Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?

Emelía Eiríksdóttir

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar?

Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbouts í Hollandi en hönnun þeirra (stærð, útlit og gerð) miðaði að því að hljómurinn nyti sín í háum turni kirkjunnar. Tónn klukknanna fer nefnilega eftir stærð þeirra og þykkt en samsetningin er einnig ráðandi þáttur.

Stóru klukkurnar þrjár í Hallgrímskirkju hafa fengið heitin Hallgrímur, eftir sr. Hallgrími Péturssyni (vegur 2.815 kg og hefur tóninn h), Guðríður, eftir eiginkonu Hallgríms (vegur 1.650 kg og hefur tóninn d) og Steinunn, eftir dóttur þeirra hjóna sem lést ung (vegur 1.155 kg og hefur tóninn e).

Kirkjuklukkurnar eru gerðar úr blöndu af kopar (80%) og tini (20%). Þessi málmblanda kallast brons þó að dæmigerð hlutföll í bronsi séu 88% kopar og 12% tin. Málmblandan gengur einnig undir nafninu bjöllumálmur (e. bell metal eða bell-bronze) þar sem þetta er mjög algeng samsetning í bjöllum/kirkjuklukkum. Ástæðan fyrir þessum hlutföllum málmanna er að með honum næst hljómur sem þykir tilkomumeiri en þegar aðrar samsetningar af bronsi eru notaðar.

Við framleiðslu á bjöllum er byrjað á því að handgera innra og ytra mót. Mótin eru oft úr leir sem er hertur í brennsluofni og mótin svo þakin með grafíti til að varna því að bronsið festist við leirinn. Önnur leið er að útbúa mótin úr sandi og vaxi sem eru svo þakin grafíti eða öðrum hitaþolnum efnum.

Þegar mótin eru sett saman mynda þau holrými sem bráðnu bronsi er hellt ofan í. Bronsið er um 1100°C heitt og þurfa mótin því að vera úr efni sem þolir þennan hita. Mótin eru fjarlægð þegar málmurinn hefur kólnað en það getur tekið nokkra daga upp í nokkrar vikur eftir stærð bjöllunnar. Innra yfirborð klukkunnar er svo sorfið þar til réttur tónn fæst úr klukkunni.

Á vefsíðunni Kirkjuklukkur Íslands má lesa meira um klukkurnar í Hallgrímskirkju og heyra upptökur af hljómi þeirra. Á Youtube-myndskeiðinu Hallgrímskirkja spilar Ísland ögrum skorið og Yfir voru ættarlandi má svo heyra klukkuspil Hallgrímskirkju spila þessi tvö lög, það fyrra eftir Sigvalda Kaldalóns og það síðara eftir Sigfús Einarsson.

Heimildir og mynd:


Sérstakar þakkir fær Erna Karlsdóttir, kirkjuvörður Hallgrímskirkju, fyrir upplýsingar um kirkjuklukkurnar.

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.9.2022

Spyrjandi

Sigríður Hrund Hálfdánardóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?“ Vísindavefurinn, 9. september 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83172.

Emelía Eiríksdóttir. (2022, 9. september). Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83172

Emelía Eiríksdóttir. „Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83172>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar?

Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbouts í Hollandi en hönnun þeirra (stærð, útlit og gerð) miðaði að því að hljómurinn nyti sín í háum turni kirkjunnar. Tónn klukknanna fer nefnilega eftir stærð þeirra og þykkt en samsetningin er einnig ráðandi þáttur.

Stóru klukkurnar þrjár í Hallgrímskirkju hafa fengið heitin Hallgrímur, eftir sr. Hallgrími Péturssyni (vegur 2.815 kg og hefur tóninn h), Guðríður, eftir eiginkonu Hallgríms (vegur 1.650 kg og hefur tóninn d) og Steinunn, eftir dóttur þeirra hjóna sem lést ung (vegur 1.155 kg og hefur tóninn e).

Kirkjuklukkurnar eru gerðar úr blöndu af kopar (80%) og tini (20%). Þessi málmblanda kallast brons þó að dæmigerð hlutföll í bronsi séu 88% kopar og 12% tin. Málmblandan gengur einnig undir nafninu bjöllumálmur (e. bell metal eða bell-bronze) þar sem þetta er mjög algeng samsetning í bjöllum/kirkjuklukkum. Ástæðan fyrir þessum hlutföllum málmanna er að með honum næst hljómur sem þykir tilkomumeiri en þegar aðrar samsetningar af bronsi eru notaðar.

Við framleiðslu á bjöllum er byrjað á því að handgera innra og ytra mót. Mótin eru oft úr leir sem er hertur í brennsluofni og mótin svo þakin með grafíti til að varna því að bronsið festist við leirinn. Önnur leið er að útbúa mótin úr sandi og vaxi sem eru svo þakin grafíti eða öðrum hitaþolnum efnum.

Þegar mótin eru sett saman mynda þau holrými sem bráðnu bronsi er hellt ofan í. Bronsið er um 1100°C heitt og þurfa mótin því að vera úr efni sem þolir þennan hita. Mótin eru fjarlægð þegar málmurinn hefur kólnað en það getur tekið nokkra daga upp í nokkrar vikur eftir stærð bjöllunnar. Innra yfirborð klukkunnar er svo sorfið þar til réttur tónn fæst úr klukkunni.

Á vefsíðunni Kirkjuklukkur Íslands má lesa meira um klukkurnar í Hallgrímskirkju og heyra upptökur af hljómi þeirra. Á Youtube-myndskeiðinu Hallgrímskirkja spilar Ísland ögrum skorið og Yfir voru ættarlandi má svo heyra klukkuspil Hallgrímskirkju spila þessi tvö lög, það fyrra eftir Sigvalda Kaldalóns og það síðara eftir Sigfús Einarsson.

Heimildir og mynd:


Sérstakar þakkir fær Erna Karlsdóttir, kirkjuvörður Hallgrímskirkju, fyrir upplýsingar um kirkjuklukkurnar....