Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu barnaleg þarf pæling að vera til að geta ekki talist heimspekileg?

Ólafur Páll Jónsson

Sá sem pælir í tilverunni leggur stund á heimspeki. Þetta á við hvort sem menn velta fyrir sér tilgangi lífsins eða því hvort alheimurinn geti verið endalaus eða hvort sé nú betra að eyða laugardagspeningunum í vikulegan nammiskammt eða safna þeim saman og kaupa eitthvað bitastæðara þegar upphæðin er orðin álitleg. Sumar pælingar skilja kannski lítið eftir sig. Aðrar leita á hugann aftur og aftur og móta sýn manns á tilveruna.

Í heimspeki er fátt gefið. Að því leyti er heimspeki ólík flestum öðrum fræðigreinum þar sem gengið er út frá ýmsum viðteknum sannindum og alla jafna ekki efast um réttmæti þeirra. Eðlisfræðingur sem fer til dæmis að efast um að til sé veruleiki sem sé óháður mannlegri hugsun hefur í raun sagt skilið við eðlisfræðina sem fræðigrein, en fæst þess í stað við heimspeki. Svipaða sögu er að segja um sálfræðing sem veltir fyrir sér hvort til séu aðrir einstaklingar en hann sjálfur, eða hvort einhver grundvallarmunur sé á fólki og dauðum hlutum eins og steinum.

Þannig er flestum fræðigreinum farið; spurningar eins og þessar, sem kalla mætti barnalegar, eru oft ekki taldar „fræðilegar“. En í heimspeki má spyrja um allt, pæla í öllu.


Heimspekingurinn. Hluti myndar eftir Rembrandt frá árinu 1633.

Vegna þess hve heimspekin er opið fag verða heimspekingar oft fyrir því að horft er á þá í forundran, eða jafnvel með vanþóknun. Þannig kann heimspekingur að spyrja í fullri alvöru hvers vegna það sé rangt að stela, ljúga og eigna sér afrek annarra. Öðru fólki gæti hins vegar fundist óviðeigandi að spyrja slíkra spurninga.

Heimspekingurinn spyr ekki vegna þess að hann efist um að slíkt háttalag sé hið versta ranglæti, heldur vegna þess að hann vill vita hvers vegna það er dæmi um ranglæti. Ef til vill langar hann svo líka að vita hvað ranglæti sé yfirleitt. Þeim sem hafa áhuga á muninum á réttu og röngu er bent á svar Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?

Heimspekingurinn Sókrates er frægur – eiginlega alræmdur – fyrir barnalegar spurningar sínar. Út frá slíkum sakleysislegum spurningum spunnust langar samræður þar sem Sókrates og samferðamenn hans pældu í ólíkum hlutum, til dæmis hvað sé réttlæti. Sú samræða er rakin í bók Platons, Ríkinu, en um það rit má lesa í svari Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið?

Báðir eru þeir Sókrates og Platon taldir meðal merkustu heimspekinga allra tíma, en segja mætti að Platon hafi einmitt lært af Sókratesi listina að spyrja barnalegra spurninga. Lesa má meira um þá báða í svörum Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunum „Því meira sem ég læri því betur geri ég mér grein fyrir því hve lítið ég veit.“ Hvaða heimspekingur sagði eitthvað á þessa leið? og Hver var Platon?

Að ofangreindu er vonandi ljóst að barnalegar spurningar geta vel verið heimspekilegar, en ekki er þó þar með sagt að allar spurningar séu heimspekilegar. Auðvelt er að spyrja spurninga, hvort heldur „barnalegra“ eða „fullorðinslegra“, án þess að til komi nokkur snefill af heimspeki.

Í kappræðu, til dæmis meðal stjórnmálamanna skömmu fyrir kosningar, ganga spurningar á víxl. Slíkar spurningar eru hins vegar ekki heimspekilegar vegna þess að þeirra er ekki spurt með heimspekilegu hugarfari – þeim er ekki ætlað að verða kveikja að pælingu. Þátttakendur í kappræðu velta ekki fyrir sér hlutunum frá mörgum hliðum og reyna að komast að niðurstöðu; þeir eru að verja einn málstað og reyna að koma höggi á annan. Þess vegna er líka fátt jafn fjarlægt heimspekilegri rökræðu og kappræða.

Sá sem spyr heimspekilega spyr í barnslegri einlægni og vegna þess að hann vill pæla í hlutunum. Slíkt er stundum litið hornauga og haft til marks um veikleika þess sem þannig spyr, en einlægni og forvitni eru ekki veikleikar heldur til marks um innri styrk og hugrekki, og sýna að einstaklingurinn er opinn fyrir heiminum og tilbúinn að takast á við hann hvernig sem hann er. Andstæða þess er forherðingin og af henni grær forheimskan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

12.9.2006

Spyrjandi

Unnar Þorsteinsson, f. 1992

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hversu barnaleg þarf pæling að vera til að geta ekki talist heimspekileg?“ Vísindavefurinn, 12. september 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6184.

Ólafur Páll Jónsson. (2006, 12. september). Hversu barnaleg þarf pæling að vera til að geta ekki talist heimspekileg? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6184

Ólafur Páll Jónsson. „Hversu barnaleg þarf pæling að vera til að geta ekki talist heimspekileg?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6184>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu barnaleg þarf pæling að vera til að geta ekki talist heimspekileg?
Sá sem pælir í tilverunni leggur stund á heimspeki. Þetta á við hvort sem menn velta fyrir sér tilgangi lífsins eða því hvort alheimurinn geti verið endalaus eða hvort sé nú betra að eyða laugardagspeningunum í vikulegan nammiskammt eða safna þeim saman og kaupa eitthvað bitastæðara þegar upphæðin er orðin álitleg. Sumar pælingar skilja kannski lítið eftir sig. Aðrar leita á hugann aftur og aftur og móta sýn manns á tilveruna.

Í heimspeki er fátt gefið. Að því leyti er heimspeki ólík flestum öðrum fræðigreinum þar sem gengið er út frá ýmsum viðteknum sannindum og alla jafna ekki efast um réttmæti þeirra. Eðlisfræðingur sem fer til dæmis að efast um að til sé veruleiki sem sé óháður mannlegri hugsun hefur í raun sagt skilið við eðlisfræðina sem fræðigrein, en fæst þess í stað við heimspeki. Svipaða sögu er að segja um sálfræðing sem veltir fyrir sér hvort til séu aðrir einstaklingar en hann sjálfur, eða hvort einhver grundvallarmunur sé á fólki og dauðum hlutum eins og steinum.

Þannig er flestum fræðigreinum farið; spurningar eins og þessar, sem kalla mætti barnalegar, eru oft ekki taldar „fræðilegar“. En í heimspeki má spyrja um allt, pæla í öllu.


Heimspekingurinn. Hluti myndar eftir Rembrandt frá árinu 1633.

Vegna þess hve heimspekin er opið fag verða heimspekingar oft fyrir því að horft er á þá í forundran, eða jafnvel með vanþóknun. Þannig kann heimspekingur að spyrja í fullri alvöru hvers vegna það sé rangt að stela, ljúga og eigna sér afrek annarra. Öðru fólki gæti hins vegar fundist óviðeigandi að spyrja slíkra spurninga.

Heimspekingurinn spyr ekki vegna þess að hann efist um að slíkt háttalag sé hið versta ranglæti, heldur vegna þess að hann vill vita hvers vegna það er dæmi um ranglæti. Ef til vill langar hann svo líka að vita hvað ranglæti sé yfirleitt. Þeim sem hafa áhuga á muninum á réttu og röngu er bent á svar Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?

Heimspekingurinn Sókrates er frægur – eiginlega alræmdur – fyrir barnalegar spurningar sínar. Út frá slíkum sakleysislegum spurningum spunnust langar samræður þar sem Sókrates og samferðamenn hans pældu í ólíkum hlutum, til dæmis hvað sé réttlæti. Sú samræða er rakin í bók Platons, Ríkinu, en um það rit má lesa í svari Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið?

Báðir eru þeir Sókrates og Platon taldir meðal merkustu heimspekinga allra tíma, en segja mætti að Platon hafi einmitt lært af Sókratesi listina að spyrja barnalegra spurninga. Lesa má meira um þá báða í svörum Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunum „Því meira sem ég læri því betur geri ég mér grein fyrir því hve lítið ég veit.“ Hvaða heimspekingur sagði eitthvað á þessa leið? og Hver var Platon?

Að ofangreindu er vonandi ljóst að barnalegar spurningar geta vel verið heimspekilegar, en ekki er þó þar með sagt að allar spurningar séu heimspekilegar. Auðvelt er að spyrja spurninga, hvort heldur „barnalegra“ eða „fullorðinslegra“, án þess að til komi nokkur snefill af heimspeki.

Í kappræðu, til dæmis meðal stjórnmálamanna skömmu fyrir kosningar, ganga spurningar á víxl. Slíkar spurningar eru hins vegar ekki heimspekilegar vegna þess að þeirra er ekki spurt með heimspekilegu hugarfari – þeim er ekki ætlað að verða kveikja að pælingu. Þátttakendur í kappræðu velta ekki fyrir sér hlutunum frá mörgum hliðum og reyna að komast að niðurstöðu; þeir eru að verja einn málstað og reyna að koma höggi á annan. Þess vegna er líka fátt jafn fjarlægt heimspekilegri rökræðu og kappræða.

Sá sem spyr heimspekilega spyr í barnslegri einlægni og vegna þess að hann vill pæla í hlutunum. Slíkt er stundum litið hornauga og haft til marks um veikleika þess sem þannig spyr, en einlægni og forvitni eru ekki veikleikar heldur til marks um innri styrk og hugrekki, og sýna að einstaklingurinn er opinn fyrir heiminum og tilbúinn að takast á við hann hvernig sem hann er. Andstæða þess er forherðingin og af henni grær forheimskan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...