Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar?Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbouts í Hollandi en hönnun þeirra (stærð, útlit og gerð) miðaði að því að hljómurinn nyti sín í háum turni kirkjunnar. Tónn klukknanna fer nefnilega eftir stærð þeirra og þykkt en samsetningin er einnig ráðandi þáttur.
- Bjöllur og klukkur. Lesbók morgunblaðsins (26.2.1961). Tímarit.is. (Sótt 19.8.2022).
- Royal Eijsbouts. (Sótt 19.8.2022).
- Britannica, The Editors of Encyclopaedia (2022, 29. júní). Bronze. Encyclopedia Britannica. (Sótt 19.8.2022).
- Mynd: church bell - Flickr. Höfundur myndar: John Keogh. Birt undir Creative Commons Attribution-NonCommercial 2.0 Generic (CC BY-NC 2.0) leyfi. (Sótt 25.8.2022).
Sérstakar þakkir fær Erna Karlsdóttir, kirkjuvörður Hallgrímskirkju, fyrir upplýsingar um kirkjuklukkurnar.