Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru helstu gerðir eldstöðva?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands er að finna ágæta umfjöllun um flokkun íslenskra eldstöðva. Eldstöðvar eru þeir staðir á yfirborði jarðar þar sem bergkvika kemur upp og við endurtekin eldgos hlaðast þar upp eldfjöll.

Þorleifur segir það einkum þrennt sem hafa þarf í huga við flokkun eldstöðva á landi. Í fyrsta lagi er það lögun gosopsins en það getur verið ýmist ílangt (sprunga) eða kringlótt. Í öðru lagi er gerð gosefna, það er hvort um er að ræða hraun, gjósku eða hvort tveggja. Í þriðja lagi er það svo tala gosa þar sem há fjöll hlaðast upp ef það gýs oft í sömu eldstöð en annars verða eldvörpin lág. Þessu til viðbótar geta magn gosefna og goshættir skipt máli fyrir lögun eldvarpa.

Út frá þessu flokkar hann íslenskar eldstöðvar á eftirfarandi hátt:

Lögun gosops
KringlóttÍlangt
Gerð gosefnaHraun (flæðigos) Dyngja
Dæmi: Sjaldbreiður
Eldborg
Dæmi: Eldborg í Hnappadal
Hraun og gjóska (blönduð gos) Klepra- og gjallgígur
Dæmi: Búðaklettur
Klepra- og gjallgígaröð
Dæmi: Lakagígar
Eldkeila
Dæmi: Snæfellsjökull
Eldhryggur
Dæmi: Hekla
Gjóska (þeyti- og sprengigos) Öskugígur
Dæmi: Hverfjall
Öskugígaröð Dæmi: Vatnaöldur
Sprengigígur
Dæmi: Grænavatn
Sprengigígaröð
Dæmi Veiðivötn
Sprengigígagjá
Dæmi: Valagjá

Heimild:

Þorleifur Einarsson, 1991: Myndun og mótun lands. Reykjavík: Mál og menning

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.5.2005

Spyrjandi

Erla Sif, f. 1990

Efnisorð

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hverjar eru helstu gerðir eldstöðva?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4983.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2005, 4. maí). Hverjar eru helstu gerðir eldstöðva? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4983

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hverjar eru helstu gerðir eldstöðva?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4983>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru helstu gerðir eldstöðva?
Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands er að finna ágæta umfjöllun um flokkun íslenskra eldstöðva. Eldstöðvar eru þeir staðir á yfirborði jarðar þar sem bergkvika kemur upp og við endurtekin eldgos hlaðast þar upp eldfjöll.

Þorleifur segir það einkum þrennt sem hafa þarf í huga við flokkun eldstöðva á landi. Í fyrsta lagi er það lögun gosopsins en það getur verið ýmist ílangt (sprunga) eða kringlótt. Í öðru lagi er gerð gosefna, það er hvort um er að ræða hraun, gjósku eða hvort tveggja. Í þriðja lagi er það svo tala gosa þar sem há fjöll hlaðast upp ef það gýs oft í sömu eldstöð en annars verða eldvörpin lág. Þessu til viðbótar geta magn gosefna og goshættir skipt máli fyrir lögun eldvarpa.

Út frá þessu flokkar hann íslenskar eldstöðvar á eftirfarandi hátt:

Lögun gosops
KringlóttÍlangt
Gerð gosefnaHraun (flæðigos) Dyngja
Dæmi: Sjaldbreiður
Eldborg
Dæmi: Eldborg í Hnappadal
Hraun og gjóska (blönduð gos) Klepra- og gjallgígur
Dæmi: Búðaklettur
Klepra- og gjallgígaröð
Dæmi: Lakagígar
Eldkeila
Dæmi: Snæfellsjökull
Eldhryggur
Dæmi: Hekla
Gjóska (þeyti- og sprengigos) Öskugígur
Dæmi: Hverfjall
Öskugígaröð Dæmi: Vatnaöldur
Sprengigígur
Dæmi: Grænavatn
Sprengigígaröð
Dæmi Veiðivötn
Sprengigígagjá
Dæmi: Valagjá

Heimild:

Þorleifur Einarsson, 1991: Myndun og mótun lands. Reykjavík: Mál og menning...