Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru vímuefni skilgreind samkvæmt lögum? Gæti verið að efni sem eru lögleg í dag, yrðu bönnuð ef þau væru að koma fyrst á markað núna?

Magnús Viðar Skúlason

Eiturlyf hafa verið til frá alda öðli en á undanförnum áratugum hafa sterkari, og jafnvel mannskæð efni verið þróuð og hefur það kallað á hertari löggjöf um fíkniefni almennt.

Á Íslandi er skýr og skilmerkileg löggjöf varðandi eiturlyf. Í lögum númer 65/1974 um ávana- og fíkniefni er í 2. grein tekið fram að varsla og meðferð ávana- og fíkniefna (sem talin eru upp í 6. gr. samnefndra laga) sé óheimil á íslensku forráðasvæði. Í 4. málsgrein sömu greinar er tekið fram að í orðunum 'varsla' og 'meðferð' sé átt við innflutning, útflutning, sölu, kaup, skipti, afhendingu, móttöku og framleiðslu eða tilbúning. Þó getur ráðherra veitt undanþágur frá lögum um meðferð ávana- og fíkniefna en slíkar undanþágur eru ávallt afturtækar.

Ef ný tegund af ávana- eða fíkniefni kæmi fram á sjónarsviðið má telja víst að ný lög eða reglugerð yrði gefin út til að hefta útbreiðslu þeirra (sbr. reglugerð nr. 82/1998). Hinsvegar eru efnin ekki ólögleg án slíkra laga og ekki er hægt að refsa mönnum fyrir eitthvað sem ekki er ólöglegt þó svo að það verði kannski gert ólöglegt á morgun. Það er grundvallaratriði í refsilöggjöfinni; hún er ekki afturvirk.

Lög númer 65 frá 1974 gefa það einnig til kynna að ávana- og fíkniefni eins og hass, kókaín, meskalín og svo framvegis skulu skilgreind sem lyf og þar með falli þau undir meðferð venjulegra lyfja sem fást úti í apóteki. Þannig má draga þá ályktun að þessi efni yrðu áfram talin til lyfja og eingöngu seld í lyfjabúðum ef einhver þeirra yrðu einhvern tímann leyfð.

Við höfum enga endanlega skilgreiningu á því hvað telst vera fíkniefni. Sumir halda því fram að drykkir eins og kaffi, áfengi eða jafnvel coca-cola gosdrykkurinn hefðu verið meðhöndlaðir sem ávana- og fíkniefni ef þeir hefðu verið fundnir upp á 20. öldinni. Um áfengi er það að segja að það var ólöglegt á Íslandi á fyrri hluta 20. aldarinnar.



Myndin er af e-töflum sem bandaríska tollþjónustan hefur lagt hald á: U.S. Customs Service

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

6.11.2001

Spyrjandi

Þorvaldur Óli Böðvarsson

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Hvernig eru vímuefni skilgreind samkvæmt lögum? Gæti verið að efni sem eru lögleg í dag, yrðu bönnuð ef þau væru að koma fyrst á markað núna?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2001, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1939.

Magnús Viðar Skúlason. (2001, 6. nóvember). Hvernig eru vímuefni skilgreind samkvæmt lögum? Gæti verið að efni sem eru lögleg í dag, yrðu bönnuð ef þau væru að koma fyrst á markað núna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1939

Magnús Viðar Skúlason. „Hvernig eru vímuefni skilgreind samkvæmt lögum? Gæti verið að efni sem eru lögleg í dag, yrðu bönnuð ef þau væru að koma fyrst á markað núna?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2001. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1939>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru vímuefni skilgreind samkvæmt lögum? Gæti verið að efni sem eru lögleg í dag, yrðu bönnuð ef þau væru að koma fyrst á markað núna?
Eiturlyf hafa verið til frá alda öðli en á undanförnum áratugum hafa sterkari, og jafnvel mannskæð efni verið þróuð og hefur það kallað á hertari löggjöf um fíkniefni almennt.

Á Íslandi er skýr og skilmerkileg löggjöf varðandi eiturlyf. Í lögum númer 65/1974 um ávana- og fíkniefni er í 2. grein tekið fram að varsla og meðferð ávana- og fíkniefna (sem talin eru upp í 6. gr. samnefndra laga) sé óheimil á íslensku forráðasvæði. Í 4. málsgrein sömu greinar er tekið fram að í orðunum 'varsla' og 'meðferð' sé átt við innflutning, útflutning, sölu, kaup, skipti, afhendingu, móttöku og framleiðslu eða tilbúning. Þó getur ráðherra veitt undanþágur frá lögum um meðferð ávana- og fíkniefna en slíkar undanþágur eru ávallt afturtækar.

Ef ný tegund af ávana- eða fíkniefni kæmi fram á sjónarsviðið má telja víst að ný lög eða reglugerð yrði gefin út til að hefta útbreiðslu þeirra (sbr. reglugerð nr. 82/1998). Hinsvegar eru efnin ekki ólögleg án slíkra laga og ekki er hægt að refsa mönnum fyrir eitthvað sem ekki er ólöglegt þó svo að það verði kannski gert ólöglegt á morgun. Það er grundvallaratriði í refsilöggjöfinni; hún er ekki afturvirk.

Lög númer 65 frá 1974 gefa það einnig til kynna að ávana- og fíkniefni eins og hass, kókaín, meskalín og svo framvegis skulu skilgreind sem lyf og þar með falli þau undir meðferð venjulegra lyfja sem fást úti í apóteki. Þannig má draga þá ályktun að þessi efni yrðu áfram talin til lyfja og eingöngu seld í lyfjabúðum ef einhver þeirra yrðu einhvern tímann leyfð.

Við höfum enga endanlega skilgreiningu á því hvað telst vera fíkniefni. Sumir halda því fram að drykkir eins og kaffi, áfengi eða jafnvel coca-cola gosdrykkurinn hefðu verið meðhöndlaðir sem ávana- og fíkniefni ef þeir hefðu verið fundnir upp á 20. öldinni. Um áfengi er það að segja að það var ólöglegt á Íslandi á fyrri hluta 20. aldarinnar.



Myndin er af e-töflum sem bandaríska tollþjónustan hefur lagt hald á: U.S. Customs Service...