Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eruð þið svona lengi að svara spurningum sem koma til ykkar? Svarið þið þeim ekki í réttri röð?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Kjarni málsins varðandi fyrri spurninguna er einfaldur: Spurningarnar eru bæði svo margar og svo góðar!

Við höfum tvisvar áður svarað spurningum áþekkum þessari. Annars vegar var spurt Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum? og hins vegar Hafa svarendur Háskóla Íslands á þessum vef ekki sett sér einhver tímamörk?. Við sjáum ekki ástæðu til að endurtaka þessi svör hér en bendum auk þeirra á að við höfum nú svarað um 230 spurningum á átta vikum og höfum því engan veginn setið auðum höndum! Við höfum reynt að hafa þessi svör bæði vönduð og rækileg og við vonum að gestir okkur kunni að meta það.

Svarið við seinni spurningunni um röð svaranna er nei. Við svörum spurningunum ekki í sömu röð og þær berast, meðal annars af því að stór og dreifður hópur manna vinnur að svörunum.

Í vinnslunni er hver spurning meðhöndluð fyrir sig, í meginatriðum óháð öðrum spurningum. Þannig er spurning sem við getum svarað mjög fljótlega ekki látin gjalda þess að aðrar taki lengri tíma, og gestir fá svar við hverri spurningu eins fljótt og unnt er að svara henni.

Mörg og margvísleg atriði hafa áhrif á það, hve langan tíma tekur að svara einhverri tiltekinni spurningu. Í fyrsta lagi getur það tekið ritstjórnina tíma að finna mann til að svara henni, ekki síst í ljósi spurningafjöldans sem verið er að sinna samhliða. Í öðru lagi getur spurningin verið snúin þannig að það þurfi bæði umhugsun og ef til vill heimildakönnun til að svara henni. Í þriðja lagi geta annir höfundar tafið svarið, þar á meðal annir við aðrar spurningar frá Vísindavefnum. Og í fjórða lagi getur komið fyrir að í fyrstu gerð svarsins sé einhverju við að bæta.

Við bendum gestum sem eru orðnir langeygir eftir svörum við spurningum sínum meðal annars á að gæta að því, hvort ekki séu þegar komin svör við áþekkum spurningum. Einnig hvetjum við þessa spyrjendur til að senda okkur í ritstjórninni tölvupóst; við tökum því alls ekki illa!

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

23.3.2000

Spyrjandi

Árný Yrsa Gissurardóttir og
Karen Ýr Sæmundsdóttir, fæddar 1987

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju eruð þið svona lengi að svara spurningum sem koma til ykkar? Svarið þið þeim ekki í réttri röð?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=282.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 23. mars). Af hverju eruð þið svona lengi að svara spurningum sem koma til ykkar? Svarið þið þeim ekki í réttri röð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=282

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju eruð þið svona lengi að svara spurningum sem koma til ykkar? Svarið þið þeim ekki í réttri röð?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=282>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eruð þið svona lengi að svara spurningum sem koma til ykkar? Svarið þið þeim ekki í réttri röð?
Kjarni málsins varðandi fyrri spurninguna er einfaldur: Spurningarnar eru bæði svo margar og svo góðar!

Við höfum tvisvar áður svarað spurningum áþekkum þessari. Annars vegar var spurt Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum? og hins vegar Hafa svarendur Háskóla Íslands á þessum vef ekki sett sér einhver tímamörk?. Við sjáum ekki ástæðu til að endurtaka þessi svör hér en bendum auk þeirra á að við höfum nú svarað um 230 spurningum á átta vikum og höfum því engan veginn setið auðum höndum! Við höfum reynt að hafa þessi svör bæði vönduð og rækileg og við vonum að gestir okkur kunni að meta það.

Svarið við seinni spurningunni um röð svaranna er nei. Við svörum spurningunum ekki í sömu röð og þær berast, meðal annars af því að stór og dreifður hópur manna vinnur að svörunum.

Í vinnslunni er hver spurning meðhöndluð fyrir sig, í meginatriðum óháð öðrum spurningum. Þannig er spurning sem við getum svarað mjög fljótlega ekki látin gjalda þess að aðrar taki lengri tíma, og gestir fá svar við hverri spurningu eins fljótt og unnt er að svara henni.

Mörg og margvísleg atriði hafa áhrif á það, hve langan tíma tekur að svara einhverri tiltekinni spurningu. Í fyrsta lagi getur það tekið ritstjórnina tíma að finna mann til að svara henni, ekki síst í ljósi spurningafjöldans sem verið er að sinna samhliða. Í öðru lagi getur spurningin verið snúin þannig að það þurfi bæði umhugsun og ef til vill heimildakönnun til að svara henni. Í þriðja lagi geta annir höfundar tafið svarið, þar á meðal annir við aðrar spurningar frá Vísindavefnum. Og í fjórða lagi getur komið fyrir að í fyrstu gerð svarsins sé einhverju við að bæta.

Við bendum gestum sem eru orðnir langeygir eftir svörum við spurningum sínum meðal annars á að gæta að því, hvort ekki séu þegar komin svör við áþekkum spurningum. Einnig hvetjum við þessa spyrjendur til að senda okkur í ritstjórninni tölvupóst; við tökum því alls ekki illa!...