Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 561 svör fundust
Hefur kartöflum verið erfðabreytt þannig að þær þoli frost á vaxtartíma?
Höfundur þessa svars hefur ekki heyrt um genabreytingu á kartöflum til að gera þær frostþolnar á vaxtartíma. Á síðari hluta liðinnar aldar gerði hins vegar dr. Einar I. Siggeirsson (1921-2007) plöntulífeðlisfræðingur tilraun með kynblöndun nokkurra mismunandi kartöfluafbrigða frá háfjöllum Perú við venjuleg ræktu...
Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?
Íslendingar eiga ekki aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (e. European Space Agency, ESA) vegna þess að þeir hafa aldrei sóst eftir aðild. Í nóvember árið 2003 kom engu að síður hópur sérfræðinga frá ESA til Íslands til að kynna starfsemi samtakanna fyrir ráðamönnum og fulltrúum vísinda og rannsókna á Íslandi. Ekke...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Eysteinn Sigurjónsson rannsakað?
Ólafur Eysteinn Sigurjónsson er prófessor í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir Ólafs eru meðal annars á sviði svokallaðrar endurmyndunar-læknisfræði (e. regenerative medicine). Þær fela í sér að þróa aðferðir til ræktunar stofnfruma utan líkamans til klínískrar not...
Hversu barnaleg þarf pæling að vera til að geta ekki talist heimspekileg?
Sá sem pælir í tilverunni leggur stund á heimspeki. Þetta á við hvort sem menn velta fyrir sér tilgangi lífsins eða því hvort alheimurinn geti verið endalaus eða hvort sé nú betra að eyða laugardagspeningunum í vikulegan nammiskammt eða safna þeim saman og kaupa eitthvað bitastæðara þegar upphæðin er orðin álitleg...
Hvað er átt við með samfélagssáttmála?
Orðið „samfélagssáttmáli“ er notað til að lýsa siðfræði- og stjórnspekikenningum sem fela í sér að réttindi manna og skyldur byggist á einhvers konar samkomulagi. Slíkar kenningar eru æði margvíslegar og eiga sér langa sögu svo engin ein stutt skilgreining dugar til að afmarka allt sem meint hefur verið með þessu ...
Hver var fyrsta konan sem var viðurkenndur heimspekingur? Hverjar eru þær helstu?
Í spurningunni felst að konur hafi ekki verið viðurkenndar sem heimspekingar en það er álitamál. Konur voru til að mynda meðal nemenda Platons í Akademíunni (sjá Hver var Platon? eftir Geir Þ. Þórarinsson). Sumar konur voru viðurkenndar sem heimspekingar á sínum tíma, en hurfu síðar úr sögunni. Þetta hefur stundum...
Hvert er elsta tungumál sem enn er talað og hvert er elsta tungumál sem vitað er um?
Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem enn er afar margt á huldu um tungumál heimsins og margt sem þarfnast rannsókna. Enginn veit um raunverulegan aldur ýmissa indíánamála í Suður-, Mið- og Norður-Ameríku svo að dæmi sé tekið. Allmikið er vitað um sum ævaforn mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál o...
Af hverju er fólk stundum með augu hvort í sínum lit?
Í svarinu er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Af hverju erum við ekki með eins lituð augu? Af hverju erum við með lit á augunum? Lithimna kallast vöðvarík himna í auganu sem umlykur sjáaldrið og liggur framan við augasteininn. Augnlitur fólks ræðst af lit lithimnunar. Samdráttur í vöðvum h...
Hvernig getur maður orðið vísindamaður þegar maður verður stór?
Vísindamenn má skilgreina sem fólk sem leitar traustrar þekkingar og beitir til þess kerfisbundnum rannsóknum. Þeir geta tilheyrt mörgum ólíkum fræðasviðum og rannsóknir þeirra spanna allt frá þróun tungumála til aðdráttarafls svarthola. Vísindamenn eru því breiður hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa mikinn...
Hvert fara langreyðar sem eru við Ísland á sumrin á veturna?
Langreyður (Balaenoptera physalus) telst vera algengust stórhvela hér við land. Hún heldur sig á djúpslóð eins og aðrir risavaxnir reyðahvalir og kann best við sig í kaldtempruðum sjó á sumrin. Langreyðurin er fardýr líkt og flestir aðrir hvalir hér við land. Hún kemur hingað snemma á vorin og fer seint á haus...
Hvaða áhrif hefur verð á vörum á kauphegðun og neytendur almennt?
Margir halda því fram að neytendur velji yfirleitt ódýrari vörur en þær dýrari. Frávik frá þeirri reglu eru engu að síður margvísleg. Innan markaðsfræða og skyldra greina ríkir nokkuð almenn sátt um það að verð getur bæði haft aðlaðandi og fælandi áhrif á kauphegðun. Neytendur virðast nota verð sem vísbendingu um ...
Hvað er Messier-skráin?
Messier-skráin samanstendur af 110 svonefndum djúpfyrirbærum sem franski stjörnufræðingurinn Charles Messier (1730-1817) skrásetti á árunum 1758 til 1782. Messier var fyrst og fremst að leita að halastjörnum og ákvað að skrásetja öll þau fyrirbæri sem voru þokukennd og oft erfitt að greina frá halastjörnum í sjóna...
Hvaða plöntur éta hreindýr helst og hvaða tegundir forðast þau?
Á árunum 1980 til 1982 fóru fram rannsóknir á fæðuvali hreindýra á beitilöndunum fyrir norðan Vatnajökul. Snæfellsöræfi eru helstu vor- og sumarbeitilönd hreindýranna á þessu svæði. Þegar vorið gengur í garð, færa dýrin sig smám saman inn á snjóþyngri svæðin og nýta þannig yngstu og næringarríkustu plönturnar á hv...
Hvað hefur vísindamaðurinn Björn Margeirsson rannsakað?
Björn Margeirsson er rannsóknastjóri hjá plastframleiðslufyrirtækjunum og systurfyrirtækjunum Sæplast Iceland og Tempra, auk hlutastarfs sem lektor í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Hjá Sæplasti og Tempru sinnir Björn bæði rannsóknum og vöruþróun á hverfisteyptum, fjölnota matvælakerum (einkum þekkt sem „fiskik...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jukka Heinonen rannsakað?
Jukka Heinonen er prófessor í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúa aðallega að sjálfbærni manngerðs umhverfis. Jukka er með doktorsgráðu í fasteignahagfræði frá Aalto-háskóla í Finnlandi og MS-gráðu í félagsvísindum (hagfræði) frá Helsinki-háskóla. Í rannsóknum sínum hefur hann einbeitt ...