Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 832 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?

Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og jafnframt sú stærsta í okkar sólkerfi. Eins og á við um aðrar plánetur hefur Júpíter tungl. Nú er vitað um 67 slík. Stærst þeirra er Ganýmedes, það er stærra en reikistjarnan Merkúr. Júpíter er einn af fjórum gasrisum sólkerfisins en hinir gasrisarnir eru Satúrnus, Ú...

category-iconTrúarbrögð

Hver er saga kirkjuklukknanna í Hallgrímskirkju?

Hallgrímskirkja er stærsta kirkja Íslands en hana hannaði Guðjón Samúelsson (1887-1950). Guðjón lifði ekki að sjá kirkjuna í allri sinni dýrð því byggingu hennar lauk ekki fyrr en 1986 og hafði þá spannað 41 ár. Klukkurnar í Hallgrímskirkju samanstanda af þremur stórum klukkum og 29 minni bjöllum í klukknaspili...

category-iconJarðvísindi

Hvað er sigdalur og hvernig myndast hann?

Sigdalur (e. graben, rift valley) er það kallað þar sem spilda milli sprungna hefur sigið og myndað við það dal á yfirborði. Sigdalir geta verið stórir, eins og til dæmis Rínardalurinn eða sigdalirnir miklu í Austur-Afríku, eða litlir eins og sumir sigdalirnir í sprungusveimum íslenskra eldstöðva. Sigdalir ver...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver er mælieiningin 'hestar' um hey? Eru það hestburðir?

Í gamla daga voru hestar notaðir til þess að bera hey í hlöðu á Íslandi enda voru engar nútíma landbúnaðarvélar til og nánast engir vegir. Lítið var notast við hestvagna og þá helst litla tvíhjóla vagna. Heyið var slegið og þurrkað úti á túni eða á engjum. Heyinu var svo rakað saman í sátur og þær bundnar í...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?

Orfeifur var sonur Oeagrusar Þrakíukonungs og listagyðjunnar Kallíópu sem nefndist svo vegna þess hve rödd hennar var þýð. Orfeifur var frægasti söngvari, skáld og tónlistarmaður fornaldar. Grísku músurnar eða menntagyðjurnar, kenndu honum að leika á lýru og með hljóðfæraslætti gat hann hann tamið villidýr og sagt...

category-iconLífvísindi: almennt

Úr hverju er laufblað?

Laufblöð eru samsett úr nokkrum lögum en þau eru efri yfirhúð (e. upper epidermis), stafvefur (e. palisade layer), svampvefur (e. spongy layer) og neðri yfirhúð (e. lower epidermis). Efst er efri yfirhúð og frumur hennar eru þaktar með vaxkenndum hjúp eða vaxlagi til þess að draga úr vatnstapi. Frumurnar í efr...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu öflug er öflugasta vetnissprengjan sem kjarnorkuveldi heimsins hafa í fórum sínum?

Vísindavefurinn rekur ekki njósnir og hefur því ekki beint svar á reiðum höndum um hernaðarleyndarmál eins og hér er spurt um. Hins vegar getum við upplýst að stærsta kjarnasprengja sem sprengd hefur verið var 57 MT sovésk sprengja, Tsar Bomba, og var hún sprengd í 4 km hæð yfir Novaja Zemlja þann 30. október ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er hættulegasti fiskur í sjónum?

Örðugt er að segja hvaða fiskar eru hættulegastir enda er hætta ávallt afar aðstæðubundin. Eitruðustu fiskar heims eru hins vegar af ættkvísl steinfiska. Tvær tegundir, sem er að finna í Indlands- og Kyrrahafi, og nefnast hryllisteinn (Synanceja horrida) og vörtusteinn (Synanceja verrucosa), hafa stærsta ei...

category-iconUnga fólkið svarar

Er hægt að senda veirur í gsm-síma?

Til eru svokallaðir tölvuormar sem dreifa sér á milli síma sem hafa stýrikerfi (Windows Mobile eða Symbian) og annað hvort þráðlaust net eða Blátönn (e. Bluetooth). Dæmi eru um orma sem hafa smitað fjölda síma þar sem margmenni var samankomið, svo sem á íþróttakappleikjum í Finnlandi. Einnig er vitað um orma se...

category-iconLandafræði

Hvert er flatarmál Afríku?

Afríka er önnur stærsta heimsálfan, um 30.365.000 km2 að flatarmáli eða rúmlega fimmtungur af þurrlendi jarðar. Aðeins Asía er stærri. Frá norðri til suðurs spannar Afríka um 8.000 km en mesta vegalengd frá austri til vesturs er um 7.400 km. Strandlína Afríku er um 30.500 km löng eða 7.500 km styttri en strand...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa köngulær tennur?

Svarið er nei, köngulær hafa ekki tennur líkt og spendýr, fiskar eða skriðdýr en þær hafa hins vegar svonefnd klóskæri sem liggja fyrir framan munninn. Köngulóin notar klóskærin á svipaðan hátt og hryggýr nota tennur, það er til þess að grípa bráðina og rífa hana í sig. Klóskæri eru munnlimir með harðan og odd...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gæti Kötlugos mögulega staðið lengi yfir?

Kötlugos hafa staðið frá tveimur vikum upp í fjóra mánuði eða lengur. Kötlugosið 1823, sem telst lítið á mælikvarða Kötlugosa, stóð í 28 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga en stærsta Kötlugosið á sögulegum tíma, sem hófst árið 1755, stóð í um 120 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga. Síðasta gos í Eyjafjall...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða land í Norður-Evrópu er bæði stærst og fjölmennast? En í Evrópu allri?

Það er ekki eitt og sama landið sem er bæði stærst og fjölmennast í Norður-Evrópu. Á Wikipediu er sjálfstæð ríki Norður-Evrópu sögð vera 10 og þar stuðst við svæðaskipting frá Sameinuðu þjóðunum. Þau eru Norðurlöndin fimm: Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð; Eystrasaltslöndin þrjú: Eistland, Lettlan...

category-iconVísindavefur

Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands?

Upphaflega hljómaði spurningin svo:Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands? (Af því að Svartfellingar áttu alltaf höfuðborg með Serbíu, það er Belgrad.)Svartfjallaland (Montenegro) er land staðsett á Miðvestur-Balkanskaga. Í landinu búa um það bil 680.000 manns (miðað við tölur frá 2007). Stærsta borgin heitir Podg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu einkenni skriðdýra?

Skriðdýr (Reptilia) eru hryggdýr með misheitt blóð. Mörg þeirra hafa tvö pör af ganglimum og hefur hver ganglimur fimm tær með grófgerðum klóm. Slöngur og nokkrar eðlur hafa enga ganglimi og sæskjaldbökur hafa bægsli í stað ganglima. Skriðdýr hafa ekki tálkn, en vísi að þeim má þó sjá á fósturstigi, heldur anda m...

Fleiri niðurstöður