
Hugsað þversnið í gegnum sprungusveim eldstöðvarkerfis þar sem kvikugangur hefur myndast við kvikuhlaup frá megineldstöð og ferðast lárétt um jarðskorpuna (rauð ör). Jarðskorpan beggja vegna færist til hliðar (brúnar örvar) en á yfirborði yfir ganginum sígur land og gjár gliðna. Þar myndast grunnur sigdalur. Gjárnar þrengjast niður á við og breytast í siggengi þegar dýpra dregur í jarðskorpunni.
- Páll Einarsson. Umbrotin við Kröflu 1975-1989, í: Náttúra Mývatns, (ritstj. Árni Einarsson og Arnþór Garðarsson), Hið Íslenska Náttúrufræðifélag, bls. 97-139, 1991.
- Ásta Rut Hjartardóttir og Páll Einarsson. Sprungusveimar Norðurgosbeltisins og umbrotin í Bárðarbungu 2014-2015. Náttúrufræðingurinn, 87, 24-39, 2017.