Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar?Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbouts í Hollandi en hönnun þeirra (stærð, útlit og gerð) miðaði að því að hljómurinn nyti sín í háum turni kirkjunnar. Tónn klukknanna fer nefnilega eftir stærð þeirra og þykkt en samsetningin er einnig ráðandi þáttur.

Stóru klukkurnar þrjár í Hallgrímskirkju hafa fengið heitin Hallgrímur, eftir sr. Hallgrími Péturssyni (vegur 2.815 kg og hefur tóninn h), Guðríður, eftir eiginkonu Hallgríms (vegur 1.650 kg og hefur tóninn d) og Steinunn, eftir dóttur þeirra hjóna sem lést ung (vegur 1.155 kg og hefur tóninn e).
- Bjöllur og klukkur. Lesbók morgunblaðsins (26.2.1961). Tímarit.is. (Sótt 19.8.2022).
- Royal Eijsbouts. (Sótt 19.8.2022).
- Britannica, The Editors of Encyclopaedia (2022, 29. júní). Bronze. Encyclopedia Britannica. (Sótt 19.8.2022).
- Mynd: church bell - Flickr. Höfundur myndar: John Keogh. Birt undir Creative Commons Attribution-NonCommercial 2.0 Generic (CC BY-NC 2.0) leyfi. (Sótt 25.8.2022).
Sérstakar þakkir fær Erna Karlsdóttir, kirkjuvörður Hallgrímskirkju, fyrir upplýsingar um kirkjuklukkurnar.