Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við félagarnir ætlum að ganga umhverfis landið. Hvað verðum við lengi á leiðinni ef við göngum 7 klukkustundir á dag?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Það er vel gerlegt að ganga hringinn í kringum Ísland og hefur það verið gert. Árið 1985 gekk Reynir Pétur Ingvarsson, íbúi á Sólheimum í Grímsnesi, kringum landið og var gangan farin til þess að safna áheitum til byggingar íþróttaleikhúss á Sólheimum. Reynir Pétur lagið af stað frá Selfossi þann 25. maí og lauk hringnum mánuði seinna, 25. júní. Þá hafði hann lagt að baki 1.411 km. Að meðaltali gekk hann rétt tæplega 50 km á sólahring, oftast fór hann á bilinu 40-50 km á sólahring en mest gekk hann allt að 70 km á sólahring.



Íþróttaleikhúsið sem Reynir Pétur var að safna fyrir með göngu sinni umhverfis landið árið 1985 var vígt tveimur árum síðar.

Eins og af þessu má ráða var Reynir Pétur mikill göngugarpur og ekki endilega raunhæft að ætla hverjum sem er að ganga umhverfis landið á aðeins mánuði eins og hann gerði. Hringvegurinn hefur að vísu styst nokkuð frá árinu 1985 en engu að síður þarf að ganga nokkuð rösklega til þess að klára hringinn á sama tíma og Reynir Pétur gerði.

Oft er miðað við að gönguhraði sé um það bil 5 km á hverja klukkustund. Miðað við þann hraða og að ganga 7 klukkustundir á dag eins og gert er ráð fyrir í spurningunni kemst göngumaðurinn 35 km á dag. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hringvegurinn eða þjóðvegur númer 1 nú 1333,41 km að lengd. Miðað við þessa vegalengd og gönguhraða þá tekur það 38 daga að ganga hringveginn.

Hér er reyndar ekki tekið tillit til þess að gangandi umferð er ekki leyfð í Hvalfjarðargöngunum. Gangandi maður þarf því að fara Hvalfjörðinn og við það bætast um 42 km við eða rúmlega einn dagur. Gangan tæki því rúma 39 daga.



Þjóðvegur númer 1, Hringvegurinn.

Hringvegurinn er ekki lengsta leiðin sem hægt er að fara umhverfis landið. Hann sneiðir hjá ýmsum svæðum eins og sést á kortinu hér fyrir ofan. Sem dæmi má nefna að bæði Vestfjörðum og Snæfellsnesi er alveg sleppt og á Norðausturlandi liggur vegurinn töluvert langt inn í landi.

Árið 2005 lagði Jón Eggert Guðmundsson af stað í Strandvegagönguna og var hún farin til styrktar Krabbameinsfélaginu. Ekki er vitað til þess að nokkur annar hafi gengið lengri vegalengd umhverfis landið, en hans markmið var að ganga því sem næst alla strandvegi landsins en ekki halda sig við þjóðveg númer 1. Hann lauk göngunni á tveimur sumrum, fyrra árið gekk hann frá Hafnarfirði til Egilsstaða og lagði að baki tæplega 990 km. Sumarið 2006 lauk hann svo hringnum umhverfis landið og hafði þá gengið 3.446 km. Ekki tókst að afla upplýsinga um nákvæmlega hversu marga daga það tók Jón að ljúka þessari göngu en ef hann hefur gengið 35 km á dag eins og forsendurnar sem notaðar eru hér þá tekur það rúmlega 98 daga að fara þessa vegalengd.

Heimildir og myndir:

  • Illugi Jökulsson. 2002. Ísland í aldanna rás 1976-2000. Reykjavík, JPV útgáfan.
  • Strandvegagangan 2006. Skoðað 19. 5. 2009
  • Vegagerðin - Sigurður Björn Reynisson. Upplýsingar með tölvupósti.
  • Mynd af Reyni Pétri: rosaadalsteinsdottir.blog.is. Sótt 19. 5. 2009.
  • Kort af þjóðvegi 1: Wikimedia Commons. Sótt 19. 5. 2009

Spurningin í heild hljóðaði svona:

Ég og vinir mínir ætlum að ganga í kringum Ísland og ég var að velta því fyrir mér hvað það tæki langan tíma. Hugmyndin er að ganga um það bil 7 klst. á dag eða þannig séð 10 en þá væru 3 klukkutímar sem við mundum hvíla okkur á milli. Spurningin er sem sagt hvort þetta er hægt og ef svo er, hvað tæki það langan tíma?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.5.2009

Spyrjandi

Jón Bjarni Óskarsson, f. 1995

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Við félagarnir ætlum að ganga umhverfis landið. Hvað verðum við lengi á leiðinni ef við göngum 7 klukkustundir á dag?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2009, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52696.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2009, 20. maí). Við félagarnir ætlum að ganga umhverfis landið. Hvað verðum við lengi á leiðinni ef við göngum 7 klukkustundir á dag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52696

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Við félagarnir ætlum að ganga umhverfis landið. Hvað verðum við lengi á leiðinni ef við göngum 7 klukkustundir á dag?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52696>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við félagarnir ætlum að ganga umhverfis landið. Hvað verðum við lengi á leiðinni ef við göngum 7 klukkustundir á dag?
Það er vel gerlegt að ganga hringinn í kringum Ísland og hefur það verið gert. Árið 1985 gekk Reynir Pétur Ingvarsson, íbúi á Sólheimum í Grímsnesi, kringum landið og var gangan farin til þess að safna áheitum til byggingar íþróttaleikhúss á Sólheimum. Reynir Pétur lagið af stað frá Selfossi þann 25. maí og lauk hringnum mánuði seinna, 25. júní. Þá hafði hann lagt að baki 1.411 km. Að meðaltali gekk hann rétt tæplega 50 km á sólahring, oftast fór hann á bilinu 40-50 km á sólahring en mest gekk hann allt að 70 km á sólahring.



Íþróttaleikhúsið sem Reynir Pétur var að safna fyrir með göngu sinni umhverfis landið árið 1985 var vígt tveimur árum síðar.

Eins og af þessu má ráða var Reynir Pétur mikill göngugarpur og ekki endilega raunhæft að ætla hverjum sem er að ganga umhverfis landið á aðeins mánuði eins og hann gerði. Hringvegurinn hefur að vísu styst nokkuð frá árinu 1985 en engu að síður þarf að ganga nokkuð rösklega til þess að klára hringinn á sama tíma og Reynir Pétur gerði.

Oft er miðað við að gönguhraði sé um það bil 5 km á hverja klukkustund. Miðað við þann hraða og að ganga 7 klukkustundir á dag eins og gert er ráð fyrir í spurningunni kemst göngumaðurinn 35 km á dag. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hringvegurinn eða þjóðvegur númer 1 nú 1333,41 km að lengd. Miðað við þessa vegalengd og gönguhraða þá tekur það 38 daga að ganga hringveginn.

Hér er reyndar ekki tekið tillit til þess að gangandi umferð er ekki leyfð í Hvalfjarðargöngunum. Gangandi maður þarf því að fara Hvalfjörðinn og við það bætast um 42 km við eða rúmlega einn dagur. Gangan tæki því rúma 39 daga.



Þjóðvegur númer 1, Hringvegurinn.

Hringvegurinn er ekki lengsta leiðin sem hægt er að fara umhverfis landið. Hann sneiðir hjá ýmsum svæðum eins og sést á kortinu hér fyrir ofan. Sem dæmi má nefna að bæði Vestfjörðum og Snæfellsnesi er alveg sleppt og á Norðausturlandi liggur vegurinn töluvert langt inn í landi.

Árið 2005 lagði Jón Eggert Guðmundsson af stað í Strandvegagönguna og var hún farin til styrktar Krabbameinsfélaginu. Ekki er vitað til þess að nokkur annar hafi gengið lengri vegalengd umhverfis landið, en hans markmið var að ganga því sem næst alla strandvegi landsins en ekki halda sig við þjóðveg númer 1. Hann lauk göngunni á tveimur sumrum, fyrra árið gekk hann frá Hafnarfirði til Egilsstaða og lagði að baki tæplega 990 km. Sumarið 2006 lauk hann svo hringnum umhverfis landið og hafði þá gengið 3.446 km. Ekki tókst að afla upplýsinga um nákvæmlega hversu marga daga það tók Jón að ljúka þessari göngu en ef hann hefur gengið 35 km á dag eins og forsendurnar sem notaðar eru hér þá tekur það rúmlega 98 daga að fara þessa vegalengd.

Heimildir og myndir:

  • Illugi Jökulsson. 2002. Ísland í aldanna rás 1976-2000. Reykjavík, JPV útgáfan.
  • Strandvegagangan 2006. Skoðað 19. 5. 2009
  • Vegagerðin - Sigurður Björn Reynisson. Upplýsingar með tölvupósti.
  • Mynd af Reyni Pétri: rosaadalsteinsdottir.blog.is. Sótt 19. 5. 2009.
  • Kort af þjóðvegi 1: Wikimedia Commons. Sótt 19. 5. 2009

Spurningin í heild hljóðaði svona:

Ég og vinir mínir ætlum að ganga í kringum Ísland og ég var að velta því fyrir mér hvað það tæki langan tíma. Hugmyndin er að ganga um það bil 7 klst. á dag eða þannig séð 10 en þá væru 3 klukkutímar sem við mundum hvíla okkur á milli. Spurningin er sem sagt hvort þetta er hægt og ef svo er, hvað tæki það langan tíma?
...