Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3034 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir „svartur Afgan“ í laginu „Afgan“ eftir Bubba Morthens?

Lagið Afgan eftir hinn þjóðþekkta söngvara Bubba Morthens kom fyrst út á plötunni Fingraför árið 1983. Textann við lagið má finna í heild sinni á heimasíðu Bubba, en fyrsta erindið hljóðar svona: Ég hlusta á Zeppelin og ég ferðast aftur í tímann.Þú spyrð mig hvar er gimsteinninn í augum þínum ljúfan?Svitinn pe...

category-iconSálfræði

Af hverju halda strákar að þeir séu eitthvað merkilegri en stelpur?

Það að piltar líti stundum stórt á sig og telji sig merkilegri en stúlkur má að miklu leyti skýra út frá hugmyndum um mótun og hegðun hópa. Hægt er að skilgreina hóp sem tvo eða fleiri einstaklinga sem eiga eitthvað sameiginlegt (til dæmis kyn) og eru þess vegna flokkaðir saman (Reber & Reber, 2001; Hogg & Vaughan...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru ristilpokar?

Ristilpokar (e. diverticulosis) eru litlir vasar, oft um 5-10 mm, sem myndast innan á ristilvegg. Oftast eru þessir pokar einkennalausir og margir sem eru með slíka poka vita ekki af því. Ristilpokar uppgötvast helst fyrir tilviljun nema ef í þá kemur sýking eða það fer að blæða úr þeim, en í alvarlegustu tilfellu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar fálkategundir til og hvað heita þær?

Það er hefð að nefna alla ránfugla (falconiformes) innan ættkvíslarinnar Falco, sanna fálka og verður þeirri venju haldið hér. Innan þessarar ættkvíslar þekkjast nú sennilega 37 tegundir. Ættkvíslaheitið Falco er komið af latneska orðinu falx sem merkir sigð og vísar til vængja fálkans sem eru sigðlaga. Helstu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Þegar konur verða óléttar hvaðan kemur húðin í kúluna?

Húðin er mjög teygjanleg eins og best sést á ófrískum konum. Húðin á hinum stækkandi kvið kemur ekki neins staðar frá heldur er um að ræða sömu húð og fyrir var, hún gefur bara svona vel eftir, meðal annars vegna áhrifa meðgönguhormóna. Til dæmis trufla hormónin prótínjafnvægi húðarinnar og hún verður þynnri. ...

category-iconNæringarfræði

Er hægt að þeyta rjóma sem hefur verið frystur?

Þeytirjómi samanstendur aðallega af vatni og að minnsta kosti 36% fitu en þar er einnig er að finna smávegis prótín (2,2%), mjólkursykur/kolvetni (2,9%), vítamín og steinefni. Mjólkurfitan er að megninu til blanda af þríglýseríðum (e. triglyceride) og er þau að finna í fitukúlum (e. fat globules) sem eru umluktar ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað heita tungl Mars?

Mars hefur tvö lítil tungl, Fóbos (e. Phobos) og Deimos. Bandaríski stjörnufræðingurinn Asaph Hall sá þau fyrstur manna árið 1877. Þá var Mars bæði í gagnstöðu (e. opposition) og sólnánd (e. perihelion), en þá er fjarlægð hans frá jörð í algeru lágmarki. Tunglin draga nöfn sín af hestunum sem drógu vagn stríðsg...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er UML?

UML™ (Unified Modeling Language) er mál sem notað er til þess að lýsa hugbúnaði. Notkun UML við hugbúnaðargerð má líkja við notkun teikninga við húsbyggingar. Áður en forritun hugbúnaðar hefst eru gerð líkön til að kaupandi og hönnuðir geti áttað sig betur á virkni hugbúnaðarins, hvernig best sé að hanna hann ...

category-iconStærðfræði

Hvernig skilgreinir maður hring?

Orðið hringur í íslensku hefur margar merkingar en spyrjandi er trúlega á höttunum eftir merkingu þess í stærðfræði. Hún er sem hér segir:Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist miðja eða miðpunktur hringsins. Gefni pu...

category-iconSálfræði

Hvað er kjörþögli?

Upphaflega var spurningin svona: Getið þið frætt mig um hugtakið kjörþögli eða það að vera kjörþögull, hvert er enska orðið? Kjörþögli (e. selective mutism) er kvíðaröskun sem einkennist af því að barn sem kann að tala gerir það ekki við ákveðnar félagslegar aðstæður. Oftast lýsir kjörþögli sér þannig að barn se...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tengist bílda germanska orðinu Bild?

Spurningin í heild hljóðar svona:Tengist bílda germanska orðinu Bild? Hver er uppruni þess og hvar er samsvörun íslenska orðsins mynd að finna í indóevrópskum málum? Ekki er að sjá að íslenska orðið bílda ‘breiðöxi’ tengist þýska orðinu Bild ‘mynd’. Um mynd segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússo...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er ekki hægt að nota orðið sexti í stað sjötti?

Frumtalan sex er notuð í einhverri mynd í öllum germönskum málum en einnig í öðrum málum innan indóevrópsku málaættarinnar. Í germönsku er grunnmyndin talin hafa verið *sehs. Hún hefur meðal annars stuðning í gotnesku myndinni saihs 'sex' (ai=e). Raðtalan var í fornu íslensku máli sétti og samsvarar til dæmis f...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað og hvar eru chemoreceptorar?

Chemoreceptorar eru kallaðir efnaviðtakar á íslensku. Um er að ræða sameindir á yfirborði frumu eða í umfrymi hennar sem geta bundist við tiltekið efni, til dæmis hormón eða mótefni. Hvert efni hefur sinn sérstaka efnaviðtaka og verkar því aðeins á frumuna að viðtakinn sé til staðar. Tengingin á milli efnisins...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir að skjóta einhverjum ref fyrir rass og hvaðan er orðasambandið komið?

Elsta heimild sem kunn er um orðasambandið er úr Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814 en handritið var tilbúið aldarfjórðungi fyrr. Þar er það skráð At skióta einum ref fyrir rass. Merkingin er þar að ‛leika á einhvern’. Í Íslenskri orðabók frá 2002 er merkingin sögð ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er til sjúkdómur sem veldur því að maður sér aðeins í svarthvítu?

Já, að minnsta kosti er til fólk sem getur aðeins greint á milli mismunandi birtustigs en ekki á milli lita. Slíka allitblindu (e. monochromacy) má yfirleitt rekja til galla í gerð augans eða bilunar í heilastöðvum sem sjá um litaskynjun. Venjulegt mannsauga inniheldur tvær gerðir ljósnema: Keilur og stafi. Í ...

Fleiri niðurstöður