Ef Evrópa er skoðuð í heild er það þó Rússland sem er bæði stærst og fjölmennast. Rússland er reyndar stærsta land í heimi að flatarmáli og það áttunda fjölmennasta, en það tilheyrir bæði Evrópu og Asíu eins og lesa má um í svari við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Rússland? Ekki tókst að finna nákvæmar upplýsingar um hvernig flatarmál og fólksfjöldi í Rússlandi skiptist á milli Evrópu og Asíu en engu að síður má ganga út frá því að ekkert annað Evrópuríki sé jafn fjölmennt og stórt og Evrópuhluti Rússlands. Ef Rússland er ekki talið með, þar sem það skiptist á milli tveggja heimsálfa, þá er Þýskaland fjölmennasta Evrópuríkið með 82,5 milljónir íbúa í lok árs 2004, en flatarmál þess er um 357.000 km2. Úkraína er hins vegar stærst Evrópulanda að Rússlandi undanskildu, um 603.700 km2 að flatarmáli, en íbúar þess eru í kringum 46,7 milljónir. Heimildir og kort:
- Northern Europe á en.wikipedia.org.
- National Statistics
- Danmarks Statistik
- Federal Statistical Office Germany
- University of Essex
- The World Factbook
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.