Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Lagið Afgan eftir hinn þjóðþekkta söngvara Bubba Morthens kom fyrst út á plötunni Fingraför árið 1983. Textann við lagið má finna í heild sinni á heimasíðu Bubba, en fyrsta erindið hljóðar svona:
Ég hlusta á Zeppelin og ég ferðast aftur í tímann. Þú spyrð mig hvar er gimsteinninn í augum þínum ljúfan? Svitinn perlar á brjóstum þínum þú bítur í hnúann,
þú flýgur á brott með syndum mínum, svartur Afgan.
Svartur Afgan er hasstegund, framleidd í Afganistan.
Svartur Afgan dregur nafn sitt af því að hassið er svart að lit og ræktað í Afganistan. Afganskt hass er handpressað, tei eða vatni bætt við og það svo geymt í formi hasskúlna til þess að það varðveitist vel. Áður en það er selt er hassið svo pressað í þykkar plötur.
Margar aðrar tegundir af hassi eru til, og eins og með svartan Afgan eru tegundirnar gjarnan kenndar við framleiðslulöndin. Þar á meðal má nefna Líbanonshass (e. Lebanese Hash), Nepalskar musteriskúlur (e. Nepalese Temple Balls) og Marokkóskt hunangshass (e. Honey Moroccan Hash).
Algengast er að hass sé unnið í Mið-Austurlöndum, Í Suður-Ameríku og í Nepal og öðrum Asíulöndum. Afganistan hefur lengi flutt úr mikið af vímuefnum, þar á meðal hass, og á tíunda áratug síðustu aldar varð það stærsti útflutningsaðili ópíums í heiminum. Í júlí árið 2000 bannaði Talíbanastjórn Afganistan aftur á móti ræktun ópíum-valmúa (Papaver somniferum) á þeim forsendum að vímuefnanotkun gengi gegn íslamstrú.
Bubbi hefur sjálfur viðurkennt að á þeim tíma sem hann samdi Afgan hafi hann verið á kafi í eiturlyfjaneyslu. Afgan er í raun ekki eina lag hans sem nefnt er eftir vímuefni. Önnur lög eru Heróín á plötunni Plágan (1992) og Meskalín á plötunum Blús fyrir Rikka (1988) og Serbian flower (1988). Bubbi hætti síðar allri neyslu og hefur eftir það margoft talað opinberlega gegn notkun vímuefna.
Heimildir:
Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað þýðir „svartur Afgan“ í laginu „Afgan“ eftir Bubba Morthens?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5067.
Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 20. júní). Hvað þýðir „svartur Afgan“ í laginu „Afgan“ eftir Bubba Morthens? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5067
Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað þýðir „svartur Afgan“ í laginu „Afgan“ eftir Bubba Morthens?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5067>.