Þingrofið er ekki borið undir atkvæði á Alþingi heldur er það ákvörðun forsætisráðherra sem hann tilkynnir á þingi, ef það er starfandi en annars með auglýsingu í A-deild Stjórnartíðinda. Tvívegis í sögunni hefur verið deilt um réttmæti þingrofs, annars vegar 1931 þegar Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra rauf þing og í síðara skiptið þegar Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra rauf þing árið 1974. Þá lá fyrir að ríkisstjórnin styddist ekki lengur við þingmeirihluta og ákvað forsætisráðherra að rjúfa þing og féllst konungur (árið 1931) og forseti (árið 1974) á það. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það? eftir Árna Helgason
- Gunnar G. Schram. Stjórnskipunarréttur, bls. 255-263. Háskólaútgáfan. Reykjavík. 1999.
- The Huffington Post. Sótt 22.10.2009.