Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5292 svör fundust

category-iconMannfræði

Hvernig eru matur og matarvenjur Dana?

Menningarleg tengsl Íslands og Danmerkur hafa lengi verið sterk og víða má sjá dönsk áhrif í samfélagi okkar. Það á ekki síst við um mataræði en ýmislegt sem ratar á borð Íslendinga er upphaflega komið frá Dönum. Allir kannast til að mynda við gula baunasúpu, hamborgarhrygg með stökkri puru, brúnaðar kartöflur, st...

category-iconVísindavefurinn

Af hverju eruð þið svona lengi að svara spurningum sem koma til ykkar? Svarið þið þeim ekki í réttri röð?

Kjarni málsins varðandi fyrri spurninguna er einfaldur: Spurningarnar eru bæði svo margar og svo góðar! Við höfum tvisvar áður svarað spurningum áþekkum þessari. Annars vegar var spurt Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum? og hins vegar Hafa svarendur Háskóla Íslands á þessum vef ekki sett...

category-iconLandafræði

Geturðu sagt mér eitthvað um Andorra?

Andorra er smáríki sem liggur á milli Frakklands og Spánar. Höfuðborg þess er Andorra la Vella. Landið er aðeins 468 km2 að flatarmáli, meira en 200 sinnum minna en Ísland. Andorra er fjalllent, enda er landið í miðjum Pýreneafjöllunum. Vetur eru snjóþungir, en sumur eru yfirleitt mild. Íbúar Andorra eru um 70....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna er kríuvarp svo algengt við mannabústaði eða íbúðabyggð?

Það er rétt að kríuvarp er algengt nærri mannabyggðum og er þau að finna nærri bæjum og þorpum víða um land. Krían þrífst til dæmis vel á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu, svo sem á Seltjarnarnesi og Reykjavíkurtjörn. Stærstu kríuvörpin undanfarna áratugi hafa verið í Flatey á Breiðafirði og á Arnarstapa á Snæf...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn?

Nokkur megineinkenni líffræðilegrar þróunar eru þau að hún er ekki fyrirfram ákveðin, hún felur í sér breytileika einstaklinga af sama stofni og síðan sundurleitni tegunda. Þetta er einna líkast því að við sáum fyrir fljótsprottnu tré á ákveðnum stað og komum síðan fyrir litlum bolta fyrir ofan staðinn í hæfilegri...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna sjást engar stjörnur á myndunum af Neil Armstrong á tunglinu?

Þegar maður skoðar ljósmyndir af geimförunum sem lentu á tunglinu rekst maður fljótt á undarlega staðreynd: Þrátt fyrir að geimurinn sé fullur af stjörnum þá sést engin þeirra á neinni myndanna. Þetta fyrirbæri hefur lengi vakið athygli og sumir aðilar hafa jafnvel gengið svo langt að halda því fram að þetta sanni...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp Jesú?

Erfitt er að fullyrða með vissu hvort Jesús hafi í raun og veru verið til eða ekki. Því er erfitt að svara þessari spurningu. Þau sem eru kristin telja að Guð hafi fundið upp Jesú. Sumt fólk sem ekki er kristið telur að Jesús hafi verið til en ekki verið sonur Guðs, það er að segja ekkert öðruvísi en aðrir. Hugsan...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?

Spurningin í heild var svona:Eru atóm alls staðar og í öllu? Og ef svo er, hver er þá munurinn á uppbyggingu til dæmis manns og steins? Er það þéttleiki atóma og/eða uppröðun? Að lokum, eru öll atóm eins? Og er möguleiki á því að atóm séu lífverur?Atóm (grískt orð yfir "ódeilanlegur") voru lengi talin minnsta bygg...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með þjóðargjaldþroti?

Hugtakið þjóðargjaldþrot hefur talsvert verið í umræðunni undanfarna mánuði hérlendis. Sambærileg hugtök eru einnig til í öðrum tungumálum, til dæmis er stundum talað um national bankruptcy á ensku. Hugtakið er þó nokkuð misvísandi því að þjóð getur ekki orðið gjaldþrota. Ekki er hægt að eiga kröfu á þjóð sem slík...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virka geisladiskar?

Geisladiskar geyma stafræna útgáfu af tónlist eða stafræn gögn (CD-ROM). Tónlistardiskarnir geta geymt allt að 80 mínútur af tónlist, en CD-ROM (e. compact disc read-only memory) diskarnir geta geymt allt að 700MB af gögnum. Tónlistin er kóðuð með 16 bita PCM-kóðun í stereó með 44,1 kHz úrtakstíðni. Þetta þýðir í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Mér hefur verið sagt að sápuhimna sé "lágflötur", en hverjir eru eiginleikar og eðli lágflata?

Lágfletir eru yfirborð sem hafa minnsta mögulega flatarmál af öllum yfirborðum sem má koma fyrir innan ákveðinna marka. Mjög auðvelt er að sjá dæmi um lágfleti, því ef maður beygir vír í lokaða lykkju og dýfir henni í sápuvatn þá myndar sápuhimnan sem fæst þannig lágflöt sem afmarkast af vírnum. Sápuhimnur mynd...

category-iconVeðurfræði

Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur?

Hér á landi hagar þannig til að mestan hluta ársins er sjórinn úti fyrir ströndum landsins hlýrri heldur en loftið. Það er aðeins um stuttan tíma á sumrin sem þetta snýst við. Lóðréttur þáttur sjávarhringrásar veldur því að meira kemur að landinu af sjó suðrænnar ættar heldur en norrænnar, á vetrum er það sjór sem...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig komast mannfræðingarnir rétta leið?

Mannfræðingar tveir héldu til frumskóga Bakteríu þar sem þeir ætluðu að rannsaka ættbálk sem hafði fram að þessu verið einangraður frá umheiminum. Fólkið í ættbálki þessum var sagt búa yfir einstakri góðmennsku og réttsýni og lifði í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Það var einnig þeim eiginleikum búið að geta ...

category-iconVerkfræði og tækni

Sum lönd gefa eyðslu bíla upp í kílómetrum á lítra, er til formúla til að breyta því í lítra á 100 km?

Svarið er já, þessi formúla er til og hún er frekar einföld:(fjöldi lítra á 100 km) = 100/(fjöldi kílómetra á lítra)Ef bíllinn fer til dæmis 20 km á lítranum þá eyðir hann 100/20 = 5 lítrum á hundraðið. Jöfnuna má líka nota aftur á bak. Ef bíll eyðir til að mynda 12,5 lítrum á hundraði þá fer hann 100/12,5 = 8 km ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Stunda dýr kynlíf sér til gamans og ánægju eða bara til að fjölga sér?

Lengi vel töldu menn að kynlíf dýra væri einungis tengt hormónastýrðri þörf til æxlunar. Með auknum rannsóknum á ýmsum þáttum í atferli dýra, meðal annars hegðun sem tengist kynlífi, hefur komið í ljós að kynhegðun dýra, og þá sérstaklega spendýra, er mjög fjölbreytileg. Sjálfsfróun og samkynhneigð þekkist til að ...

Fleiri niðurstöður