Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hefur þingrof?

Árni Helgason

Um þingrof er fjallað nánar í svörum við spurningunum Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það? og Hvenær er þingrof réttlætanlegt? og bendum við lesendum á að kynna sér þau svör.

Þingrof hefur fyrst og fremst þau áhrif að boðað er til kosninga og þingstörfum lýkur fljótlega eftir að tilkynningin hefur verið lesin upp eða gefin út. Stundum olli þingrof því að þingmenn misstu umboð sitt fram að kosningum. Þannig var það til dæmis árið 1974, þegar þing var rofið 8. maí en kosningar fóru ekki fram fyrr en 30. júní sama ár og voru þingmenn umboðslausir þennan tíma. Því skapaðist nokkuð sérstakt ástand þar sem ekki hefði verið hægt að samþykkja lög með venjulegum hætti á þessu tímabili. Þessu var breytt árið 1991, þegar gerð var sú breyting á 24. gr. stjórnarskrárinnar að þingmenn haldi umboði sínu til kjördags. Ennfremur kemur þar fram að áður en 45 dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var um þingrofið skuli boða til kosninga. Í forsetabréfi um þingrof kemur því dagsetning kosninganna fram enda fellur þá saman gildistaka þingrofs og kosning nýs þings. Þetta var hins vegar gert árið 1931 og 1974 til að koma í veg fyrir að Alþingi lýsti vantrausti á stjórnina og til að knýja fram kosningar strax.



Beri kosningar upp á reglulegum tíma, það er í lok fjögurra ára kjörtímabils er þingrofi ekki beitt, heldur þingi slitið og boðað til kosninga. Það er því einungis við sérstakar aðstæður sem þing er rofið, það er ef boða á kosningar á öðrum tíma en í lok hefðbundins kjörtímabils. Þannig var til að mynda farið að á vorþingi 2009 en auk þess eru tíu dæmi í sögu þingsins um að þingrofi skv. 24. gr. hafi verið beitt.

Heimildir:
  • Gunnar G. Schram. Stjórnskipunarréttur, bls. 255-263. Háskólaútgáfan. Reykjavík. 1999.

Mynd:
  • DV.is. Sótt 26.10.2009.

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

26.10.2009

Spyrjandi

Guðbjörn Logi Björnsson, Ritstjórn

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvaða áhrif hefur þingrof?“ Vísindavefurinn, 26. október 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54117.

Árni Helgason. (2009, 26. október). Hvaða áhrif hefur þingrof? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54117

Árni Helgason. „Hvaða áhrif hefur þingrof?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54117>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur þingrof?
Um þingrof er fjallað nánar í svörum við spurningunum Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það? og Hvenær er þingrof réttlætanlegt? og bendum við lesendum á að kynna sér þau svör.

Þingrof hefur fyrst og fremst þau áhrif að boðað er til kosninga og þingstörfum lýkur fljótlega eftir að tilkynningin hefur verið lesin upp eða gefin út. Stundum olli þingrof því að þingmenn misstu umboð sitt fram að kosningum. Þannig var það til dæmis árið 1974, þegar þing var rofið 8. maí en kosningar fóru ekki fram fyrr en 30. júní sama ár og voru þingmenn umboðslausir þennan tíma. Því skapaðist nokkuð sérstakt ástand þar sem ekki hefði verið hægt að samþykkja lög með venjulegum hætti á þessu tímabili. Þessu var breytt árið 1991, þegar gerð var sú breyting á 24. gr. stjórnarskrárinnar að þingmenn haldi umboði sínu til kjördags. Ennfremur kemur þar fram að áður en 45 dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var um þingrofið skuli boða til kosninga. Í forsetabréfi um þingrof kemur því dagsetning kosninganna fram enda fellur þá saman gildistaka þingrofs og kosning nýs þings. Þetta var hins vegar gert árið 1931 og 1974 til að koma í veg fyrir að Alþingi lýsti vantrausti á stjórnina og til að knýja fram kosningar strax.



Beri kosningar upp á reglulegum tíma, það er í lok fjögurra ára kjörtímabils er þingrofi ekki beitt, heldur þingi slitið og boðað til kosninga. Það er því einungis við sérstakar aðstæður sem þing er rofið, það er ef boða á kosningar á öðrum tíma en í lok hefðbundins kjörtímabils. Þannig var til að mynda farið að á vorþingi 2009 en auk þess eru tíu dæmi í sögu þingsins um að þingrofi skv. 24. gr. hafi verið beitt.

Heimildir:
  • Gunnar G. Schram. Stjórnskipunarréttur, bls. 255-263. Háskólaútgáfan. Reykjavík. 1999.

Mynd:
  • DV.is. Sótt 26.10.2009.
...