Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að finna samhengi dagsetninga, vikudaga og hátíðisdaga?

ÞV

Vísindavefurinnn fær talsvert af fyrirspurnum um dagsetningu páska á tilteknu ári, hvaða vikudagur var á tilteknum mánaðardegi á einhverju ári og svo framvegis. Þessum spurningum er auðvelt fyrir fólk að svara með aðferðum sem nú eru tiltækar almenningi og öllum opnar endurgjaldslaust. Í þessu svari viljum við kynna lesendum þessi úrræði.

Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands er nú að finna dagatöl fyrir árin 1901-2009. Ef smellt er á tiltekið ártal á þessari síðu kemur á skjáinn venjulegt dagatal ársins þar sem íslenskir helgidagar eru auðkenndir sérstaklega með rauðum lit, en eins og kunnugt er eru slíkir dagar mismunandi eftir þjóðríkjum.

Þeir sem vilja vita meira, til dæmis lengra fram eða aftur í tímann, eða um helgidaga annarra þjóða, geta farið á vefsetrið time and date.com. Þar er hægt að kalla fram dagatöl fyrir ártölin 1-3999 og auk þess fyrir ýmis mismunandi þjóðríki en Ísland er þó ekki þar á meðal. Líklega er danska dagatalið líkast því íslenska af þeim sem þarna eru sýnd, en þó er til dæmis kóngsbænadagur (store bededag) helgidagur hjá Dönum en ekki hjá okkur. Ennfremur er þarna að finna ýmsan fróðleiks sem tengist dagatali og er til að mynda hægt að reikna út dagafjölda milli tiltekinna dagsetninga.

Þarna virðast þó ekki vera upplýsingar um júlíanskt tímatal. Þeir sem leita að raunverulegum dagsetningum meðan það gilti, til dæmis á Íslandi fram til ársins 1700, verða því að kanna málin betur á veraldarvefnum eða annars staðar.

Við sýnum nú nokkur dæmi um hvernig nota má þennan fróðleik, og svörum um leið spurningum sem við höfum fengið. Ein þeirra er svohljóðandi:
Ég á 2 syni, annar er fæddur 11. des. 1967 á fimmtudegi, hinn 20. nóv. 1969 á mánudegi. Nú í mörg ár hafa þeir átt afmæli á sama vikudegi. Spurningin er hvað skeði?
Hér er því fyrst til að svara að milli 20. nóvember og 11. desember á sama ári eru alltaf 21 dagur eða sléttar þrjár vikur. Þessir tveir mánaðardagar sama árs falla því alltaf á sama vikudag. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að líklega hafa vikudagarnir víxlast hjá spyrjanda því í almanaki á fyrrgreindum vefsíðum sjáum við að 11. desember 1967 var mánudagur en ekki fimmtudagur en 20. nóvember 1969 bar hins vegar upp á fimmtudag en ekki mánudag. Það er ekkert undrunarefni þótt tveir mánaðardagar á mismunandi árum falli á mismunandi vikudaga þótt þeir falli á sama dag þegar miðað er við sama ár. Þarna hefur því ekkert skeð, árið sem seinni drengurinn fæddist (á fimmtudegi) var afmælisdagur eldri drengsins, 11. desember, líka á fimmtudegi.

Annar spyrjandi setti fram þessa spurningu:
Er hægt að reikna út hvaða vikudagur verður á einhverjum ákveðnum degi í framtíðinni eða fortíðinni, til dæmis hvaða dagur er 6. apríl árið 2019?
Svarið við þessari spurningu fæst ekki ennþá í Almanaki Háskólans en það er á vefsíðunni time and date: Þessi mánaðardagur verður laugardagur.

Þriðji spyrjandinn spyr si svona:
Hvernig er reiknað út hvenær páskarnir eiga að vera og hvenær voru páskar 1990?
Auðvelt er að svara síðari hluta þessarar spurningar með fyrrgreindum aðferðum: Páskadagur ársins 1990 var 15. apríl.

Um fyrra atriðið í þessari spurningu má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?

Loks er það spurningin:
Hvernig getur maður fundið út á hvaða dögum hátíðir eru t.d. sjómannadagurinn, Hvítasunnan, frídagur verslunarmanna o.fl.?
Eins og fram kom í upphafi svars eru íslenskir helgidagar auðkenndir í Almanaki Háskólans. Með því að skoða það má finna út hvenær þessir dagar eru, en reyndar aðeins 2 ár fram í tímann.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

23.11.2007

Spyrjandi

Þórður Ármannsson
Málfríður Helga Jónsdóttir
Íris Valgeirsdóttir
Þorvaldur Davíðsson

Tilvísun

ÞV. „Hvernig er hægt að finna samhengi dagsetninga, vikudaga og hátíðisdaga?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6923.

ÞV. (2007, 23. nóvember). Hvernig er hægt að finna samhengi dagsetninga, vikudaga og hátíðisdaga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6923

ÞV. „Hvernig er hægt að finna samhengi dagsetninga, vikudaga og hátíðisdaga?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6923>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að finna samhengi dagsetninga, vikudaga og hátíðisdaga?
Vísindavefurinnn fær talsvert af fyrirspurnum um dagsetningu páska á tilteknu ári, hvaða vikudagur var á tilteknum mánaðardegi á einhverju ári og svo framvegis. Þessum spurningum er auðvelt fyrir fólk að svara með aðferðum sem nú eru tiltækar almenningi og öllum opnar endurgjaldslaust. Í þessu svari viljum við kynna lesendum þessi úrræði.

Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands er nú að finna dagatöl fyrir árin 1901-2009. Ef smellt er á tiltekið ártal á þessari síðu kemur á skjáinn venjulegt dagatal ársins þar sem íslenskir helgidagar eru auðkenndir sérstaklega með rauðum lit, en eins og kunnugt er eru slíkir dagar mismunandi eftir þjóðríkjum.

Þeir sem vilja vita meira, til dæmis lengra fram eða aftur í tímann, eða um helgidaga annarra þjóða, geta farið á vefsetrið time and date.com. Þar er hægt að kalla fram dagatöl fyrir ártölin 1-3999 og auk þess fyrir ýmis mismunandi þjóðríki en Ísland er þó ekki þar á meðal. Líklega er danska dagatalið líkast því íslenska af þeim sem þarna eru sýnd, en þó er til dæmis kóngsbænadagur (store bededag) helgidagur hjá Dönum en ekki hjá okkur. Ennfremur er þarna að finna ýmsan fróðleiks sem tengist dagatali og er til að mynda hægt að reikna út dagafjölda milli tiltekinna dagsetninga.

Þarna virðast þó ekki vera upplýsingar um júlíanskt tímatal. Þeir sem leita að raunverulegum dagsetningum meðan það gilti, til dæmis á Íslandi fram til ársins 1700, verða því að kanna málin betur á veraldarvefnum eða annars staðar.

Við sýnum nú nokkur dæmi um hvernig nota má þennan fróðleik, og svörum um leið spurningum sem við höfum fengið. Ein þeirra er svohljóðandi:
Ég á 2 syni, annar er fæddur 11. des. 1967 á fimmtudegi, hinn 20. nóv. 1969 á mánudegi. Nú í mörg ár hafa þeir átt afmæli á sama vikudegi. Spurningin er hvað skeði?
Hér er því fyrst til að svara að milli 20. nóvember og 11. desember á sama ári eru alltaf 21 dagur eða sléttar þrjár vikur. Þessir tveir mánaðardagar sama árs falla því alltaf á sama vikudag. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að líklega hafa vikudagarnir víxlast hjá spyrjanda því í almanaki á fyrrgreindum vefsíðum sjáum við að 11. desember 1967 var mánudagur en ekki fimmtudagur en 20. nóvember 1969 bar hins vegar upp á fimmtudag en ekki mánudag. Það er ekkert undrunarefni þótt tveir mánaðardagar á mismunandi árum falli á mismunandi vikudaga þótt þeir falli á sama dag þegar miðað er við sama ár. Þarna hefur því ekkert skeð, árið sem seinni drengurinn fæddist (á fimmtudegi) var afmælisdagur eldri drengsins, 11. desember, líka á fimmtudegi.

Annar spyrjandi setti fram þessa spurningu:
Er hægt að reikna út hvaða vikudagur verður á einhverjum ákveðnum degi í framtíðinni eða fortíðinni, til dæmis hvaða dagur er 6. apríl árið 2019?
Svarið við þessari spurningu fæst ekki ennþá í Almanaki Háskólans en það er á vefsíðunni time and date: Þessi mánaðardagur verður laugardagur.

Þriðji spyrjandinn spyr si svona:
Hvernig er reiknað út hvenær páskarnir eiga að vera og hvenær voru páskar 1990?
Auðvelt er að svara síðari hluta þessarar spurningar með fyrrgreindum aðferðum: Páskadagur ársins 1990 var 15. apríl.

Um fyrra atriðið í þessari spurningu má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?

Loks er það spurningin:
Hvernig getur maður fundið út á hvaða dögum hátíðir eru t.d. sjómannadagurinn, Hvítasunnan, frídagur verslunarmanna o.fl.?
Eins og fram kom í upphafi svars eru íslenskir helgidagar auðkenndir í Almanaki Háskólans. Með því að skoða það má finna út hvenær þessir dagar eru, en reyndar aðeins 2 ár fram í tímann. ...