Í 24. gr. stjórnarskrárinnar er aftur á móti heimild til þess að rjúfa þing án þess að tilteknar aðstæður komi upp. Í texta stjórnarskrárinnar er talað um að forseti lýðveldisins rjúfi þing en forsætisráðherra fer í reynd með það vald, samanber það sem fram kemur í 13. gr. stjórnarskrárinnar um að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt og í 14. gr. um að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum. Það er mikilvægt að hafa þessa reglu í huga þegar kaflinn um forsetann í stjórnarskránni er lesinn, því textinn gefur til kynna að forsetinn fari með mikil völd en í reynd eru þau aðeins formleg. Þetta á við um þingrofsréttinn sem er á hendi forsætisráðherra. Forseti lýðveldisins hefur almennt það hlutverk að staðfesta ákvörðun forsætisráðherra en dæmi er þó um að forseti hafi verð mótfallinn hugmyndum um þingrof. Það gerðist árið 1950 þegar Sveinn Björnsson forseti lýsti sig andvígan skoðunum Ólafs Thors forsætisráðherra um að rjúfa þyrfti þing vegna stjórnarkreppu. Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, telur til dæmis að forseti geti neitað að rjúfa þing að tillögu forsætisráðherra. Þetta svigrúm forseta er þó takmarkað og ætti fyrst og fremst við ef til dæmis augljóslega er verið að misbeita þingrofsheimildinni. Almennt er matið á hendi forsætisráðherra. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvenær er þingrof réttlætanlegt? eftir Árna Helgason
- Hvaða áhrif hefur þingrof? eftir Árna Helgason
- Hvernig starfar þing eftir þingrof? eftir Árna Helgason
- Getur Alþingi Íslendinga komið saman utan Reykjavíkur og stundað löggjafarstörf t.d. á Akureyri eða á öðrum stað? eftir Árna Helgason
- Hvenær var Alþingi stofnað? eftir Pál Emil Emilsson og Heiðu Maríu Sigurðardóttur
- Hverjir voru starfshættir Alþingis til forna og hvert var gildi þess fyrir þjóðina? eftir Gunnar Karlsson
- Gunnar G. Schram. Stjórnskipunarréttur, bls. 255-263. Háskólaútgáfan. Reykjavík. 1999.
- Önfirðingafélagið í Reykjavík. Sótt 21.10.2009.
Í 24. gr. stjórnarskrárinnar segir "Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi". Sumir telja að engu að síður hafi hann ekki rétt til að rjúfa þing. Hefur forsetinn rétt til að rjúfa þing eða þarf frumkvæðið að þingrofi að koma frá forsætisráðherra?