hugsanlegu mengunarvaldana, en á þessum stöðum hafa gasrík þeytigos orðið eftir landnám.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin úr sama riti.

Höfundur

Níels Óskarsson

sérfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

25.3.2021

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Níels Óskarsson. „Er einhver munur á gasmagni í kviku eftir tegund hennar?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81459.

Níels Óskarsson. (2021, 25. mars). Er einhver munur á gasmagni í kviku eftir tegund hennar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81459

Níels Óskarsson. „Er einhver munur á gasmagni í kviku eftir tegund hennar?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81459>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er einhver munur á gasmagni í kviku eftir tegund hennar?
Flest efnasambönd sem ætla verður að séu alltaf í eldfjallagasi eru þar í smáum mæli. Þess er þó að geta að eituráhrif sumra lofttegunda eru mikil þótt styrkur þeirra sé lítill. Reginmunur er á heildarmagni lofttegunda í mismunandi kvikum. Basalt er allajafna snautt af gasi (0,2-0,5%), en kísilrík kvika, svo sem ríólít, er vatnsrík, allt að 5%. Fulla vitneskju um gasmagn í kviku er einungis unnt að fá með því að kanna gasmagn í innlyksum í kristöllum. Slík gögn eru fágæt, en fer þó fjölgandi. Nú er ljóst að vatnsgufa er ríkjandi hluti gashamsins í öllum algengustu kvikugerðum.

Gasrík þeytigos geta haft mikil umhverfisáhrif. Á myndinni sést gosmökkur í Eyjafjallajökli árið 2010.

Íslenskar eldstöðvar framleiða langflestar basalt, þannig að ætla mætti að umhverfisáhrif þeirra væru lítil. Á móti kemur hins vegar að basaltgos geta verið stór og langvinn, samanber Skaftárelda. Þróuð gasrík kvika, eins og úr Heklu, veldur miklum umhverfisáhrifum, einkum vegna mikillar dreifingar gasmengaðrar ösku, jafnvel þótt sum gosin séu lítil og skammvinn. Það er því vert að telja eldgos í megineldstöðvum eins og Öskju, Bárðarbungu, Heklu, Eyjafjallajökli, Kötlu, Öræfajökli, Torfajökulssvæðinu og sunnanverðum Vatnajökli mestu hugsanlegu mengunarvaldana, en á þessum stöðum hafa gasrík þeytigos orðið eftir landnám.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin úr sama riti....