Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er mælieiningin 'hestar' um hey? Eru það hestburðir?

Ulrika Andersson



Í gamla daga voru hestar notaðir til þess að bera hey í hlöðu á Íslandi enda voru engar nútíma landbúnaðarvélar til og nánast engir vegir. Lítið var notast við hestvagna og þá helst litla tvíhjóla vagna.

Heyið var slegið og þurrkað úti á túni eða á engjum. Heyinu var svo rakað saman í sátur og þær bundnar í bagga sem vógu á bilinu 40 til 50 kíló. Einn hestur bar tvo bagga, hvorn á sinni hlið, og kallaðist það hestburður. Hestburður er því um 100 kíló eða 1 hektókíló.

Reiðingur úr torfi var sett á hestinn til að auðvelda honum burðinn og hlífa baki hans. Torfið var mjúkt og molnaði ekki. Ofan á reiðinginn var lagður klyfberi úr tré. Klyfberinn var bogalagaður með tveimur tréslám sem lögðust við hliðar hestsins honum til stuðnings. Á klyfberanum miðjum voru tveir krókar þar sem heyið var fest með snæri úr ull eða hrosshári.

Klyfberinn dregur nafn sitt af byrðum hestsins en orðið klyf þýðir einmitt baggi öðru megin á hesti og er skylt sögninni að kljúfa. Sögnin að klyfja þýðir að láta bagga á hest og klyfberi er því sérstakur búnaður til að hengja klyfjar á. Klyfjaður er sá sem ber mikið, og við tölum um að einhver beri þungar klyfjar ef mikið er á hann lagt. Klyfberabúnaðurinn var þannig að nauðsynlegt var að klyfjarnar væru álíka miklar báðum megin því að annars gat snarast um á hestinum sem kallað var.



Þegar heyið var komið á hestana voru þeir bundnir hver í annan. Við það myndaðist löng röð af hestum, svonefnd heybandslest. Hestarnir sem báru hey voru aðallega notaðir til burðar en ekki til reiðar og kölluðust klyfjahestar. Þessir hestar gátu oft borið mun þyngri byrðar en sem nemur einum hestburði. Klyjahestar voru til dæmis oft notaðir á löngum ferðalögum og þá var algengt að þeir bæru allt að 150 kg á bakinu.

Þessi aðferð við að koma heyi í hús var algeng fram yfir aldamótin 1900 en þá tóku vagnar víða við því hlutverki. Hross gat dregið rúmlega 300 kíló af heyi í vagni.

Heimildir:

Daniel Bruun, Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár. Örn og Örlygur, 1987.

Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, 1989.



Myndir:

Úr bókinni Iceland for 1000 years eftir Daniel Bruun, fengnar af vefsetrinu Icelandic Horse Connection

Síðasta myndin er úr bók Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir. Önnur útg. Reykjavík: Jónas og Halldór Rafnar, 1945. Bls. 82. -- Í sömu bók er einnig mynd af klyfbera og reiðingi, bls. 71.

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

22.2.2002

Spyrjandi

Tryggvi Már Ingvarsson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hver er mælieiningin 'hestar' um hey? Eru það hestburðir?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2135.

Ulrika Andersson. (2002, 22. febrúar). Hver er mælieiningin 'hestar' um hey? Eru það hestburðir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2135

Ulrika Andersson. „Hver er mælieiningin 'hestar' um hey? Eru það hestburðir?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2135>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er mælieiningin 'hestar' um hey? Eru það hestburðir?


Í gamla daga voru hestar notaðir til þess að bera hey í hlöðu á Íslandi enda voru engar nútíma landbúnaðarvélar til og nánast engir vegir. Lítið var notast við hestvagna og þá helst litla tvíhjóla vagna.

Heyið var slegið og þurrkað úti á túni eða á engjum. Heyinu var svo rakað saman í sátur og þær bundnar í bagga sem vógu á bilinu 40 til 50 kíló. Einn hestur bar tvo bagga, hvorn á sinni hlið, og kallaðist það hestburður. Hestburður er því um 100 kíló eða 1 hektókíló.

Reiðingur úr torfi var sett á hestinn til að auðvelda honum burðinn og hlífa baki hans. Torfið var mjúkt og molnaði ekki. Ofan á reiðinginn var lagður klyfberi úr tré. Klyfberinn var bogalagaður með tveimur tréslám sem lögðust við hliðar hestsins honum til stuðnings. Á klyfberanum miðjum voru tveir krókar þar sem heyið var fest með snæri úr ull eða hrosshári.

Klyfberinn dregur nafn sitt af byrðum hestsins en orðið klyf þýðir einmitt baggi öðru megin á hesti og er skylt sögninni að kljúfa. Sögnin að klyfja þýðir að láta bagga á hest og klyfberi er því sérstakur búnaður til að hengja klyfjar á. Klyfjaður er sá sem ber mikið, og við tölum um að einhver beri þungar klyfjar ef mikið er á hann lagt. Klyfberabúnaðurinn var þannig að nauðsynlegt var að klyfjarnar væru álíka miklar báðum megin því að annars gat snarast um á hestinum sem kallað var.



Þegar heyið var komið á hestana voru þeir bundnir hver í annan. Við það myndaðist löng röð af hestum, svonefnd heybandslest. Hestarnir sem báru hey voru aðallega notaðir til burðar en ekki til reiðar og kölluðust klyfjahestar. Þessir hestar gátu oft borið mun þyngri byrðar en sem nemur einum hestburði. Klyjahestar voru til dæmis oft notaðir á löngum ferðalögum og þá var algengt að þeir bæru allt að 150 kg á bakinu.

Þessi aðferð við að koma heyi í hús var algeng fram yfir aldamótin 1900 en þá tóku vagnar víða við því hlutverki. Hross gat dregið rúmlega 300 kíló af heyi í vagni.

Heimildir:

Daniel Bruun, Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár. Örn og Örlygur, 1987.

Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, 1989.



Myndir:

Úr bókinni Iceland for 1000 years eftir Daniel Bruun, fengnar af vefsetrinu Icelandic Horse Connection

Síðasta myndin er úr bók Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir. Önnur útg. Reykjavík: Jónas og Halldór Rafnar, 1945. Bls. 82. -- Í sömu bók er einnig mynd af klyfbera og reiðingi, bls. 71....