Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 494 svör fundust
Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?
Lungnakrabbamein er mörg ár að þróast og því miður veldur það litlum einkennum lengi vel. Í langflestum tilfellum greinist það því seint. Skipta má lungnakrabbameini í fjögur stig eftir stærð æxlisins og dreifingu til aðlægra eða fjarlægra líffæra. Á I stigi er æxlið aðeins eitt, minna en 3 cm að stærð og eng...
Hvernig urðu menn skylmingaþrælar og hvað fólst í því?
Spurningin í heild var: Hvað voru skylmingaþrælar? Hvaðan komu þeir og hvernig urðu þeir skylmingaþrælar? Hver var besti skylmingaþræll heims? Skylmingaþrælar voru menn sem látnir voru berjast öðru fólki til skemmtunar. Siðurinn átti uppruna sinn hjá Etrúrum og tóku Rómverjar hann síðan upp eftir þeim. Sýningar ...
Hvernig er hægt að finna samhengi dagsetninga, vikudaga og hátíðisdaga?
Vísindavefurinnn fær talsvert af fyrirspurnum um dagsetningu páska á tilteknu ári, hvaða vikudagur var á tilteknum mánaðardegi á einhverju ári og svo framvegis. Þessum spurningum er auðvelt fyrir fólk að svara með aðferðum sem nú eru tiltækar almenningi og öllum opnar endurgjaldslaust. Í þessu svari viljum við kyn...
Hvað er hjartahringur?
Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin kallast gáttir og taka þær við blóðinu frá líkamanum, sú hægri tekur við blóði frá vefjum líkamans en sú vinstri frá lungunum. Neðri hólfin kallast sleglar eða hvolf og er þeirra hlutverk að dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti ...
Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?
Samkvæmt því sem næst verður komist er viðurkennt met í vöku án aðstoðar lyfja 264 klukkutímar eða 11 sólahringar. Þetta gerðist árið 1964 og þar átti í hlut 17 ára gamall bandarískur piltur að nafni Randy Gardner. Þessi langa vaka var í tengslum við vísindaverkefni sem hann vann að en hann vildi slá fyrra heimsme...
Í hvaða landi lifa flestar dýrategundir?
Það þarf ekki að koma á óvart að þau lönd, þar sem flestar dýrategundir finnast, eru víðlend og liggja á regnskógasvæðum. Ríkið sem hefur flestar tegundir lífvera (bæði úr dýra- og plönturíkinu) innan sinna landamæra er Brasilía. Til að mynda vex ein af hverjum fjórum tegundum plantna sem fundist hafa á jörðinni í...
Hvenær hefur lögreglan leyfi til þess að nota piparúða á almenning?
Lögregla hefur heimild samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 til þess að grípa til aðgerða í þágu almannafriðar og allsherjarreglu. Í 15. gr. laganna segir meðal annars að lögreglu sé heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til ...
Við félagarnir ætlum að ganga umhverfis landið. Hvað verðum við lengi á leiðinni ef við göngum 7 klukkustundir á dag?
Það er vel gerlegt að ganga hringinn í kringum Ísland og hefur það verið gert. Árið 1985 gekk Reynir Pétur Ingvarsson, íbúi á Sólheimum í Grímsnesi, kringum landið og var gangan farin til þess að safna áheitum til byggingar íþróttaleikhúss á Sólheimum. Reynir Pétur lagið af stað frá Selfossi þann 25. maí og lauk h...
Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?
Í stjórnarskránni er á þremur stöðum kveðið á um þingrof og hvernig að því skuli standa. Í tveimur tilfellum er skylt að rjúfa þing, annars vegar skv. 4. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar og hins vegar skv. 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar. Í fyrra tilfellinu kemur fram að ef ¾ hluti þingmanna samþykki að fram...
Hvað deyja margir Íslendingar árlega?
Árið 2008 dóu 1.987 Íslendingar en undanfarin tíu ára hafa um 1.900 Íslendingar dáið á ári hverju. Árið 2008 fæddust hér á landi 4.835 einstaklingar svo það ár fjölgaði Íslendingum um 2.848. Fjölgun af þessu tagi sem tengist ekki fólksflutningum er kölluð náttúruleg fjölgun. Árið 2008 fæddust 2.470 drengir og 2...
Hvers vegna er slétt tala tvö orð en oddatala eitt orð?
Spurningin í fullri lengd var: Hvers vegna skrifar maður slétt tala í tveimur orðum en oddatala í einu orði? Slétt tala ‚heil tala sem 2 gengur upp í‘ og oddatala ‚heil tala sem 2 gengur ekki upp í‘ eru þekkt hugtök í stærðfræði. Fyrra hugtakið er orðasamband í íslensku og því ritað í tvennu lagi en hið síð...
Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...
Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi?
Einnig var spurt: Hafa fundist einhverjar fornleifar frá Rómarveldi á Íslandi? Svo sem peningar eða önnur ummerki um að áhrif Rómarveldis hafi náð til landsins með einhverjum hætti? Elstu fornleifar sem hér hafa fundist eru rómverskir peningar. Þeirra á meðal er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í Li...
Hvað var danska einokunarverslunin og hvað stóð hún lengi yfir?
Svonefnd einokunarverslun Dana stóð yfir á Íslandi í 185 ár eða frá 1602 til 1787. Markmiðið með einokunarversluninni var fyrst og fremst að styrkja danska kaupmenn gegn þýskum og enskum kaupmönnum, sér í lagi svonefndum Hansakaupmönnum sem höfðu á þessum tíma góð tök á verslun við Ísland. Vorið 1602 veitti Kr...
Af hverju hófst Falklandseyjastríðið árið 1982?
Í stuttu máli þá ákvað herstjórnin sem var við völd í Argentínu að ráðast inn í Falklandseyjar til að reyna að beina athygli almennings heima fyrir frá óðaverðbólgu og mannréttindabrotum. Falklandseyjar voru hentugar því Bretar og Argentínumenn höfðu lengi deilt um yfirráð yfir þeim. Eyjurnar liggja um 480 km u...